Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 35
vestfirska
1
FRETTABLACIB
35
um, að ég fínn til þess að
ekki hefur risið hús yfir skól-
ann, af því ég veit að það er
eingöngu af misskilningi.
Og ég vil láta það koma hér
fram, að ég hef aldrei reynt
ísfirðinga nema að góðu. Ég
veit ekki til þess, að ég eigi
hér nokkurn óvildarmann
og ég ber ekki óvildarhug til
nokkurs manns í þessum
bæ.“
Umræðan berst nú út um
víðan völl, heimsástandið,
mengun, menning og stað-
næmist á íslandi í kviku
framvindunnar þessa daga,
minnst er á bjánabæinn sem
Ragnar nefndi svo eitt sinn,
en þetta er nafngift Ragnars
á því sem sumir kalla því
fína nafni menningarheild,
þegar fjölmiðlun og sam-
gÖngur hafa fært okkur öll
saman á þessum litla hnetti.
Reyndar hafði Ragnar
34 ár þá er skólinn enn upp
á aðra kominn með hús-
næði.
„Það var til dæmis þann-
ig í vor og lengi fram eftir,
að leit út fyrir að ekki yrði
kennsluhúsnæði nema fyrir
% af skólanum. Við kennum
á ellefu stöðum í bænum.
Úr þessu verður að ráða bót
nú þegar, ekki eftir nokkur
ár heldur núna í vor. Ég
verð 84 ára að hausti og það
er mjög ólíklegt að ég, svo
gamall maður, geti haldið
áfram skólastjórn. Og ég
þekki engan mann sem hug-
kvæmdist að taka við skól-
anum án þess að finna hon-
um húsnæði. Þetta er ger-
samlega einsdæmi að starf-
rækja svona stóran skóla,
með um tvöhundruð nem-
endum, án þess að hafa
skólabyggingu. Þetta er rík-
asti bær sem nokkurn tíma
hefur verið til á þessu Iandi
og að mínu áliti duglegasta
fólk sem til er á íslandi og ég
held að þeir gætu byggt þá
fegurstu byggingu sem til
væri á landinu. Ekki aðeins
yfir tónlistarmenn, yfir lista-
safnið, yfír bókasafnið og yf-
ir minjasafnið okkar. Það
þarf auðvitað þar fyrir utan
að byggja yfir ýmsa starf-
semi, en ég er ekki alveg viss
um að þetta sé rétt að láta
tónlistarskólann bíða þar til
allar aðrar byggingar eru
risnar, því þá er tónlistar-
skólinn dauður.“
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER
EINGÖNGU AF
MISSKILNINGI
Eftir fórnfúst starf í meira
en þrjátíu ár finnurðu til
beiskju gagnvart umhverf-
inu, að ekki skuli hafa þótt
taka því að reisa hús yfir
skólann?
„Það er ekki með neinni
beiskju gagnvart ísfirðing-
Ragnar og Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógetl og sýslumaður
—. Sameiginlegt áhugamál — bækur.
Ragnar H. Ragnar með Karlakór fsafjarðar, en kórinn söng undir stjórn Ragnars hartnær þrjá áratugi.
nafngiftina frá kanadískum
heimspekingi, Mc Luhan.
„Það er margt gott að
gerast á íslandi, það er
dugnaður, það er fram-
kvæmdasemi, það er vilji til
þekkingar og mennta. En
það sem getur farið með
okkur er lífsgæðakapphlaup-
ið, ekki bara það að við
eyðum fé okkar í einkis
verða hluti, heldur felst það
líka í því að troða skóinn
hver niður af öðrum í stað
þess að hjálpast að því að
gera hvern annan ham-
ingjusamari. Það vantar
kærleikann og mannástina.“
Hvernig á að laða þessa
þætti fram?
„Við sjáum það, að ann-
arra manna hagur er okkar
hagur lika, vegna þess að
það þýðir ekkert annað en
að skírskota til eiginhags-
munakenndar mannsins. Ef
við hættum að hjálpast að,
ef við hættum að bera vinar-
hug til mannanna yfirleitt,
hlýtur allt að lenda í ófriði
og illindum.
Finnst þér áberandi að
menn troði skóinn hver nið-
ur af öðrum? Er samhjálpar-
skeiðið á enda?
„Ég veit ekki hvort því er
lokið, en þessi fáu ár sem ég
hef verið á ísafirði hefur því
áberandi hnignað, ég man
það að á sínum tíma fóru
menn í sjálfboðavinnu
hérna upp á Dal og byggðu
aðstöðu fyrir skíðafólkið án
þess að taka nokkuð fyrir.
Hverjir fara núna að byggja
íþróttamannvirki? Þetta er
breyting sem mér hefur fall-
ið verst á ísafirði síðan ég
kom hingað. Það er eins og
það hafi aukist hjá þjóðinni
„allt fyrir mig, mér er alveg
sama um aðra.“
Eftir að hafa lent út í
hálfgerðu bölmóðsfeni með
umræðuna spyr ég Ragnar
um músikina á íslandi, hef-
ur hún breyst og batnað
síðan hann kom að vestan
1948?
„Þegar ég kem hérna
1948 er sinfónían alveg í
lamasessi, kirkjutónlist í
Reykjavík er ófullkomin.
Það eru góðir organistar, en
engir góðir kórar. Það voru
helst karlakórar í sveitum og
Reykjavík. En hvernig er að
koma til Reykjavíkur núna,
það er hver kórinn öðrum
betri, á heimsvísu. Það eru
framúrskarandi hjóðfæra-
leikarar, það eru tónskáld,
og hvað sem segja má um
nútímatónlist, hún er dálítið
einkennileg, en hún er frum-
leg og eins og ævinlega hafa
tónskáld heimsins yfirleitt
ort leirburð, og mikið af nú-
tímatónlist er vafalaust leir-
burður líka. En ég efast ekki
um það, að sumt af þessari
nútímatónlist verða álitin
snilldarverk í framtíðinni.
Við eigum að örva það eins
og við lifandi getum, þó að
það sé ekki nema einn af
þúsundi, það var ekki nema
einn Beethoven, það var
ekki nema einn Mozart og
það er ekki nema einn Jón
Leifs, ég hygg að hann hafi
verið með mestu tónskáld-
um heimsins.“
Jón Leifs segirðu, nú á að
fara að spila Eddusinfón-
íuna í vor, þekktirðu Jón
Leifs?
LOSAÐIJÓN LEIFS ÚR
PRlSUNDINNI
Hann er frumlegur og
hann er stórkostlegt tón-
skáld, hann er að vísu erfið-
ur að eiga við hann og menn
þurfa að venjast honum, en
hvernig var ekki líka með
gömlu meistarana, það voru
ekki allir sem vildu hlust á
þá. Á íslandi höfum við átt
stórkostleg skáld, frá Agli
Skallagrímssyni og til bestu
skáld nútímans, en fyrir
hvert og eitt stórskáld áttum
við mörg hundruð hagyrð-
inga, sem ortu rímur og
lausavísur og þeir mótuðu
m-----►
ísfirðingar
Gefið ísfirsk ljóð í jólagjöf
SÓLIN SEST
OC SÓLIN KEMUR UPP
„Ljóð Heimis Más eru einföld,
hreinleg, ef svo má komast að orði.
Ekki er þar með sagt að fátt búi að
baki myndanna sem Heimir Már
dregur upp.“
(Jóhann Hjálmarsson, Morgunblaðið)
Fæst í bókabúðum
BÓKAÚTGÁFAN AX