Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
✝ Erlingur Ís-leifsson fædd-
ist á Ytri-
Sólheimum í Mýr-
dal 11. maí 1931.
Hann lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 8. júlí
2015.
Foreldrar hans
voru Ísleifur Erl-
ingsson, f. 7.8. 1893
á Kaldrananesi í
Mýrdal d. 19.11. 1966 og Lilja
Tómasdóttir, f. 3.8. 1906 í Vík í
Mýrdal d. 5.8. 1973. Systkini Er-
lings eru Hallbera f. 1934, Mar-
grét f. 1942 og Tómas f. 1948.
Erlingur ólst upp á Ytri-Sól-
heimum og var bóndi þar til árs-
ins 1977. Bústörfin urðu hlið-
arstarf og árið 1967 hóf hann að
vinna hjá Jarðborunum ríkisins
og vann hann næstu árin, jafnt
við rannsóknarboranir vegna
virkjana á Þjórsársvæðinu og
heitavatnsboranir víða um land,
allt til ársins 1982. Síðla vetrar
árið 1973 fór Erlingur til
Vestmannaeyja og vann þar
bæði við hraunkæl-
ingu og á rafvéla-
verkstæði. Árið
1982 keypti hann
steinsögunarvél og
hóf sjálfstæðan
verktakarekstur.
Fyrst einn og síðar
með ágætum fé-
laga.
Erlingur varð
fyrir vinnuslysi árið
1992, þegar stein-
blokk féll á hann. Hann hlaut
varanlega örorku á fæti fyrir
neðan hné. Í kjölfar slyssins seldi
hann sinn hlut í fyrirtækinu og
stundaði ekki reglubundna
vinnu eftir það. Á næstu árum
tók hann að sér að skrá virðis-
aukaskýrslur bænda hjá endur-
skoðunarskrifstofu og greip
hann í þau verk til ársins 2012.
Erlingur hafði yndi af tónlist
og söng í kórum um langan ald-
ur.
Útför Erlings fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 15.
júlí 2015, kl. 13. Jarðsett verður
á Ytri-Sólheimum síðdegis.
Erlingi, bróður mínum, var
margt vel gefið í vöggugjöf.
Skólagöngu hans lauk við lok
barnaskóla, en hann syrgði að
hafa ekki farið áfram í skóla.
Minni hans var trútt. Ungum
var honum falið að endursegja
heyskaparfólki fréttir Ríkisút-
varpsins á heimsstyrjaldarárun-
um. Ég heyrði hann rifja upp
nokkrar sögur pabba, að mér
fannst orðréttar. Hann var fljótur
að læra og greip vísu ef hann
heyrði hana einu sinni og gat
varðveitt í minni sér. Erlingur
var hafsjór af lausavísum og kall-
aði ein vísan á þá næstu þegar
hann fór að segja frá.
Ég minnist þess að hafa hlust-
að á mömmu hvetja hann til að
gera vísur. Þá tók hann því fjarri.
Hugur hans stefndi annað. Á
seinni árum hafði hann gaman af
því að setja saman vísur og orti
undir mörgum háttum.
Erlingur var smiður á járn og
tré. Höndin var styrk og rafsuða
lék í höndum hans. Í vetur sagði
hann við mig: „Ég hefði getað
orðið ágætur bátasmiður.“ Ég
svaraði honum að bragði og sagði:
„Manstu þegar þú skeftir exina?“
Þrettán ára horfði ég á hann taka
hlaupastelpubrot úr eik og
höggva til með skaröxi. Ég vissi
að hann handlék sjaldan slíkt
verkfæri. Verkið lék í höndum
hans. Hann var svipstund að
höggva skaftið til. Þá skyggndi
hann skaftið og sagði: „Það er
engin þörf að hefla það.“ Öxin
með skaftinu ber verkinu enn
vitni.
Erlingur var sterkbyggður,
meðalmaður á hæð með fallega
hönd. Engan hef ég séð leika eftir
honum að taka baðvigt og kreista
hana í 120 kg, bíða þannig góða
stund og bæta þá 40 kg við. Þær
hendur höfðu góða blóðrás. Í
slagveðri tók hann mína vinnu-
hanska, blauta, vatt, þurrkaði á
höndum sér og rétti mér þurra
hálftíma síðar.
Erlingur var rökvís og fáir
stóðu honum á sporði í hugar-
reikningi. Á það bæði við um flýti
og þyngd verkefna. Orðadæmi
með tveimur óþekktum breytum
leysti hann í huganum. Hann var
ágætur eðlisfræðingur og hafði
gaman af að leysa dæmi þar um.
Eðlisfræði borholu verðskuldar
fulla virðingu. Á andvökunótt á
frívakt við borun notaði hann
orkulögmálið við að útleiða jöfnu
til að reikna afl holu út frá þrem-
ur hitamælingum og einni magn-
mælingu. Mér er ekki kunnugt
um hvort sérfræðingar hérlendis
notuðu aðferðina fyrir þann tíma.
Síðar varð Erlingur slunginn við
að smíða í töflureikni reiknilíkön
með rökföllum.
Erlingur var tónlistarunnandi.
Tóneyrað var glöggt og hann
hafði „góða tenórrödd með falleg-
um blæ“ var umsögn menntaðs
einsöngvara. Raddsviðið var mik-
ið og hann átti til einsöngstakta,
sem ég harma að ekki eru varð-
veittir. Mér eru í barnsminni
konsertar Erlings og Grétu syst-
ur á meðan þau mjólkuðu kýrnar.
Þar söng hann bæði Kirkjuhvol
og Sverri konung. Stundum greip
hann í orgelið til að æfa tenórinn
fyrir kóræfingu. Þá átti hann til
að segja, „það er fallegur bassi í
laginu“ og spila það aftur og
syngja bassann. Á góðum stund-
um naut hann þess að syngja með
vinum og sveitungum til dæmis í
lok þorrablóts. Eftir sextugt var
hann liðtækur félagi í öðrum
bassa Karlakórsins Stefnis,
Söngfélagi Skaftfellinga og
kirkjukór Árbæjarkirkju.
Kveðja frá okkur Sigrúnu.
Tómas Ísleifsson.
Í dag er kvaddur kær frændi.
Hann hefur alla tíð verið hluti af
lífi mínu. Ég var í sveit á Sólheim-
um í mörg sumur sem barn og sá
hann um búskapinn fyrst með afa
og ömmu og eftir að afi dó voru
þau þar hann og amma og Tommi
yfir sumartímann. Vorið sem ég
var 7 ára fór ég snemma í sveit-
ina, þar voru amma og Erlingur.
Sauðburður stóð þá yfir, eitthvað
sem aldrei gleymist. Eftir að afi
dó var alltaf mikill spenningur
þegar amma og bræður mömmu
komu til Vestmannaeyja að vera
með okkur á hátíðum.
Þegar ég byrjaði að búa hafði
hann nýlega keypt sér íbúð í
Reykjavík og vann þá sem bor-
maður hjá Orkustofnun, og átti
frí þriðju hverja helgi, bauð hann
mér og kærasta mínum að búa í
íbúðinni sinni, leigan var mjög
sanngjörn í byrjun og hækkaði
aldrei þau 4 ár sem við bjuggum
þar. Þegar eldri sonur minn
fæddist gaf hann okkur 3ja mán-
aða leigu og fyrir það var hægt að
kaupa það sem þurfti fyrir barn-
ið.
Á yngri árum var hann afburða
söngmaður, en vegna starfa
sinna, fyrst við búskap og síðan
hjá Jarðborunum, sinnti hann því
ekki sem skyldi fyrr en hann
komst á miðjan aldur. Söng hann
í nokkrum kórum, auk þess sem
hann tók námskeið við Söngskól-
ann í Reykjavík. Hann söng lengi
með Söngfélagi Skaftfellinga,
einnig með Karlakórnum Stefni
og Kór Árbæjarkirkju. Þegar Er-
lingur hætti hjá Jarðborunum ár-
ið 1982 settist hann að í íbúð sinni
í Dúfnahólum og bjuggum við
alltaf í nábýli við hann. Eftir að
hann lenti í vinnuslysi árið 1992
fór að fækka ferðum hans austur
til systra hans á jólum og var
hann flest jól hjá okkur seinni ár-
in. Sonum okkar fannst eins og
mér áður að það væri partur af
hátíðum í fjölskyldunni að frændi
væri þar. Við fjölskyldan vorum
ein jól erlendis og þá spurði annar
sonur okkar „hvar verður Erling-
ur?“, vildi vera viss um að hann
væri á góðum stað.
Eftir vinnuslysið 1992 dreif
hann sig á nokkur námskeið hjá
Tölvuskólanum, stytti það honum
mikið stundir og vann hann
stundum við bókhaldsvinnu.
Hann var duglegur að halda sam-
bandi við fólk og fór gjarnan í or-
lof, bæði austur í sveitina sína og
norður að heimsækja frændfólk.
Síðustu ár hafa verið honum erfið
vegna veikinda. Hann sá að
mestu leyti um sig sjálfur, en var
þakklátur þeim sem sinntu hon-
um og aðstoðuðu við það sem
þurfti. Hann fylgdist vel með fjöl-
skyldumeðlimum og gladdist
þegar fjölgaði í fjölskyldunni.
Hann sagði við mig fyrir stuttu
þegar ég eignaðist sonardóttur
og yngri sonur minn varð faðir:
„Nú á Ari allt, já frænka mín, ég
veit hvað það er sem mig vantar.“
Það verður skrýtið að fá ekki
lengur símtölin frá honum eða
skjótast inn til hans, fá sér kaffi-
sopa og fara yfir lyfin. Þegar
hann slasaði sig illa á spítalanum
bar hann sig vel og tókst óhrædd-
ur á við það sem koma skyldi.
Hann vildi alls ekki að ég kæmi í
bæinn úr fríi og sagði við sjáumst
á fimmtudaginn, hér er vel um
mig hugsað. Ég kveð kæran
frænda sem skilur eftir stórt
skarð. Ég vil þakka öllum þeim
sem gáfu honum af tíma sínum,
hann var þeim þakklátur og talaði
oft um það.
Blessuð sé minning þín.
Þín frænka,
Lilja.
Erlingur Ísleifsson var eldri
bróðir móður minnar og fæddur
og uppalinn á Sólheimum í Mýr-
dal. Upp úr miðjum aldri flutti
hann til Reykjavíkur. Þar keypti
hann sér íbúð í Breiðholtinu þar
sem hann bjó sér fallegt heimili
sem gaman var að heimsækja.
Bjó hann þar til æviloka.
Fyrstu minningar sem ég á um
frænda minn eru frá Sólheimum
þar sem við dvöldum eitt sumar,
móðir mín, bróðir og ég. Ég var
fimm ára og amma Lilja, móðir
Erlings og mömmu, var þá enn á
lífi. Þeir bræður, Tómas og Er-
lingur, sáu um búskapinn og það
var mikið líf og fjör þar sem þau
frændsystkini mín, Lilja og Ísleif-
ur, voru líka í sveitinni. Þær eru
eftirminnilegar stundirnar á
kvöldin þegar Erlingur settist við
orgelið í stofunni og allir tóku
þátt í söng. Söngurinn átti stóran
sess í hans lífi alla tíð. Ég var
seinna með honum í Skaftfell-
ingakórnum en hann söng þar um
árabil. Erlingur hlustaði mikið á
sígilda tónlist sem var hans helsta
dægrastytting. Hann var höfðingi
og vildi gjarnan miðla til vina og
ættingja því besta sem hann
hlustaði á. Erlingur færði okkur
oft diska sem hann valdi af kost-
gæfni og bauð nærfólki sínu síð-
ustu árin til veislu og Vínartón-
leika í Hörpunni.
Hin síðari ár fór Erlingur jafn-
an eina ferð austur í Mýrdal yfir
sumarið og var ég svo heppin að
fara einu sinni með honum til að-
stoðar. Það var einstaklega gam-
an fyrir mig að njóta leiðsagnar
hans og frásagna af æsku hans og
ævi í Mýrdalnum.
Erlingur var alla tíð óskaplega
áhugasamur um allt sem við í fjöl-
skyldunni vorum að fást við og
fannst mikilvægt að unga fólkið
menntaði sig. Sjálfur var hann
ósáttur við að hafa ekki farið til
náms og lagði þeim mun meira
upp úr að verða sér úti um fróð-
leik um allt mögulegt. Má þar
fyrst nefna tónlistina, en hvað-
eina sem tengdist læknisfræði,
sagnfræði og jarðfræði var lesið
af áhuga og þekkingu. Raunar
var fátt mannlegt honum óvið-
komandi. Var stundum erfitt að
fylgja honum eftir þegar hann
vildi miðla vitneskju sinni af sín-
um einstaka eldmóð. Hann hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og átti auðvelt með að
deila þeim, en um leið hafði hann
húmor fyrir lífinu.
Frændi minn lenti í vinnuslysi
fyrir um aldarfjórðungi og hafði
það umtalsverð áhrif á hans
stöðu. Hann varð að selja fyrir-
tækið sem hann átti og aðlagast
breyttum aðstæðum sem hann
tókst á við með þrautseigju. Það
má segja að við frænkurnar, Lilja
og ég, yrðum í framhaldi af þessu
hans helsta stuðningsnet. Eftir
slysið fann hann sér ýmislegt til
afþreyingar, stundaði til dæmis
gönguferðir, vann bókhalds-
vinnu, las sér til fróðleiks og
fylgdist með þjóðmálum. Þrátt
fyrir að hafa lent í heilsufarsáföll-
um hin síðari ár, þá gafst hann
aldrei upp og tókst á við það sem
að höndum bar af einstakri elju
og lífsvilja. Og alltaf hélt hann
sinni reisn. Þannig tókst hann
líka á við sínar síðustu stundir.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
frænda minn að, þar sem ég
kynntist seiglu hans, trausti og
hlýju. Hann var mér mikil hvatn-
ing í hverju sem ég tók mér fyrir
hendur og mun ég ávallt minnast
hans.
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Vini mínum Erlingi Ísleifssyni
kynntist ég 1988 er við Kristín
eiginkona mín vorum að byggja
svalir við gamla húsið okkar og
gera þurfti hurðargat út á þær. Á
þessum tíma var Erlingur með
fyrirtæki sem sérhæfði sig í
steypusögun og var óskað eftir
því að hann tæki verkið að sér.
Erlingur og Kristín þekktust vel
því mikil og sterk nágrannatengsl
voru milli Sólheimabæjanna. Í
æsku Kristínar var hún nánast
daglegur gestur á heimili fjöl-
skyldu Erlings. Kristín naut þess
að heimsækja Lilju móður hans
en hún tók að sér það hlutverk að
segja barninu til um handavinnu
og annað það sem Lilja taldi að
ungar stúlkur þyrfti að kunna.
Áður en Erlingur tók sögunar-
verkið að sér þurfti ég að stand-
ast skoðun hans um að ég væri
verðugur sambýlismaður Kristín-
ar vinkonu hans. Ég stóðst þá
skoðun og upp frá því urðum við
perluvinir. Um jólin sama ár æxl-
uðust málin þannig að við
ákváðum að fara í skötuveislu á
Þorláksmessunni og þeim sið
héldum við í 26 ár eða allt til síð-
ustu jóla. Þótt Erlingur væri far-
inn að heilsu síðustu árin varð
aldrei messufall hjá honum, í
skötuna skyldi hann fara. Eftir
skötuátið fórum við heim í Græn-
umýrina þar sem Kristín hafði
lokið við að pakka þeim jólagjöf-
unum sem Erlingur ætlaði að
gefa um þau jól. Ég kem til með
að sakna þess að hafa ekki Erling
vin minn í næstu skötuveislu en
sú veisla verður haldin í minningu
hans.
Reglulega töluðumst við í síma
og gátu það orðið mjög löng sím-
töl. Umræðuefnið var allt milli
himins og jarðar en þó oftast eitt-
hvað tengt jarðborunum, seinni
heimstyrjöldinni, jöklum og jök-
ulhlaupum í Mýrdalnum og að
sjálfsögðu pólitík, en þar vorum
við sjaldan sammála. Ýmislegt
var látið fjúka og kom fyrir að
samtalið endaði í styttingi. Næst
þegar við hringdumst á voru allar
ýfingar gleymdar og fór vel á með
okkar þangað til komið var að
pólitíkinni. Erlingur var skoðun-
arfastur og stóð á sinni meiningu
þetta voru mjög sterk persónu-
einkenni hjá honum. Hann lét tíð-
arandann ekki hafa mikil áhrif á
skoðanir sínar og talaði umbúða-
laust fyrir þeim, var mikill lands-
byggðarmaður og vildi veg henn-
ar sem mestan.
Eiginkona mín, Kristín, átti
alltaf hauk í horni þar sem Er-
lingur var og bjátaði eitthvað hjá
henni var hann alltaf boðinn og
búinn að aðstoða vinkonu sína.
Hafðu þökk fyrir, Erlingur Ís-
leifsson. Við hjónin sendum
systkinum Erlings, sem nú
kveðja elsta bróður sinn, samúð-
arkveðjur.
Hringnum er lokað. Erlingur
verður jarðsettur á fæðingarstað
sínum við Ytri-Sólheima III. í
kirkjugarðinum við Sólheimakap-
elluna sem er í 100 metra fjar-
lægð frá fæðingarstað hans.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Jens og Kristín.
Erlingur Ísleifsson bormaður
er allur eftir skamma legu. Nú á
kveðjustund langar mig að minn-
ast hans með nokkrum orðum og
kveðja.
Erlingur var Skaftfellingur.
Röskur meðalmaður á hæð,
svarthærður á yngri árum, nokk-
uð þrekinn og karlmenni að burð-
um. Hann var söngmaður góður
og alltaf glaður í vinahópi. Ekki
varð honum svarafátt í rökræðum
og hafði gjarnan síðasta orðið, ef
hann vildi svo við hafa.
Erlingur var víða heima, mikill
reikningshaus og af leikmanni að
vera vel að sér í eðlisfræði. Jón
heitinn Einarsson (1932-1992),
kennari á Skógum undir Eyja-
fjöllum sagði mér vorið 1980, að
veturinn 1963-1964 hefði Erling-
ur komið vikulega á kennarastof-
una á Skógum. Erindið var ekki
bara að drekka kaffi, heldur einn-
ig að reikna dæmin, sem voru
kennd til landsprófs. Auðvitað
reiknaði hann rétt öll dæmin og
það í huganum því umsamið var
að ekki mætti hann nota blað og
blýant.
Erling þekkti ég vel frá haust-
inu 1970, þegar ég hóf störf á
skrifstofu Jarðborana ríkisins
(JBR) sem þá var undir Orku-
stofnun. Erlingur var bormaður
frá 1967 hjá Guðmundi Sigurðs-
syni (1926-1996), yfirverkstjóra.
Fyrstu árin var hann mest á
kjarnabor og/eða borstjóri á
Borro-bor við að kanna hversu
djúpt væri niður á klöpp. Mest
var borað með Borro á virkjunar-
svæðunum í nágrenni Þjórsár.
Borro er ekki líkur neinum öðr-
um jarðbor. Borstöngin er rekin
niður með lóði. Fjöldi högga á
hverja stöng upplýsir þéttleikann
í jarðveginum. Eftir því sem ég
best veit boraði Erlingur dýpstu
holuna hér á landi, sem boruð var
með Borro.
Erlingur og nokkrir aðrir bor-
menn fóru með Guðmundi yfir-
verkstjóra til Vestmannaeyja í
eldgosinu 1973. Hann var einn af
dælumönnunum sem tókst með
vatnskælingu að tefja hraun-
strauminn frá Eldfelli.
Heimsmarkaðsverð á olíu
hækkaði mikið haustið 1973 og
þar með öll húshitun í landinu. Yf-
irdrifið var að gera í áratug við að
bora eftir heitu vatni fyrir þétt-
býlissvæðin. Erlingur var lengi
bormaður á Glaumi og svo á
Narfa. Á þessum árum voru út-
höldin ströng, oft 17 daga löng og
fjórir dagar í frí. Mikill munur
varð þegar samdist um 11 daga
úthöld og þrjá daga í frí.
Erlingur var trúnaðarmaður
bormanna í kjarasamningum. Ég
man eftir Sólstöðusamningunum
vorið 1977, þegar Erlingur flýtti
fyrir með því að hjálpa þreyttum
reiknimeisturum samninga-
nefndanna að reikna í síðustu
samningalotunni.
Hann var mest með borstjór-
unum Karli Steinbergssyni frá
Stúfholti í Holtum og Þóri heitn-
um Sveinbjörnssyni (1936-2011)
frá Lyngási í Holtum. Erlingur
fór létt með að skrifa borskýrsl-
una fyrir sína vakt, gat um allt
sem skipti máli, og engin staf-
setningarvilla sást. Erlingur taldi
þá Guðmund yfirverkstjóra, Þóri
og Karl, meðal bestu vina sinna.
En ekki voru þeir Guðmundur
alltaf sammála um staðreyndir og
náttúrulögmál.
Eftir að Erlingur hætti hjá
JBR hafði hann gott samband við
vinnufélaga á gömlu Orkustofn-
un.
Erlingur hafði orð á því við mig
fyrir nokkru, að hann hefði von-
ast til að lifa Kötlugos en sagðist
nú efa að það rættist. Sú hefur
orðið raunin á. Guð blessi minn-
ingu Erlings Ísleifssonar.
Þorgils Jónasson.
Erlingur
Ísleifsson
Elsku Ella mín,
góða og trausta vin-
kona mín. Hér er
smákveðja til þín,
sem ert komin yfir í
sumarlandið, næstu
tilveru sem við fáum öll að fara
til að lokum. Þakka þér innilega
fyrir alla hlýjuna og alla söngv-
ana sem við sungum saman í
góðra vina hópi, gömlu íslensku
sönglögin, þú mundir alltaf alla
textana upp á hár. Ég minnist
þín þegar ég heyri þessi lög, til
dæmis lagið „Kvöldblíðan logn-
væra“ eftir Guðmund Guð-
mundsson. Það var svo gaman
Elín
Gunnarsdóttir
✝ Elín Gunnars-dóttir fæddist
15. mars 1933. Hún
lést 29. júní 2015.
Útför Elínar fór
fram 10. júlí 2015.
þegar þú giftist
Jóni móðurbróður
mínum. Þið bjugg-
uð á Gili með afa og
ömmu og það var
alveg einstaklega
gott að koma til
ykkar. Svo bættust
við fjölskylduna
fimm strákakrútt
og Sólrún, svo ynd-
islegur hópur og
allir voru til í að
syngja með. Söngurinn gleður
hjörtun og fyllir þau sólskini, sól
í hjarta og sól í sinni. Já, elsku
Ella mín, þið Jón hafið gefið
framtíðinni ómetanlegan fjársjóð
með afkomendum ykkar. Það
sem ég man helst er öll sú hlýja
og væntumþykja sem þið höfðuð
að gefa. Vertu sæl elskan. Hitt-
umst þegar ég flyt.
Ásdís Jónsdóttir.