Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 37
vestfirska
rRETTABLADID
Ragnar og Slgga á gönguferð.
smekk þjóðarinnar. Alveg
eins var farið með tónlistar-
mennina, og þannig var
með Jón Leifs, þótt að þjóð-
in hafi ekki metið hann,
hann rís upp, en hann er að
verða metinn. Þú spurðir
hvort ég hefði þekkt Jón
Leifs. Já, ég þekkti hann og
fyrstu kynni mín af honum
voru þau að losa hann úr
prísundinni í stríðslokin,
þegar hann kom til íslands.
Hann var þá fangi á Esju.
Það var Stórdani sem tók
hann til fanga á skipinu og
vildi láta taka hann af lífi
eins og nasista. Ég og Ragn-
ar Stefánsson, sem vorum
þá trúnaðarmenn hersins á
Islandi, fórum út í skipið og
frelsuðum Jón úr þessari
prísund. Við létum hann
gefa okkur loforð um að fara
ekki úr bænum því að við
urðum að taka af honum
skýrslu og senda hana til
höfuðstöðva amríska hers-
ins. Og okkur Ragnari tókst
áreiðanlega á þriggja daga
yfirheyrslum, ekki bara að-
eins að sannfæra okkur,
heldur einnig yfirmenn her-
stöðvanna í Englandi um
það, að Jón Leifs væri alsak-
laus af öllum nasisma og
öllu slíku. Tengdaforeldrar
hans höfðu verið myrtir af
nasistum, hann sagði okkur
hvernig honum tókst að
komast til Danmerkur og
þaðan að flýja með konu
sína og fjölskyldu til Sví-
þjóðar. Danir hjálpuðu
Gyðingum úr landi og kon-
an hans var Gyðingur. Jón
sagði þetta um nasistana, að
ef þeir hefðu sigrað, en þeir
voru farnir að gera tilraunir
til þess að eigna sér fornbók-
menntir Islendinga og töldu
íslendinga vera einhvers
konar Frum-Þjóðverja eða
frumþýska -urdeutch- já, ef
þeir hefðu sigrað var mein-
ingin þessi: Það átti að taka
alla karlmenn úr landinu,
annað hvort að myrða þá
eða flytja þá á brott og skilja
eitthvað eftir af bláeygðu og
ljóshærðu kvenfólki. Hingað
átti svo að flytja ljóshærða
Þjóðverja og með þeim áttu
þessar konur að eignast
börn. Hér átti að rísa upp
reglulegur frumarískur kyn-
stofn. Þeim hefði ekki orðið
mikið fyrir því að myrða
rúmlega 100 þúsund Islend-
inga, þeir myrtu menn í
milljónatali. Það eru fáir
sem hugsa um það, hvað við
Sigurður Skagfield.
eigum Amríkönum að
þakka? Þetta er bara sann-
leikur sem ég skal standa við
hvar sem er, það hefði farið
illa ef þeir hefðu ekki bland-
að sér í stríðið.“
SYNGUR ÞJÓÐIN
NOKKURT LAG EFTIR
YÐUR?
En við vorum að tala um
Jón Leifs, veistu hvernig
hann vann?
„Ég get sagt ykkur sögu af
því. Jónas frá Hriflu var
mikill valdamaður á íslandi
um 1930. Meðal annars var
hann einn af þeim mönnum
sem vildi fá Jón Leifs til
starfa við útvarpið. Jón tek-
ur svo að starfa við stofnun-
iná, en er afskaplega laus
við og er mánuðum saman í
burtu. Þeir kvarta yfír þessu
hjá útvarpinu við Jónas frá
Hriflu og hann fer og talar
við Jón Leifs. Jón kom með
ákaflega gott svar sem Jónas
tók náttúrulega ekki til
greina: „Ég er að semja tón-
list.“ Þá sagði Jónas:
„Hvernig er það herra Leifs,
syngur þjóðin nokkurt lag
eftir yður?“
„Mér þykir sorglegt að
heyra þetta um vin minn
Jónas, en því miður er sagan
víst alveg sönn. Svona hugs-
aði öll þjóðin. Sá sem
kenndi mér að meta Jón
Leifs var Sigurður Skagfield.
Ég var undirleikari hans í
tvö eða þrjú ár í - Amríku,
þetta var um 1930. Hann
hafði mikið dálæti á Jóni
Leifs og söng mikið af lögum
hans.“
Lékstu undir á einhverri
platna hans?
„Nei, hann tók ekkert
upp í Amríku, hann lék inn
á plötur í Þýskalandi. Þessar
plötur voru mikið leiknar í
útvarpið, ég á tvær plötur
með honum. Við héldum
marga konserta vestur í
Winnipeg, ég lék sóló á pí-
anó og undir fyrir hann og
við gerðum alls staðar
lukku. Ég hafði mikla á-
nægju af samstarfinu við
hann. Okkur Maríu Mark-
an kom saman um það, að
Skagfield hefði einhverja þá
mestu og bestu rödd sem við
hefðum nokkurn tímann
heyrt, við undantókum eng-
an. En hann átti við vissa
skapsmunaerfiðleika að
stríða og hann söng ákaflega
misjafnlega. Stundum söng
hann svo hrottalega, að
manni blöskraði, en stund-
um söng hann svo vel að
maður varð stórkostlega
hrifinn. Skagfield var Skag-
firðingur eins og margir
fleiri ágætir tenórar og hann
kom hingað vestur til þess
að kenna fólki í Sunnukórn-
um söng. Þá veiktist ég um
þær mundir, en hann hafði
ætlað að halda hér konserta
og láta mig leika undir. Af
því varð ekki, hann hélt til
Reykjavíkur og dó skömmu
seinna. Dvöl hans á ísafirði
varð honum til sóma og á-
kaflega mikillar gleði. Hann
fór héðan ánægður og ísfirð-
37
ingar skildu vel við hann.
Hann var stórkostlegur
söngvari, þegar honum tókst
upp.“
Hvað var helst á tónleika-
skránni hjá ykkur vestra?
„Hann söng töluvert af
óperulögum, svo söng hann
ævinlega eitthvað íslenskt og
einnig ensk og þýsk ljóðalög.
Til að hvíla hann, lék ég
ævinlega sónötu eftir Beet-
hoven og þrjú, fjögur styttri
lög seinna. Hann söng þrisv-
ar sinnum og ég lék tvisvar,
þetta var okkar prógramm
allsstaðar. Hann sagði mér
að ein af plötunum hans,
sem var mexíkanskt þjóðlag,
hefði selst í yfir 40 þúsund
eintökum í Þýskalandi. Að-
heyrði hann aldrei syngja
fyrir vestan, ég var þá svo
langt austur í landi, fjarri
öllum íslendingabyggðum.
Mér þótti ákaflega vænt um
Eggert, hann var stórkost-
legur maður, við drukkum
oft saman molakaffi á Hótel
Borg á stríðsárunum, og
hann kom hingað vestur
vorið áður en hann dó. Æð-
eyjarfólkið var mikið vina-
fólk hans, sennilega síðan
hann var hér læknir, hann
Sigvaldi bróðir hans, Kalda-
lóns. Eggert kom hér að
kvöldlagi með Jóhanni
Gunnari og þeir voru til
klukkan sex um morguninn.
Það var yndisleg vornótt,
sólskin og blíða eins og best
María Markan, árið 1941.
altekjur hans fyrir stríð var
plötusalan, að því er hann
sagði mér.“
Annar söngvari sem sögur
fara af er Eggert Stefánsson,
þekktirðu Eggert?
FYRIRMYND ALHEIMS-
SÖNGVARANS?
Ég þekkti Eggert vel, að-
allega heima á íslandi, ég
getur verið á ísafirði. Hann
sagði margt og mikið og
hann sagði eitt sem kom
okkur dálítið á óvart, okkur
Jóhanni Gunnari, eiginlega
tvennt. Brekkukotsannáll
var þá nýkominn út og
Jóhann Gunnar spyr hann:
„Er það satt Eggert, að þú
sért fyrirmynd alheims-
TUNGUMÁLATÖLVAN
TILVALIN JÓLAGJÖF
fslcnski
kominn /////
straumur hf