Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 47
vestlirska
f
1
FEETTABLASID
47
Það var alltaf
hörku
stemning á
sveitaböllunum
—Eðvarð T. Jónsson tekur Baldur Geirmundsson í BG-flokknum tali
í síðasta jólablaði Vestfirska kynntum við rakarameist-
arann, listmálarann og harmoníkusnillinginn Villa Valla,
sem haldið hefur uppi djamminu hér á ísafirði og ná-
grenni undanfarna þrjá áratugi. En Villi Valli er ekki einn
um hituna eða heiðurinn, eins og kunnugt er. Ýmsar aðrar
merkar danshljómsveitir hafa hér gert garðinn frægan
gegnum tíðina og hin fremsta þeirra er hiklaust hljómsveit
Baldurs Geirmundssonar, en hún hefur borið ýmis nöfn á
liðnum árum og þó ávallt verið kennd við upphafsmann-
inn. BG-kvintettinn og Gunnar Hólm, BG og Árni, BG og
Ingibjörg - nöfnin skipta ekki meginmáli; það er músíkin
sem blívur og hvað þá hlið málsins snertir hefur BG alltaf
staðið fyrir sínu.
BYRJAÐI MEÐ
HARMONÍKUNA
Við leituðum á fund
Baldurs Geirmundssonar
uppi á Hjallavegi í þæfings-
færð um daginn og báðum
hann að segja okkur undan
og ofan af ferli sínum og
hljómsveitarinnar þau tæp-
lega 30 ár, sem hann hefur
spilað fyrir dansi hér fyrir
vestan. Baldur tók því vel,
náði í myndaalbúmið og fór
síðan að rifja upp gamlar
minningar.
—Ég byrjaði að spila á
sveitaböllum í Hnífsdal og
inni í Djúpi rétt eftir ferm-
ingu, sagði Baldur. Ég spil-
aði á harmoníku og við vor-
um yfírleitt tveir, sem skipt-
umst á að spila. Inni í Djúpi
vorum við alltaf saman, ég
og Dóri Víglunds, og spiluð-
um til kl. 4-5 á næturna.
Það var alltaf hörkustemn-
ing á þessum sveitaböllum
og ég minnist þess, að Sjó-
mannavalsinn, sem Sigurð-
ur Ólafsson söng, var lang-
vinsælastur á þessum tíma.
Þarna var samankomið allt
Annáll...
því segja að undirbúningur til
byggingu nýs íþróttahúss hér á
ísafirði, sé aftur kominn á stað,
og er vonandi að ekki verði stað-
ar numið fyrr en hér er risið
glæsilegt íþróttahús sem verður
okkar bæ örugglega mikil lyfti-
stöng á fleiri sviðum en íþróttaaf-
rekum.
SUNDHÖLL - ÍÞRÓTTAHÚS
Það eru 35 ár síðan byggð var
sundhöll hér á ísafirði. Isfirðingar
voru því langt á undan flestum
öðrum landsmönnum með að fá
glæsilega innisundlaug. Á þeim
tíma er sundlaugin var byggð
voru ekki gerðar þær kröfur til
slíks mannvirkis eins og í dag. Því
vantar okkur hér ýmislegt til þess
að notkun sundhallarinnar verði
eins og hún þarf að vera, svo sem
heita potta (setlaug), gufubað,
sólbaðsskýli, aðstöðu fyrir leik-
fimisæfingar sundgesta, ljósa-
bekki og lyftingaaðstöðu.
Árið 1972 lét þáverandi sund-
hallarforstjóri, Gísli Kristjánsson,
teikna stækkun við sundhöll og
íþróttahús, þar sem hugsað var að
koma fyrir því sem talið er upp
hér áður, en ekkert hefur skeð í
þeim málum.
Á síðasta ári var samþykkt af
bæjarstjórn að hefja lagfæringar í
sundhöll og voru baðklefar alveg
endurnýjaðir. Nú á þessu ári,
1981, voru svo baðklefar endur-
nýjaðir í íþróttahúsi. Báðar þessar
framkvæmdir koma sé vel og
voru orðnar nauðsynlegar, en bet-
ur má ef duga skal, það þarf því
endilega að móta stefnu í þessum
uppbyggingarmálum við sund-
höllina til þess að hún sem slík
nýtist eins og þarf, því sundhöllin
getur enn staðið undir þeim kröf-
um sem gerðar eru, ef hún fær þá
hluti sem þar þurfa að vera í dag.
FÉLAGSSTARFSEMI
Félagsstarfsemi innan f.B.I.
hefur verið í daufara lagi þetta
árið svo sem undanfarin ár. Eink-
um hafa stærstu félögin á ísafirði
starfað lítið, sem hefur leitt af sér
tilfærslu starfsins til sérráðanna,
knattspyrnuráðs og skíðaráðs,
sem hafa á undanförnum árum
og ekki síst á þessu ári starfaði
mjög vel.
Á s.l. vori gekkst Í.B.f. fyrir
félagsmálanámskeiði, sem Björn
Helgason, íþróttafulltrúi, skipu-
lagði. Reynir Karlsson, þáverandi
æskulýðsfulltrúi, leiðbeindi þátt-
takendum og þótti námskeiðið
takast hið besta. Er nú ætlunin að
gera slíkt námskeiðahald að föst-
um lið á næstu árum.
Að lokum er vert að ítreka við
alla þá, sem áhuga hafa. á iþrótt-
um að ekki er nægilegt að vinna
eingöngu að uppbyggingu ytri að-
stöðu til íþróttaiðkunar, heldur
verður einnig hver og einn ein-
staklingur að þroska með sér
þann félags- og íþróttaanda, sem
öll íþróttastarfsemi stendur og
fellur með.
Guðmundur Jóhannsson, íþróttamaður ársins á Isafirði. Myndin
er tekin við afhendingu heiðursverðlauna og eru foreidrar Guð-
mundar með á myndinni.
IÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Guðmundur Jóhannsson, skíðamaður, var kosinn íþróttamaður
ársins 1980. Var honum og forystumönnum íþróttamála og öðrum
gestum haldið veglegt hóf í Félagsheimilinu í Hnífsdal, af bæjarstjórn
ísafjarðar, þar sem Guðmundi var afhentur farandbikar er sæmdar-
heitinu fylgir það ár er hann er valinn, einnig sérstakt viðurkenningar-
skjal og ákveðin verðlaunaupphæð í peningum.
Guðmundur Jóhannsson var einróma kosinn, enda árangur hans á
skíðamótum vetrarins 1980 mjög góður, einnig þótti Guðmundur vel
að sæmdarheitinu kominn sakir prúðmennsku og góðrar framkomu,
bæði í leik og starfi.
Þetta var í fyrsta sinni sem íþróttamaður ársins var valinn samkvæmt
nýrri reglugerð sem bæjarstjórn Isafjarðar lét semja fyrir sæmdarheitið
íþróttamaður ársins fsafirði.
Fyrsta hljómsveitin.
yngra fólkið í sveitinni. Til
þessara dansleikja var þann-
ig stofnað, að unga fólkið
ákvað með litlum fyrirvara
að slá upp balli og fékk
einhvern til að spila.
Ég hef alltaf haft áhuga á
músík, en ég hafði nánast
engin kynni af hljóðfærum
fyrr en ég var ellefu eða tólf
ára gamall. Þá kom ég á
gamalt verkstæði í Hnífsdal,
skátaheimilið svonefnda.
Þar var orgel og ég fór að
fikta við það. Síðan keypti
eldri bróðir minn, Gunnar,
sér harmoníku og ég var
alltaf að stelast í hana.
Seinna keypti ég mér dansk-
an harmoníkuskóla, sem var
nokkuð kominn til ára
sinna, og þannig lærði ég
nóturnar smámsaman.
Gömlu dansarnir voru allir
á nótum og maður var alltaf
að spila þetta.
Á þessum árum var Villi
Valli með einu hljómsveit-
ina á Isafirði ásamt Adda
Tryggva. En fyrsta hljóm-
sveitin sem ég spilaði í var
með Kalla heitnum Tomm
og Karli bróður mínum. Við
spiluðum gömlu dansana í
Gúttó. Hljómsveitin hét
BKB, en nafngiftin var
þannig til komin, að Bæring
bakari Jónsson byrjaði fyrst
að spila með okkur en hætti
síðan. Gömlu dansarnir
voru á tveggja vikna fresti í
Gúttó og það var jafnan
talsverður viðburður í bæj-
arlífinu. Þá var miklu meira
um það, að menn komu af
dansgólfinu og fengu að
„taka í“, eins og það kallað-
ist, þ.e. spila með hljóm-
sveitinni. Það voru margir
liðtækir spilarar, sem
spreyttu sig þannig með
okkur og þetta mæltist vel
fyrir.
MINNA DRUKKIÐ I
GAMLA DAGA
—Það var alltaf eitthvað
um slagsmál á böllum í
gamla daga, hélt Baldur á-
fram. Drykkja var töluverð,
en mér finnst hún ekki hafa
breyst til batnaðar nema
síður sé. I Hnífsdal t.d. var
ekki drukkið eins mikið á
böllunum - allavega fór það
leyndara. En meginmunur-
inn var kannske sá, að kven-
fólk drakk miklu minna en
nú tíðkast. Menn höfðu
kannske til siðs að fara út-
undir vegg, snafsa sig og
koma svo inn aftur. En það
þótti skömm að því í Hnífs-
dal að vera mikið fullur á
balli. Það voru ekki nema
örfáir menn sem gátu leyft
sé það.
I Hnífsdalnum voru það
aðallega heimamenn sem
komu á böllin. Fólk kom
ákaflega lítið héðan frá ísa-
firði. Kvenfélög og önnur
samtök stóðu fyrir þessum
böllum og Hnífsdælingar
fjölmenntu og vildu helst
ekki fá neina aðra að. Þetta
var líka alveg nóg, því húsið
var svo lítið. Það var orðið
troðfullt, þegar 60-70 manns
voru komnir inn. Við spiluð-
um náttúrulega þau lög,
sem vinsæl voru á þessum
tíma. Erla Þorsteinsdóttir,
söngkona, var upp á sitt
besta um þær mundir og
lagið hennar hugljúfa
„Draumur fangans“ var í
miklu afhaldi hjá fólki.
Smekkur manna var
kannske rómantískari en nú
gerist. Svo voru auðvitað
gömlu dansarnir og fólkið
fór í marsana af miklum
krafti og þessu var öllu
stjórnað af röggsemi. Það
var dálítið mikið um það í
Hnífsdal.
GUNNAR HÓLM KEM-
UR TIL SKJALANNA
—Síðan varð sú breyting
á, að Gunnar Hólm, sem
núna er með Villa Valla,
kom til okkar og fór að
syngja með okkur. Við fór-
um á þessum tíma í hljóm-
leika- og sýningarferð með