Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 2
Ungmennadrykkja við Gljúfrastein Morgunblaðið/Arnaldur Drykkja Fundist hafa sundskýlur, bjórdollur og sígarettupakkar við laug- ina. Forstöðumaður safnsins segir laugina lokaða, enda sé hún safngripur. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Ungmennadrykkja gerir safnvörð- um Gljúfrasteins, heimilis stór- skáldsins Halldórs Laxness, lífið leitt. Fundist hafa sundskýlur, bjór- dollur, sígarettupakkar og fleira við sundlaugina bak við safnið á björt- um sumardögum síðustu árin eftir skemmtanahald ungmenna. Guðný Dóra Gestsdóttir, for- stöðumaður safnsins, segir þetta sem betur fer ekki algengt, en þau hafi samt sem áður ráðfært sig við lögregluna og sett upp skilti, á hverju stendur að það sé stranglega bannað að fara í sundlaugina. Sett- ar hafa verið upp öryggis- myndavélar og á svæðinu er starf- rækt nágrannavarsla, en samt laumast fólk bak við húsið í sund- laugina eftir lokun safnsins. „Við höfum ekki tök á að vakta þetta all- an sólarhringinn,“ segir Guðný. Hún segir að í nokkur skipti hafi lögreglan verið fengin til að smala upp úr lauginni. „Hættan í þessu er sú, eins og lögreglan sagði þegar hún gerði úttekt á þessu, að við vilj- um ekki koma á mánudagsmorgni og sjá einhvern meðvitundarlausan í sundlauginni eða á bakkanum.“ „Þeir voru allsberir“ Nokkur tilvik hafa verið ein- kennilegri en önnur. Að sögn Guð- nýjar hafði lögreglan samband við nemendur í Verzlunarskólanum sem höfðu tekið upp tónlistar- myndband í lauginni. „Þeir voru all- ir allsberir. Þetta er fyndið í aðra röndina en þetta er ekki það sem við viljum,“ segir Guðný. Þá voru nokkur ungmenni gripin í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram, þegar þau tóku mynd af sér með bjór- kassa í lauginni og merktu á mynd- ina að þau væru við Gljúfrastein. Guðný leggur áherslu á að safn- inu sé sýnd virðing. Hún skilur að þetta sé freistandi á sumarkvöldum, en beinir þeim tilmælum til fólks að fara ekki í sundlaugina, enda er hún sýningargripur og aðgangur að henni stranglega bannaður.  Laumast í sundlaugina bak við húsið 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samgönguyfirvöld hafa ekki sýnt því áhuga að fjölga skipsferðum til Vest- mannaeyja á álagstímum umfram þær sem Herjólfur siglir og niður- greiddar eru af Vegagerðinni. Sigurmundur Einarsson hjá Vik- ing Tours í Vestmannaeyjum segir mikla þörf á bótum í samgöngum til Vestmannaeyja. Farþegafjöldi Herj- ólfs hefur mikil áhrif á samgöngunet heimamanna og segir Sigurmundur Herjólf ekki anna fjölda ferðamanna á álagstímum. Viking Tours býður skoðunarsigl- ingar um náttúru Vestmannaeyja en hefur áður sinnt siglingum til Land- eyjahafnar þegar þörf hefur krafið. Tilbúnir að fjölga sætum Vegagerðin annast útboð um rekstur reglulegra ferða til Vest- mannaeyja og greiðir niður kostnað þeirra samkvæmt fjárlögum. Sigur- mundur segir Viking Tours hafa gert samning við Vegagerðina um flutn- inga milli lands og Eyja síðasta vet- ur, sem runnið hafi út í vor. Þrátt fyrir að fjárhæð niðurgreiðslunnar samkvæmt fjárlögum hafi aðeins verið nýtt að helmingi hafi ekki þótt tilefni til að framlengja samninginn. „Síðastliðið ár höfum við siglt hér á milli. Í vor buðum við Vegagerðinni að sigla daglega tvær ferðir á álags- tímum og leysa þannig vandamálið með því að bæta við 87 sætum. Það var enginn áhugi fyrir því að fjölga ferðunum,“ segir hann. Auk reglulegra ferða í vetur hefur Viking Tours boðið upp á ferðir á sérstökum álagstímum á sumrin í kringum Orkumótið í Eyjum og Þjóðhátíð. Sigurmundur segir mark- aðinn ráða ferðum sem þessum. „Ferðir sem eru ekki á vegum Vega- gerðarinnar eru ekki niðurgreiddar. Þær borga sig ekki nema um hópa sé að ræða,“ segir hann. Ekki ósvipað Ártúnsbrekku Sigurmundur segir fjölgun ferða Herjólfs ekki vera langtímalausn vandans. Álagstímarnir séu tvisvar á dag, á morgnana og seinnipartinn. „Þörfin felst í meiri flutningum tvisvar til þrisvar á dag. Það þyrfti stærra skip til að flytja fjöldann á álagstímunum,“ segir hann og bætir við að Herjólfur sé í eðli sínu ekki ólíkur Ártúnsbrekku í Reykjavík, nýtingin sé ekki sú sama allan dag- inn, þó þurfi að anna umferðinni á álagstímum.  Farþegafjöldi hefur áhrif á heimamenn  Ekki áhugi á nýjum samningi við Viking Tours  Heimild í fjárlögum til niðurgreiðslu ferðanna ekki fullnýtt Enginn áhugi á fjölgun ferða Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimaey Viking Tours hefur áður boðið ferðir milli lands og Eyja en Vega- gerðin sýndi ekki áhuga á endurnýjun samnings þrátt fyrir sumarálagið. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Í sumar ekur hótel á íslenskum vegum um land allt. Er það hið svo- kallaða rúllandi hótel. Þar er búið að sameina skoðunarferðir og gist- ingu en í rútunni eru tuttugu gisti- pláss. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi tegund þjónustu býðst hér á landi. Tvær slíkar rútur eru nú á Ís- landi og bjóða hvor upp á sína ferðaleiðina. Annars vegar 15 daga ferð hringinn um landið en í hinni er farið með Norrænu frá Dan- mörku og til Seyðisfjarðar, þaðan að Öskju, þá til Hornafjarðar og yf- ir Suðurlandið, loks að Geysi og ferðinni lýkur við Bláa lónið. Það er ekki ókeypis að fara í þessar ferðir en fyrri ferðaleiðin kostar 2.690 evrur eða um 400 þúsund íslenskar og sú seinni 2.790 evrur eða um 410 þúsund íslenskar. Í ár munu rút- urnar tvær samtals fara í sex ferð- ir, tvær hringferðir og fjórar Nor- rænuferðir. Rúllandi hótel óalgeng á norðlægum slóðum Það er þýskt ferðaþjónustufyr- irtæki, Rotel Tours, sem á og rekur rúturnar en þær eru starfræktar víðsvegar um heim. En að sögn starfsmanns fyrirtækisins, Peter Hoeltl, eru rúturnar yfirleitt stað- settar sunnar í veröldinni þar sem heitara er en fyrirtækið býður m.a. upp á ferðaleiðir í Kenía, Tyrklandi og Ástralíu. Fyrirtækið er í sam- starfi við íslenskt ferðaþjónustufyr- irtæki, Guðmund Jónasson, og fær ferðaþjónustuleyfið útgefið í gegn- um það samstarf. Peter Hoeltl segir Rotel Tours hafa verið í ferðaþjónustu hér á landi síðan árið 1972 og að á vet- urna bjóði það upp á norðurljósa- skoðunarferðir en þá sé ómögulegt að notast við hótelrúturnar vegna þess að of kalt sé í veðri. Rotel To- urs hyggst áfram stunda ferðaþjón- ustu á Íslandi og hótelin rúllandi munu áfram sjást á þjóðvegum landsins á næsta ári. Rútuhótelið keyrir hringinn um landið  Borga 400 þúsund krónur fyrir tveggja vikna gistipláss í rútuhótelinu Morgunblaðið/Þorsteinn Ásgrímsson Hótelrútan Tuttugu gistipláss eru í hótelrútunni en samtals verður farið í sex ferðir í sumar á tveimur ferðaleiðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á mikið magn e-taflna í íbúðarhúsnæði í umdæminu í lok síð- asta mánaðar, en talið er að þær hafi verið framleiddar í öflugri pressu, svokallaðri töflugerðarvél, sem er nú sömuleiðis í vörslu lögreglunnar, samkvæmt því sem fram kemur í til- kynningu frá embættinu. Lagt var hald á töflugerðarvélina á öðrum stað innan höfuðborgar- svæðisins. Þá hafa fimm karlar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar, sem að sögn lögreglu var umfangs- mikil. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og eru tveir enn í haldi lögreglu. Embættið getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, að því er segir í tilkynningunni. Lögðu hald á e-töfluvél Morgunblaðið/Kristinn E-töflur Fimm hafa verið hand- teknir og tveir eru í haldi lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.