Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 33
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Að sjálfsögðu verður Nexus með for-
sýningu á myndinni Ant-Man en
verslunin, sem sérhæfir sig í spilum
af öllum stærðum og gerðum, teikni-
myndasögum, ævintýrabók-
menntum og vísindaskáldsögum,
hefur boðið viðskiptavinum sínum
upp á frumsýningar á ævintýra- og
ofurhetjumyndum í að verða 20 ár.
„Ætli það séu ekki komin 20 ár frá
því fyrsta Nexusfrumsýningin var,
en við buðum til frumsýningar á Star
Trek: Generations,“ segir Gísli Ein-
arsson, eigandi Nexus. Sérstakar
frumsýningar fyrir viðskiptavini
búðarinnar komu til vegna tengsla
Gísla við bíóhúsabransann á Íslandi
en hann starfaði um tíma við að þýða
myndir og vissi hversu illa það færi
með gæði kvikmyndarinnar.
„Fyrir tíma starfrænu tækninnar
í kvikmyndagerð fór það mjög illa
með myndir að keyra þær í gegnum
textavélarnar. Við bjuggum við þann
vanda að þurfa að velja milli þess að
hafa fókusinn á myndinni örlítið
minni til þess að hægt væri að fókusa
á textan eða öfugt.“ Gísli vildi því
bjóða eldheitum aðdáendum mynda
á borð við Star Trek og oft á tíðum
þá einnig dyggum viðskiptavinum
Nexus upp á forsýningu án texta og
því í meiri gæðum.
Ósiður að hafa hlé á bíósýningu
Nexussýningar eru meira en bara
tækifæri til að sjá á undan öðrum
ævintýra-, vísindaskáldsögu- og of-
urhetjumyndir. Gísli leggur nefni-
lega upp úr því að skapa góðan anda
á sýningum og um leið innleiða betri
hegðun í bíóhúsum.
„Góð hegðun og skemmtileg upp-
lifun helst í hendur. Þess vegna legg
ég upp úr því að gestir á sýningum
okkar hjálpist að við að gera upplif-
unina sem besta fyrir alla. Það er
engin ástæða til að taka upp símann í
miðri sýningu, nema um neyðartilvik
sé að ræða. Þá er alls engin ástæða
til að vera að spjalla við sessunaut
sinn meðan á sýningu stendur. Það
eru fleiri að reyna að njóta mynd-
arinnar en þessir tveir sem sjá sig
knúna til að tala yfir allan salinn um
myndina og stundum eitthvað allt
annað og óskylt. Ég bið fólk að
leggja þann ósið til hliðar og leyfa
öllum að njóta myndarinnar.“ Gísli
lætur ekki staðar numið þar því
hann hefur einnig skoðun á hinu sér-
staka bíóhléi.
„Ég er alfarið á móti því að verið
sé að stöðva myndir til þess eins að
hleypa fólki út til að kaupa sælgæti
og gos. Að mínu mati skemmir þetta
upplifunina og þess vegna höfum við
þá reglu að hafa ekki hlé á sýningum
Nexus.“
Star Wars-myndin sem
allir eru að bíða eftir
Úrval kvikmynda í flokki æv-
intýra, vísindaskáldsagna og ofur-
hetjumynda hefur margfaldast á síð-
ustu árum og nú er svo komið að
sögn Gísla að kvikmyndaiðnaðurinn í
Bandaríkjunum treystir á þessar
myndir til að fá fólk í kvikmyndahús
enda vinsældir mynda í þessum
flokkum með eindæmum miklar.
„Þegar ég var að byrja með
Nexusfrumsýningar á nýjum mynd-
um var ekki sama úrval og í dag en
við hjá Nexus höfum alltaf reynt að
hafa 3 til 5 frumsýningar á ári. Núna
búum við bara við þann lúxusvanda
að geta valið á milli mynda.“
Ant-Man veður á dagskránni hjá
Nexus í kvöld en myndin er síðan
frumsýnd á morgun í almennri sýn-
ingu. Myndin sem allir virðast þó
vera að bíða eftir í ár er næsti kafli í
Star Wars.
„Við verðum með sérstaka Nexus-
forsýningu á Ant-Man í kvöld en
myndin er enn eitt dæmi um þá ein-
stöku stöðu sem við erum að upplifa í
dag, að bæði Marvel og DC keppast
um að koma með hverja ofurhetju-
myndina á fætur annarri. Það er svo
rétt að myndin sem allir eru að bíða
eftir er næsta Star Wars-mynd.
Eftirvæntingin er mjög mikil og við
munum fá fyrstu vörurnar tengdar
myndinni í september og að sjálf-
sögðu stefnum við á að vera með
Nexusfrumsýningu á Star Wars,“
segir Gísli en Star Wars fylgir auð-
vitað því að fólk mætir í búningum á
sýningu myndarinnar og segir Gísli
það skemmtilega viðbót og bæta
andrúmsloftið á myndinni.
Nexusfrumsýningar í tuttugu ár
Gísli Einarsson, eigandi Nexus, telur hlé á kvikmyndasýningum í bíóhúsum skemma upplifun sýn-
inga Hóf frumsýningar til að bjóða upp á meiri gæði og auka á ánægju viðskiptavina sinna
Morgunblaðið/Eggert
Frumsýning Nexus hefur undir forustu Gísla staðið fyrir fjölda frumsýninga í gegnum árin og skapað skemmtilega stemningu í kringum stórmyndir.
Morgunblaðið/Kristinn
Búningar Á Nexusfrumsýningu Star Trek Nemesis mættu margir
áhugasamir Trekkarar klæddir Star Trek-búningi á myndina.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
ARNOLD
SCHWARZENEGGER
EMILIA
CLARKE
SÝND MEÐ ENSKU TALI Í 2D
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D
EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Mauramaðurinn/Ant-Man
Paul Rudd fer með hlutverk ofurhetjunnar Ant-Man eða Mauramannsins í
samnefndri mynd í leikstjórn Peyton Reed. Rudd leikur þjófinn Scott Lang
sem valinn er af uppfinningamanninum Han Pym, sem leikinn er af Michael
Douglas, til að klæðast maurabúningi. Búningurinn gerir honum kleift að
stækka og minnka að vild og gefur honum ofurkrafta. Myndin verður frum-
sýnd á morgun, 16. júlí, en Nexus verður með sérstaka frumsýningu í kvöld.
IMDB: 81%
Rotten Tomatoes: 70%
Webcam
Vefmyndavélin eða Webcam verður frumsýnd í dag og fjallar um stelpu sem
fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og áhrif þess á sambönd hennar við
vini, ættingja og kærasta. Myndin er í leikstjórn Sigurðar Antons Friðþjófs-
sonar og helstu hlutverk eru í höndum Önnu Hafþórsdóttur, Telmu Huldu
Jóhannesdóttur og Ævars Más Ágústssonar.
Bíófrumsýningar
Maur Paul Rudd leikur nýjustu ofurhetjuna á hvíta tjaldinu.
Íslensk mynd og ofurhetja