Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Þjóðverjinn Wolf-gang Münchau, aðstoðarritstjóri Financial Times, skrifar í blaðið um málefni ESB og evr- unnar. Eins og margir aðrir áhuga- menn um ESB og evruna fer hann hörðum orðum um það „samkomulag“ sem gert var um liðna helgi við Grikki.    Í nýjustu grein sinni segir Wolf-gang Münchau: „Nokkur atriði sem mörg okkar tóku sem gefnum hlut, og sem sum okkar trúðu á, gufuðu upp á einni helgi. Með því að neyða Alexis Tsipras út í niður- lægjandi ósigur hafa kröfuhafar Grikklands gert miklu meira en að knýja fram stjórnarskipti í Grikk- landi eða setja samskipti þess við evrusvæðið í uppnám. Þeir hafa eyðilagt evrusvæðið eins og við höf- um þekkt það og lagt í rúst hug- myndina um myntsamband sem skref í átt að lýðræðislegu stjórn- málalegu sambandi.“    Münchau heldur áfram og segirað evrusvæðið sé orðið að „eitruðu fastgengiskerfi með sam- eiginlegri mynt, sem sé rekin í þágu hagsmuna Þýskalands og haldið saman með hótun um algera ör- birgð fyrir þá sem ögra kerfinu“.    Og Münchau bendir á að það séekki aðeins Grikkland sem hafi liðið fyrir evruna, myntin hafi verið „alger efnahagsleg hörmung“ fyrir Ítalíu. Hún hafi ekki heldur virkað fyrir Finnland, þrátt fyrir allar kerfisbreytingarnar sem þar hafi verið ráðist í, og alls óvíst sé að hún gangi upp fyrir Spán eða Portúgal. Í raun skili evran ekki efnahagslegum ávinningi fyrir neinn nema Þýskaland.    Hvað ætli íslenskir evrusinnarsegi um þessa greiningu? Evran: „Alger efna- hagsleg hörmung“ STAKSTEINAR Wolfgang Münchau Veður víða um heim 14.7., kl. 18.00 Reykjavík 12 skúrir Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 9 rigning Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 16 alskýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 skýjað Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 21 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 22 alskýjað París 26 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 18 skýjað Vín 23 alskýjað Moskva 18 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 38 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 31 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 22 skýjað Montreal 27 skýjað New York 25 alskýjað Chicago 26 skýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:41 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 3:07 24:12 SIGLUFJÖRÐUR 2:48 23:56 DJÚPIVOGUR 3:02 23:06 Agnes Sigurðar- dóttir, biskup Ís- lands, hefur ákveðið að skipa Höllu Rut Stef- ánsdóttur guð- fræðing í emb- ætti sóknarprests í Hofsóss- og Hólaprestakalli Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 18. júní síðast- liðinn. Alls sóttu sjö umsækjendur um embættið, sem veitist frá 1. ágúst næstkomandi. Auk Höllu Rutar sóttu eftirtaldir guðfræðingar um embættið: Arn- aldur Máni Finnsson, Elvar Ingi- mundarson, Fritz Már Berndsen Jörgensson, Kristinn Snævar Jóns- son, María Rut Baldursdóttir og Viðar Stefánsson. Biskup Íslands skipaði í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Val- nefnd skipuðu níu manns úr presta- kallinu auk prófasts. Á Hólum situr einnig vígslubiskupinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Nýr prestur á Hofsósi og Hólum  Tekur við embætt- inu hinn 1. ágúst Halla Rut Stefánsdóttir Þórshöfn | Konur á öllum aldri prýða heilan vegg í verslun Sam- kaupa á Þórshöfn en tilefnið er ald- arafmæli kosningaréttinda kvenna. Um er að ræða samstarfsverkefni fimm áhugaljósmyndara sem kalla sig Myndarlega klúbbinn. Hugmyndina átti Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og menningarfulltrúi, og var ákveðið að setja upp 100 myndir af konum sem tengjast byggðarlaginu. Aldursbilið er breitt og strax ákveðið að hafa myndir af yngsta og elsta kvenkyns- íbúa Langanesbyggðar á heiðurs- stað á veggnum. Yngsta stúlkan er sex mánaða en elsta konan er fædd árið 1917 og eru því tæp 100 ár á milli þeirra. Myndirnar verða á veggnum í Samkaupum um sinn en síðan er áformað að ný myndasería leysi konurnar af hólmi. Þrír með- limir klúbbsins á myndinni eru, f.v., Hilma Steinarsdóttir, Líney Sig. og Gréta. Sóley Vífilsdóttir og Guðjón Gamalíelsson voru fjarverandi. 100 myndir á vegg af konum á Langanesinu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kvennaveggur Þrír meðlimir Myndarlega klúbbsins við myndavegginn í Samkaupum ásamt Sóleyju Indriðadóttur verslunarstjóra, 2. frá hægri. Hér ræð ég Þú getur tjaldað úti í garði, inni í stofu eða við hliðina á tjaldi foreldra þinna á tjaldstæðinu og verið þinn eigin herra/frú í tjaldi hönnuðu af Tiger. Kastali fyrir krakka 3000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.