Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Síða 29

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Síða 29
vestíirska 1 rRETTABLACID hefðu ekki margir leikið. Hann kunni vel á skíðum og hafði lært það í Kanada. Við höfum alltaf samband og vitum hvor um annan. Síðast fékk ég bréf frá hon- um í sumar og hann var að segja mér frá sínum högum. Ég hef hins vegar alltaf ver- ið klaufi að skrifa ensku, aldrei lagt mig neitt eftir því, en hann hefur nú held ég skilið það samt, svona línur sem ég hef sent hon- um.“ Nú er komið viðtals, að spurt er um aðra þjóð í upphafi annars stríðs, kalda- stríðsins, þegar viðsjár hóf- ust með stórveldunum. „Svo komu Ameríkanar og settu upp stöð, en í því sambandi má geta þess, að þegar fyrrnefndur Louis var á Sæbóli, þá fór hann einu sinni út að Straumnesi, yfir að Látrum til að skoða þar. Hann var mjög hrifinn af aðstöðunni á Súlu, það er norðurhlíðin á Straumnes- inu. Þar komu Ameríkanar. Það var eftir mína tíð í Aðalvík og ég var þá kom- inn hingað að Seljalandi og nennti ekkert að fara að stappa í því meira, farinn að lýjast og langaði ekkert í þetta.“ Þú varst beðinn að starfa fyrir Ameríkana? ,Já, já, ég var beðinn að koma þangað.“ HANN KOM EKKI UND- IR NORÐUR f SLÉTTU- HREPPI En svona eftir á að hyggja, hvernig voru sam- skiptin við skipshöfnina á H.M.S. Baldri séð úr 35 ára fjarlægð? „Það urðu ekki neinir verulegir árekstrar og það varð ekkert ástand í Sféttu- hreppi. Hreppsnefnd Sléttu- hrepps þurfti ekki að skipta sér af nema einum krakka, sem getinn var af Amerí- kana og hann kom ekki undir norður í Sléttuhreppi, það er öruggt. Nei, nei, við sluppum algjörlega við það.“ Hvað með efnahagsleg á- hrif Bretavinnunnar í Sléttuhreppi? „Hún hafði náttúrulega efnahagsleg áhrif, menn sem ekki komust annað í vinnu fengu nóg að gera heima við hjá Bretanum. Þetta var eins og annars staðar, meira að segja þurfti að auglýsa eftir mönnum við höfnina í Reykjavík. Það fengu allir fullt upp að gera. Hörgull- inn á að selja afurðirnar var úr sögunni, eins og að selja fiskinn. Við munum eftir kreppuárunum, það þótti gott, ef það var ekki nema helmingurinn af ársfram- leiðslunni óseldur um ára- mót.“ Eitthvað hafa hermenn gert sér til dægrastyttingar, skemmtu þeir sér með heimafólkinu? „Þeir komu stundum, ef við höfðum svona smádans- leiki og það var ekki gert neitt vesen út af því. Þeir voru bara eins og hverjir aðrir menn úr byggðarlag- inu og það var held ég aldr- ei litið á þá neitt öðru vísi. NÝKOMIÐ! FLANNEL, grátt, dökkblátt, rautt og svart APASKINN, rautt, brúnt og svart Mikið úrval af snyrtivörum frá JOVAN Af sérstöku tilefni sendum við starfs- fólki og viðskiptavinum gegnum árin, hér heima og um land allt bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Einnig sendum við forráðamönnum Kaupmannasamtaka íslands og hér heima í héraði sömu kveðjur og þakk- læti fyrir margháttaða fyrirgreiðslu og ánægjuleg samskipti. VERSLUNIN VIRKINN Bernódus Halldórsson Bolungarvík. Séð frá Sæborg, að Görðum og herstöðinni. Ég held að það hafi stuðlað að því, að þarna urðu aldrei nein vandræði. Eina sem kom upp á var smá slys. Þeir voru eitthvað að skjóta af fikti tveir korpóralar úr marínliðinu og það lenti skot inn um glugga á Læk og fram hjá vanganum á húsfreyjunni. Það var ekkert í þessu gert og allir fegnir að ekki varð slys, en mönnum var á eftir fyrirboðið að hreyfa sig út úr kámpinum með byssu og það var auð- Kapteinn úr iandhernun, einn af yfirmönnunum, við byggingu herstöðvarinnar. vitað aðalatriðið, að þeir væru ekki að fikta með skot- vopn. Byssurnar voru það kraftmiklar, og að skjóta úr þessu í grjót, þú hefur ekki hugmynd um hvert kúlan fer, það er bara hending.“ Hvað með vopnabúnað til varnar? „Það voru einhverjar loft- varnabyssur, þeir settu upp tvær loftvarnabyssur niðri og tvær uppi á fjalli. Kom fyrir að þeir voru að skjóta upp í Garðahyrnuna úr byssunum og reyna að hitta. Ég veit nú ekki til þess að nein afrek hefðu fæðst af þeirri skotmennsku, nema ég eigi að telja þáð, að eitt sinn var húsmaður í Þverdal að reiða heim mó á hesti sem Hausti hét. Hann þótti nú ekki ígripaskepna nein, nema maðurinn kom inn á Borg og skildi eftir hestinn úti með reiðing. Þetta var nú að kvöldi, rétt að verða dimmt, og þeir fara að skjóta. Hausti varð alveg vitlaus og þaut út í myrkrið og fannst ekki fyrr en morg- uninn eftir með reiðinginn undir kviðnum. Ég veit ekki hvort aðrir urðu neitt hræddir, kýrnar jú, þær tóku á rás, hlupu í sprettin- um og halinn náttúrulega beint upp í loftið, og hund- arnir hlupu inn undir rúm alls staðar. Þeir voru bara að prófa hvort byssurnar verkuðu og ég held bara að fundamentin úr byssunum séu þarna enn, ég veit ekki annað.“ „ÞAÐ ER EKKI GERT“ Ein afleiðing hernámsins er samt hnignun byggðar í Sléttuhreppi? „Það byrjaði 1943, þá var alls staðar hægt að hlaupa í nóga atvinnu, sama hvert var snúið sér og þá flytja fimmtán fjölskyldur það vor. Nú, svo elti hver annan og eftir fimm ár 1948, þegar ég flutti, þá vorum við eftir þrír bændur á Sæbóli. Það var annað hvort fyrir okkur að gera, að fara öngvan eða alla. Þarna þýðir ekkert að vera nema þú sért fær með bát. Það varðsíðanúr, að við fórum það haust, Ágúst Is- leifsson, Guðmundur Her- mannsson og ég. Þeir fluttu suður, en ég hér að Selja- landi.“ Hvenær var það sýnt að svona myndi fara? „Það var ’43 og ’44, þegar fólkið fór að týnast í burtu, þá var sýnt hvert horfði. Við fengum ekki tæki, þótt við hefðum viljað gera átak í jarðrækt, það var orðið ó- mögulegt að fá nokkurn lækni og þannig var það á fleiri sviðum og svo er nú þetta, það er ekkert gaman að sitja eftir og ganga fram- hjá tómum húsum, einn eða tveir bændur, það er ekki gert.“ f. TOSHIBA ÖRBYLGJUOFNINN Fæst hjá okkur straumur hf Sími 3321

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.