Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 41

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 41
fRETTABLADIS 41 Togaraöldin Fyrir tæpri öld hófst það tímabil í slandssögunnar sem óhætt er að fullyrða að hafí orðið mesta byltingar- skeið í atvinnusögu þjóðar- innar. Þá fór að sjást ný gerð veiðiskipa við landið - togararnir og áður en lang- ur tími leið höfðu þeir að mestu leyst af hólmi eldri skipin, skúturnar og þar með gjörbreyttust aflabrögð og síðar lífsafkoma þjóðar- innar. Fyrstu togararnir sem stunduðu íslandsmið voru þó ekki íslenskir, held- ur fyrst og fremst breskir, þýskir og franskir. Þótti mörgum íslendingum vá fyrir dyrum þegar þessi stóru skip með nýtískuleg veiðarfæri fóru að sækja á miðin, og lá raunar við landauðn sumsstaðar. Sókn erlendra skipa jókst ár frá ári og svo mikill var aflinn að fyrst í stað hirtu t.d. Bretar aðeins verðmesta fískinn, flatfiskinn, en köst- uðu öðrum afla fyrir borð. Þótti íslendingum vá fyrir dyrum þegar erlendu stór- skipin röðuðu sér á fiskimið þeirra og sýndu yfirgang og algjört tillitsleysi. Ýmsir vildu þó að íslendingar fet- uðu í fótspor þessara er- lendu manna - togararnir væri það sem koma skyldi, og því bæri íslendingum sem fyrst að eignast slík skip. f bókinni er sagt rækilega frá samskiptum íslendinga við hina erlendu togara- menn og tröllafiskinum svo- kallaða og fyrstu tilraunum íslendinga til togaraútgerð- ar, sem voru fremur van- Skór — Tilvalin jólagjöf Blondo-kuldaskór Duffys-kuldaskór Loðfóðraðir Jog-skór og margt fleira Hinir margeftirspurðu frönsku kven- skór eru væntanlegir aftur fyrir jól. VANDAÐAR VÖRUR Á HAGSTÆÐU VERÐI ÍSkovarzlun L«01 ************************************************************** Hafnarstræti 5, ísafirði. Hinn þjóðkunni rithöf- undur, Gils Guðmundsson hefur nú hafið samningu rit- verks um þetta skeið ís- lenskrar atvinnusögu, tog- araöldina, og er 1. bindið nýlega komið út. Ber það undirtitilinn Stórveldis- menn og kotkarlar, og þarf varla að leiða að því getum við hverja er átt með þeim orðum. Gils ritaði á sínum tíma mikið verk um SKÚTUÖLDINA, og var það endurútgefið, aukið og endurbætt, í fimm bindum fyrir nokkrum árum. SÖGULEG UPPHAFSÁR Upphafsár togveiða við fsland voru hin sögulegustu fyrir margra hluta sakir. máttugar og misheppnuð- ust. Öllu þessu fylgdu mikl- ar umræður, bæði manna á meðal, í blöðum og tímarit- um og ekki síst á Alþingi, þar sem menn voru mjög ósammála og létu gjarnan allstór orð falla. OFBELDI OG MANN- DRÁP Þá er í bókinni fjallað ítarlega um landhelgisgæsl- una við ísland sem var á þessum árum í höndum Dana. Þótti mörgum slæ- lega á málum haldið og þeir varðskipsmenn sem hingað voru sendir standa sig mis- jafnlega, enda var gjarnan hampað veðurlýsingu sem einn varðskipsforinginn skrifaði í dagbók skips síns, og sagði hann að það væri „stille í havnen, storm uden- for.“ (Logn í höfn, en hvasst útifyrir). Ekki veitti þó af landhelgisgæslu og eftirliti, þar sem sumir bresku skip- stjórarnir sýndu mikinn yfir- gang í viðskiptum sínum við íslendinga, og lauk meira að segja viðureign við einn þeirra með manndrápum, sem sagt er frá í bók Gils Opna úr bókinni. Guðmundssonar. SÖGULEGAR MYNDIR Bókin Togaraöldin er mjög vel úr garði gerð, öll litprentuð og í bókinni er mikill fjöldi mynda, sem sumar hverjar hafa aldrei birst áður og hafa því mikið sögulegt gildi. f bókinni er t.d. einstæð myndasyrpa af töku breskra landhelgis- brjóta fyrir austan land skömmu eftir aldamót. Fylgst er með togaratökunni allt frá því að varðskips- menn búa sig undir að fara um borð, uns komið er með togarana inn til Seyðisfjarð- ar, þar sem afla þeirra og veiðarfærum var skipað á land og gert upptækt. Þá eru einnig í bókinni margar myndir sem fengnar eru frá Bretlandi, og er af þeim mikill fengur. Nýkomíð vöru- úrval Vagnhjól, bein og m. snúningi, 3- 5- 6- 7- 8- 10” Byssur og skot Mikíð úrval! Einnig hjólböruhjól m. öxli. Talíur 1W* tonn kr. 274,00. Skrúfstykki, 2- 3- 4- 5- 6”, margar gerðir. Topplyklasett, 6 gerðir Stjörnulyklar, 6 - 36 mm. Facom skrúfujárn. Vinnufatnaður Vinnubuxur, margar gerðir, verð frá kr. 173,00. Vinnuskyrtur — Peysur Ullarnærfatnaður og sokkar Vinnusloppar, verð frá kr. 155,00 Vinnusamfestingar, bómull og nylon, verð frá kr. 245,00 Kuldaúlpur, verð frá kr. 510,00 BIRKIKROSSVIÐUR, VATNSHELDUR 4- 6- 9- 12mm. TAKMARKAÐ MA GNAF GLERULL VÆNTANLEGT UMÁRAMÓT— TÖKUM VIÐ PÖNTUNUM Opið á laugar- dögum til jóla! M. BERNHARDSSON SKIPASM/DASTÖD HF. Lager — Sími 3139 Spónaplötur, 12- og 18 mm. Eigum einnig til plast- húðaðar plötur til heima- smíða, stærð 60 X 242 cm. Þykkt, 15 mm., kantlímdar, 3 iitir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.