Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 17

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 17
vestfirska [ 1 mCTTABLADIS 17 Framhaldsfundur var svo haldinn 19. janúar 1941, en þar lagði nefnd sú, er kosin hafði verið 3. janúar, fram lög sem síðan voru borin undir atkvæði fundarmanna og samþykkt í einu hljóði, eins og komist er að orði í fundargerðinni. Fyrstu stjórnarnefndar- menn voru: Páll Pálsson, formaður, meðstjórnendur Elías Ingimarsson og Hjört- ur Guðmundsson. í vara- stjórn voru kosnir Ingimar Finnbjörnsson sem varafor- maður, Jóakim Pálsson og Magnús Guðmundsson, meðstjórnendur. Endur- skoðendur voru kosnir Einar Steindórsson og Þórður Sig- urðsson. Þar með er Hrað- frystihúsið h.f. formlega 1933 og ’34. Hús þessi voru mjög rammbyggileg, enda byggð af vel þekktum tré- smiði þeirra tíma, Ólafi Andréssyni, en hann kostaði kapps um að smíða aðeins úr nýju byggingarefni. Sölu- verð þessara húsa var að mig minnir tíu þúsund hvort. Á fundi sem haldinn var 20. desember 1941, skýr- ir framkvæmdastjóri frá því, að byggingarkostnaður, þar með taldar vélar, sé orðinn kr. 149 þúsund. Innifaldir í þessu eru vextir yfir bygg- ingartímabilið. Vélar höfðu verið keypt- ar, ein frystivél ásamt mót- or, eitt frystitæki og auk þess ker með frystilegi í. Fiskur- inn sem frystur var í þessu keri, var látinn í stálhylki, Viðmnlandi okkar, Elnar Steindórsson, hefur nú fimm um átt- rætt. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins hf. frá 26. maí 1946 til 7. janúar 1977, eða rösk 30 ár. stofnað. Þá gerist það næst, að stjórnin felur Jóni Jóns- syni, trésmiði á Flateyri, að annast byggingarfram- kvæmdir við húsið og inn- kaup á vélum og öðru því efni sem þarf til fyrirhugaðr- ar framkvæmdar við hrað- frystihússbygginguna, allt í samráði við stjórnina. Þá var Elíasi Ingimarssyni falið að annast allar daglegar framkvæmdir viðkomandi undirbúningi og fram- kvæmdum þessa máls.“ Þarna er þá orðið ljóst, að þessi framkvæmd ætlar að verða að raunveruleika? ,Já, og þegar hér er kom- ið sögu, ákveður stjórnin að hefja innköllun á lofuðu hlutafé og var framkvæmda- stjóranum falið það, og einnig að gefa bráðabirgða- kvittanir fyrir innborguðu hlutafé. Ég tel rétt að geta þess hér, að vísir eða hluti að byggingu Hraðfrystihúss- ins voru tvö saltfiskhús úr timbri, átti ég annað þeirra, en Elías Ingimarsson hitt, en hús þessi höfðu verið byggð þeim lokað og þau sett niður í kerið. Ég man hins vegar ekki hversu mörg stálhylki kerið tók eða hversu lengi þau voru látin vera í kerinu, þar til fiskurinn yrði full- frystur. Þegar hér var kom- ið, hafði aðeins verið byggð- ur einn geymsluklefi fyrir frystan fisk og auk þess voru byggð í honum geymsluhólf fyrir ýmis matvæli og hólfin leigð almenningi til afnota.“ Hvernig var tæknin þegar þú tekur við framkvæmda- stjórastöðunni? „Það voru tvö frystitæki og tvær frystivélar. Seinni vélin var keypt 1945 og ann- að tækið. Klefarnir voru ein- angraðir með torfi og það torf var keypt norður í Grunnavíkurhreppi og var af eyrunum á Leiru. Var það keypt af Hallgrími Jóns- syni á Dynjanda og Tómasi Guðmundssyni, bónda og hreppstjóra í Kjós. Ég held að öll frystihús hér í kring hafi verið einangruð með torfi á þeim tíma.“ Ingimar Finnbjörnsson Fiskmarkaðir á þessum tíma fyrir frystan fisk, hver keypti? „í stríðinu var allur fiskur seldur Bretanum, hann gekk fyrir kaupum á fiski, íshúsið tók þó alltaf svolítið, en af- köstin voru svo lítil, það var ekki hægt að anna miklu. En hvaö snertir sölu á frystum fiski, þá minnist ég þess fyrsta sumarið sem ég var við stjórn fyrirtækisins, Jóakim Pálsson 1946, að þá var von á rúss- nesku skipi, en það dróst eitthvað í þrjár vikur að þetta skip kæmi. Þetta var gríðarstórt skip og það var talið til efs, að það myndi fljóta hér inn Sundin. Það tókst nú hins vegar og það kom hér að bryggju og tók mikið af fiski. Ég minnist þess, að eina nótt er ég vak- inn, og kominn var Þórir Bjarnason, bílstjóri, og sagð- Elías Ingimarsson ist vera með Rússa í bílnum. Ég klæðist fljótt og segi Þóri að ég verði að hringja fyrst í verkstjórann Ingimar. Við lögðum svo af stað og sótt- um Ingimar, hann var tilbú- inn á tröppunum. Við kom- um svo niður í íshús, Rúss- arnir voru mjög fínir, með hanska á höndum og í fín- um frökkum. Svo þegar í fiskigeymslurnar er komið, m-------------------------► Úr Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal Hraðfrystihús fshúsfélags Bolungarvikur Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna er fráis og óháð félagssamtök hraðfrystihúsaeigenda, stofnuð árið 1942 í þeim tilgangi að sjá um eftirfarandi fyrir félagsaðila: ★ Tilraunir með nýjungar í framleiðslu. ★ Sölu hraðfrystra sjávarafurða. ★ Markaðsleit. ★ Innkaup nauðsynja.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.