Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Qupperneq 45

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Qupperneq 45
vestíirska FRETTABLADIÐ 45 kvennaliði í knattspyrnu, þetta mælist mjög vel fyrir og hefur mikill hópur stúlkna stundað vel knattspyrnuæfingar í sumar undir stjórn Jóhanns Torfasonar. Þá tóku stúlkurnar þátt í bikar- keppni KSÍ, og fengu hingað heimsókn fslandsmeistara Breiða- bliks Kópavogi, það hafa ekki oft verið fleiri áhorfendur á malar- vellinum á Skeiði en var þegar fyrsti opinberi leikur kvennaliðs KRÍ fór fram. Breiðablik vann þennan leik, en áhorfendur stóðu með sínu liði og hvöttu óspart og var mikil og skemmtileg stemn- ing. Það er nokkuð líklegt að það verði ekki mörg ár þangað til kvennalið KRf fer að láta að sér kveða á knattspyrnumótum. Þeir sem hafa staðið að þjálfun hinna ýmsu flokka í knattspyrnu fyrirKRÍ 1981 eru: Magnús Jónatansson, meistaraflokkur og 2. flokkur Jóhann Torfason, kvennaflokkur og 3. flokkur Þór Albertsson, 4. flokkur Árni Árnason, Halldór Hauksson, 5. flokkur. AÐRAR ÍÞRÓTTAGREINAR Sund hefur á undanförnum ár- um verið sára lítið stundað hér á fsafirði sem keppnisgrein og eng- in reglubundin þjálfun átt sér stað. Á þessu ári hefur átt sér stað mikil breyting til batnaðar. Tekin hefur verið upp reglubundin þjálfun fyrir sundfólk og er nú svo komið að sett hafa verið all- mörg ný Vestfjarðamet á sund- móti nýverið. Fyrsta opinbera sundmótið á þessu ári og þar með fyrsta opinbera sundmótið í 12 ár var haldið í maí s.l. og var það tileinkað Gísla heitnum Kristjánssyni, sundhallarstjóra, og var það vel við hæfi. Vestfjarða- mót var haldið í ágúst og sund- fólk frá ísafirði og Bolungarvík tók þátt í íslandsmóti unglinga í ágúst s.l. Bolvíkingar hafa sýnt mjög góðan árangur í sundi und- anfarin ár og njóta þar þess sund- áhuga, sem nýja sundlaugin hefur vakið. Enn sem komið er standa Bolvíkingar ísfirðingum töluvert framar í sundinu, en ísfirska sundfólkið mun hafa fullan hug á að jafna þann mun í framtíðinni. Aðalþjálfarar sundfólksins hér á ísafirði eru Fylkir Ágústsson, Lið (sfirðinga vann sér sætf í fyrstu deild knattspyrnunnar á þessu ári. Rannveig Pálsdóttir og Guðríður Sigurðardóttir og hafa þau unnið mikið og óeigingjarnt starf á þessu sviði. Golf er orðin mjög vinsæl í- þrótt og eru félagsmenn í Golf- klúbbi Isafjarðar yfir 70 talsins. Aðstöðuleysi háir golfmönnum verulega þar sem æfingaaðstaða þeirra í Hnífsdal er hvergi nærri fullnægjandi. Gefin hafa verið vilyrði fyrir svæði undir golfvöll í Tungudal, en ákvarðanataka þar um hefur dregist mjög á langinn hjá bæjaryfirvöldum og eru golf- menn að vonum orðnir langeygir eftir endanlegri niðurstöðu máls þessa. Fáist þar níu holu golfvöll- ur eru golfmenn vel settir um fyrirsjáanlega framtíð. Frjálsar íþróttir hafa sáralítið verið stundaðar hér í bæ hafa þó verið hafnar byrjunarfram- kvæmdir á frjálsíþróttaaðstöðu á Torfnesi og standa vonir til að hægt verði á næstu árum að koma þar upp viðunandi aðstöðu og veita unglingum undirstöðuþjálf- un. Innanhúsíþróttir svo sem körfuknattleikur, blak, badmin- ton, og innanhússknattspyrna eru sem fyrr æfðar við nánast von- lausar aðstæður í gamla íþrótta- salnum. Er ljóst að tómt mál er að tala um framfarir í þessum grein- um meðan ekki fæst betri aðstaða Handofnar og prjónaðar ullarvörur til jólagjafa Værðarvoðirnar vinsælu renna út. Nýir púðar, smádúkar, veggreflar. Treflar, húfur, vettlingar. Borðreflar og veggteppi væntanlegt. Lopapeysur í úrvali. Les-knit ullarvörur. Keramik — Nýtt frá Jónínu. Prjónakjólar nýkomnir o. fl. LÍTIÐINN VEFSTOFUBÚÐIN til þjálfunar. Bolvíkingar eygja nú betri tíð í þessum efnum, þar sem með miklu harðfylgi og dugnaði hefur verið ráðist í byggingu nýs og' glæsilegs íþróttahúss. Um í- þróttahúsnæðismál fsfirðinga er fjallað annars staðar í þessari grein. ÍÞRÓTTAMANNVIRKI SKÍÐASVÆÐIÐ SELJALANDSDAL Þegar bæjarsjóður ísafjarðar tók við rekstri og framkvæmdum á Seljalandsdal í janúar 1980, var vissulega þörf á. Þó að mann- virkjum og rekstri hafi verið hald- ið opnu, var orðin mjög brýn þörf á mikilli endurnýjun og viðhalds- aðgerðum á tækjum og húsum sem þeir einkaaðilar er með dugnaði og harðfylgi byggðu þessi mannvirki upp höfðu naum- ast bolmagn til að gera. Á árinu 1980 fóru fram miklar viðhaldsframkvæmdir á Selja- landsdal, en á þessu ári hefur aðallega verið unnið að skipu- lagsmálum. Skipaður var starfs- hópur til að koma með tillögur um hvernig best væri að standa að uppbyggingu skíðasvæðisins. Þessi starfshópur hefur skilað af sér, og liggja nú frammi tillögur um hvernig á að vinna að því að skapa hér að Seljalandsdal full- mótað skíðasvæði og ef þessar tillögur verða samþykktar, verður unnið eftir þeim þannig að fram- kvæmdum er skipt niður á 5 næstu ár. Það er nauðsynlegt að markvisst sé hægt að vinna að uppbyggingu svona stórfram- kvæmda því ekki er hægt að gera allt í einu þegar um slíka fram- kvæmd er að ræða sem þessar tillögur bera með sér. ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ TORFNESI Það hefur verið unnið að bygg- ingu áhorfendasvæðis í brekk- unni ofan við grasvöllinn, gerðir hafa verið áhorfendapallar sem á að þekja með torfi næsta ár. Á miðju áhorfendasvæði er mein- ingin að steypa undirstöðu fyrir áhorfendastúku. Þá er hafin undirbúningsvinna að gerð hlaupabrautar, þ.e. 400 m. hringur kringum grasvöllinn. Einnig munu koma þar brautir fyrir stökkaðstöðu og kastgreinar. Einnig er unnið að því að fylla upp sjávarmegin við íþróttasvæð- ið fyrir bílastæði. ÍÞRÓTTAVELLIR — GRAS MALARVÖLLUR Hér á ísafirði er einn besti grasvöllur landsins, að mati þeirra manna er umsjón hafa með gras- völlum um landið, þó segja megi, að framkvæmdum við grasvöllinn sé að mestu lokið og hann hafi verið notaður í tvö sumur, þá þarf hann mjög mikla umhirðu og má alls ekki slaka þar á. MALARVÖLLUR Nú í haust var hafist handa um áframhaldandi framkvæmdir við byggingu malarvallarins. Lokið var við að aka frostfríu efni í völlinn, en það efni varð að sækja upp á Breiðadalsheiði og er þetta því mjög kostnaðarsöm fram- kvæmd. Þessu verki var lokið áð- ur en snjór og frost var komið að ráði. Næst liggur fyrir að aka í völlinn 50 cm þykku lagi af ó- unnu malarefni og er hugsanlegt að gera það á þessu ári, ef samn- ingar nást um það við vörubíl- stjóra. (ÞRÓTTAVALLARHÚS fþróttavallarhúsinu var skilað fokheldu á árinu 1980. Nú á þessu ári er verið að vinna þar að þrem- ur verkþáttum. 1. Setja gler í húsið, og ganga frá opnanlegum gluggum. 2. Einangra útveggi og loft. 3. Leggja rafmagn að hluta (vinnurafmagn). Þá er áformað að fljótlega á næsta ári, 1982, verði hafist handa um aðra verkþætti, þannig að á næsta keppnistímabili verði hægt að taka þetta myndarlega vallarhús í notkun. Þeir helstu þættir íþróttasvæð- isins er hér hefur í stuttu máli verið fjallað um, malar- grasvöllur, áhorfendasvæði, hlaupabrautir, bílastæði, íþrótta- vallarhús, allt eru þetta mjög fjár- sterkar framkvæmdir og ekki hægt að ætlast til að eitt bæjarfél- ag sem ísafjörður geti lokið þessu öllu á mjög stuttum tíma ásamt öðrum verkefnum. Aðalatriðið er því, að markvisst verði unnið að því að byggja upp íþróttaaðstöðu á Torfnesi, eins og gert hefur verið síðan 1978, að byrjað var á grasvellinum en ekki verði margra ára hlé á framkvæmdum eins og var á árunum 1971-1977. (ÞRÓTTAHÚS Eitt brýnasta verkefni til efling- ar og uppbyggingar íþróttaað- stöðu hér á Isafirði er bygging nýs íþróttahúss. 1979 var skipuð und- irbúningsnefnd til að kanna möguleika á því að byggja hér nýtt íþróttahús í samvinnu við Menntamálaráðuneytið (Mennta- skóla). Þessi nefnd skilaði af sér og lágu fyrir drög að kostnaðar- skiptingu milli bæjar og ríkis, einnig stærð hússins. Nú á þessu ári hefur aftur verið hafist handa um undirbúning á þessu mikla verkefni. Að ósk bæjarstjórnar hafði í- þróttanefnd forgöngu um að fá íþróttafulltrúa ríkisins Reyni G. Karlsson og form. íþróttanefndar ríkisins Valdimar Örnólfsson hingað til ísafjarðar til viðræðna við bæjarstjóra og forystumenn íþróttahreyfingarinnar um mál- efni íþróttahreyfingarinnar al- mennt. Þeim félögum Reyni og Valdimar var kynnt hér öll að- staða til íþróttaiðkana, og fyrir- hugaðar framkvæmdir á upp- byggingu íþróttaaðstöðu á ísa- firði. Á þessum fundi sem var 17. sept. 1981, var einnig rædd nauð- syn þess, að hefja hér mjög fljót- lega byggingu nýs íþróttahúss, þar sem þörf á slíku húsi væri orðin mjög knýjandi að allra mati, og Isafjörður orðinn langt á eftir sambærilegum byggðarlögum með íþróttaaðstöðu sem slíkt í- þróttahús býður upp á. I framhaldi af þessum fundi fór bæjarráð og bæjarstjóri til Reykjavíkur á fund þeirra ráða- manna þar, er fara með þessi mál, einnig voru skoðuð nýbyggð í- þróttahús á suðurlandi. Það má — ÍSFIRÐINGAR — — VESTFIRÐINGAR — Ef þig vantar — þá höfum við Háspennukefli Sætaáklæði, Allt í kveikjuna lítið magn Kúplingsdiska Ferðagrindur Ljós í úrvali Skíðaboga Hljóðkúta Skúffumottur Loftnet Barnastóla Dempara í bílinn Keðjur Inniseríur LÍTIÐ VIÐ OG ATHUGIÐ HVAÐ TIL ER, ÁÐUR EN ÞÉR FARIÐ ANNAÐ RAF HF. BÍLABÚÐ Sími 3279, ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.