Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Vegagerðarinnar að hann vildi fá
greitt fyrir notkunina á jeppanum.
Því var neitað og sagt að jeppinn
væri alfarið mál Björns. Hann gæti
bara elt trukkana sem voru að ferja
fólksbílana. Björn hætti þá að aka á
undan á jeppanum og fór að aka
rútunni en Ágúst aðstoðaði farþeg-
ana. Þannig fóru þeir tvær ferðir,
svo kom langt hlé vegna fárra far-
þega.
Áin breyttist
Eftir hádegið þann 12. júlí var
kominn hópur sautján farþega sem
þurfti að flytja austur yfir, þar af
voru tvö ung börn. Ural-trukkur fór
á undan með lítinn fólksbíl á pall-
inum.
„Ég sá að það var orðið lítið vatn
í fyrri kvíslinni, en áin getur breytt
sér. Við vorum á eftir Uralnum út í
austari kvíslina,“ sagði Björn. Hann
sagði að ekki mætti kúpla frá til að
skipta um gír þegar gírkassinn er
kominn í kaf, eins og þarna var. Þá
geta sandur og drulla farið á milli
og allt snuðað. „Ég sá að Uralinn
tók mikla dýfu þegar hann var að
fara upp á bakkann. Hann gaf í og
hnykktist rosalega til en hafði sig
upp. Þá voru góð ráð dýr. Ég gat
ekki stoppað og rekið í bakkgír. Við
Ágúst ákváðum að fara rúmlega bíl-
breidd neðar en Uralinn. Bíllinn
sökk að framan þegar við nálg-
uðumst bakkann. Ég gat ekki gefið
í vegna þess að þá hefði bíllinn
henst mikið til og það hefði skapað
mikla hættu fyrir farþegana, sér-
staklega börnin. Það gróf undan
bílnum á nokkrum sekúndum og
hann hallaðist sífellt meira.“
Björn sagði að framendinn á rút-
unni hefði ekki verið meira en um
þrjá metra frá bakkanum. Hann átti
von á að trukkarnir kæmu strax og
kipptu í rútuna. Fjögurra öxla
trukkur stoppaði og fóru menn á
honum að brasa við að losa fastan
spotta til að fara með út að rútunni.
Ágúst var þá kominn hálfur út um
glugga og veifaði spottanum sem
var tilbúinn fremst á rútunni.
Trukkmennirnir virtust ekki taka
eftir því. Enn gróf undan rútunni og
vatn var farið að flæða inn í hana.
Ágúst kom aftur inn og braut
glugga neyðarútganganna og að-
stoðaði farþega upp á þak til að
taka við börnunum. Björn sagði að
bíllinn hefði þá verið farinn að halla
um 40°. Hann fór aftur í bílinn og
hvatti farþegana til að halda ró
sinni, sem þeir gerðu. Björn hjálp-
aði fleirum upp á þak þangað sem
Ágúst var kominn.
„Þá sá ég að tvær jarðýtur og
veghefill voru á leiðinni. Ég reyndi
að öskra á þá á trukknum að koma
upp að mér til að taka fólkið yfir,“
sagði Björn. Hann drap á vélinni
áður en loftinntakið fór á kaf.
Björgunarsveitin kom á stórum
trukk að rútunni svo fólkið gat stig-
ið af rútuþakinu og yfir á björg-
unarbílinn.
Tugmilljóna tjón
„Ég gleymdist í rútunni og sat
upp í klof í köldu vatninu í nærri
hálftíma,“ sagði Björn. Um leið og
vélin stoppaði fór loftið af bremsun-
um svo 14 tonna þung rútan var í
bremsu. Stór ýta kom að rútunni,
Björn steig út á tönnina og komst
þannig í land. Stór beltagrafa dró
svo rútuna upp.
„Þá komst ég að því hvers vegna
það minnkaði svona í annarri kvísl-
inni. Þeir höfðu farið í að loka fyrir
þá kvísl ofan við okkur til að brúar-
smiðirnir gætu rekið niður staura.
Litla ýtan var send miklu ofar til að
bjarga landgræðslugarði,“ sagði
Björn. Þetta hafði hann eftir ýtu-
manninum.
Eftir óhappið voru fólksflutning-
arnir stöðvaðir. Verkstæðismenn
frá Vík komu og buðu þeim Birni og
Ágústi aðstoð við að koma rútunni
aftur í gang. „Okkur var sagt að
björgunarsveit væri á leiðinni, þyrl-
an og ég veit ekki hvað og hvað.
Þarna var loksins að koma það lið
sem átti að koma áður en ég byrjaði
að flytja fólkið,“ sagði Björn. Hann
fór til lögreglunnar og gaf skýrslu á
meðan Ágúst og verkstæðismenn-
irnir sinntu rútunni. Björn sagði að
ekki hefðu verið teknar aðrar lög-
regluskýrslur vegna atviksins.
Skipt var um smurolíu á rútunni
og hún gangsett eftir tvo tíma.
Björn sagði að þeir hefðu ætlað að
þurrka hana og hafa klára morg-
uninn eftir. Þá hringdi verkstæð-
isformaðurinn og spurði hvort svo
mikið lægi á. Hann hafði þá heyrt
að það væri búið að setja þá af verk-
inu og fá annan bíl til verksins.
Björn hafði strax samband við
Vegagerðina og fékk þetta staðfest.
„Við tókum þessu eins og hverju
hundsbiti og lögðum rútunni í Vík
og fórum heim,“ sagði Björn.
Hann sagði að þeir hefðu fengið
600.000 kr. frá Vegagerðinni, sem
sagði að það væri nóg greiðsla.
Björn áætlar að viðgerð á rútunni
sé komin í á þrettándu milljón. Þar
fyrir utan var ekki hægt að nota
rútuna í ferðir sem búið var að bóka
hana í. Hann metur heildartjónið,
með viðgerð, vinnutapi, áföllnum
kostnaði og vöxtum, yfir 30 millj-
ónir.
Ljósmynd/Hrafnhildur Inga
Allir björguðust Í rútunni voru 19 manns, 17 farþegar, þar af tvö lítil börn, bílstjóri og eigandi rútunnar. Bílstjórinn og eigandinn komu öllu fólkinu upp á
þak rútunnar um neyðarútgang. Öflugur vörubíll kom að rútunni þannig að fólkið komst í land. Bílstjórinn telur að koma hefði mátt í veg fyrir óhappið.
Hlaup hófst í Múlakvísl á mið-
nætti 9. júlí 2011 og eyðilagði
hlaupið brúna yfir kvíslina
snemma um morguninn.
Fljótlega hófst undirbúningur
að gerð bráðabirgðabrúar og
flutningi á fólki og bílum yfir
ána, enda ferðamannastraum-
urinn í hámarki. Bílaleigur
fengu stóra trukka til að ferja
bíla yfir fljótið.
Ferjuðu
fólk og bíla
HLAUP Í MÚLAKVÍSL 2011
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
BMW 320D F30
Nýskr. 07/2012, ekinn aðeins 8 Þ.km, diesel,
sjálfskiptur, leður, lúga og mjög mikið af flottum
aukabúnaði! Tilboðsverð 6.990.000. Raðnr.253805
BMW 520D XDRIVE F10
nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, diesel, sjálf-
skiptur mjög vel útbúinn stórglæsilegur bíll!
Tilboðsverð 8.990.000 kr. Raðnr.230069