Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Fótfrá Rösk lipurtá, létt og kvik á fæti, sprettir úr spori og hleypur sem fætur toga á eftir einhverju áhugaverðu á Laugaveginum þar sem fólk er á stöðugum þönum allan guðslangan daginn.
Eggert
Þegar stjórnmálamaður lendir í
pólitísku öngstræti – rökin fyrir mál-
staðnum hafa reynst haldlítil – fellur
hann stundum í freistni. Hann setur
fram aðdróttanir, dylgjur, gerir and-
stæðingum sínum upp skoðanir, gef-
ur eitthvað neikvætt í skyn án þess
að fullyrða en klæðir í búning spurn-
inga.
Húsnæðisráðherra lenti í ógöng-
um með svokölluð húsnæðis-
frumvörp, sem allt kapp hafði verið
lagt á að næðu fram að ganga. Gagn-
rýni á húsnæðisbótafrumvarp ráð-
herrans var sérstaklega hörð, ann-
ars vegar vegna kostnaðar og hins
vegar vegna þess að með því hefði ís-
lensku húsnæðiskerfi verið umbylt.
Sá er hér skrifar er meðal þeirra
sem gagnrýnt hafa stefnu húsnæð-
isráðherra. Ég hélt því fram í Morg-
unblaðsgrein 10. júní síðastliðinn að
bótafrumvarpið væri tilraun til að
láta draumsýn um félagslegt íbúða-
kerfi rætast og um leið gera séreign-
arstefnuna að hornreku. Með fjár-
hagslegum hvötum ætlaði ríkið að
beina launafólki inn í félagslegar
íbúðir eða aðrar leiguíbúðir og letja
fólk til að eignast eigið húsnæði.
„Þakviðgerðir“ ráðherra
Skrifstofa opinberra fjármála gaf
bótafrumvarpi ráðherrans fall-
einkunn eins og bent var á í fyrr-
nefndri grein. Kerfið yrði flóknara
og kostnaður hærri. Hlutfallsleg
aukning á niðurgreiðslu húsaleigu
yrði meiri eftir því sem tekjur heim-
ila eru hærri og niðurgreiðsla húsa-
leigukostnaðar hærri en að meðaltali
í vaxtabótakerfinu til þeirra sem
berjast við að eignast eigið húsnæði.
Eðlilega áréttaði skrifstofan í ábend-
ingum sínum að í gildi eru ákveðin
lögmál; aukinn ríkisstuðningur við
leigjendur, við ríkjandi aðstæður á
leigumarkaði, hækkar leiguverð. Þar
með rennur ábatinn fremur til leigu-
sala en leigjenda.
Á fimmtudag í liðinni viku birti
húsnæðisráðherrann pistil á Eyjunni
undir yfirskriftinni: „Þakviðgerðir á
þjóðarhúsinu.“ Þar hélt
hann því fram að það
væri misskilningur að
fyrirhugaðar breyt-
ingar „hygli“ tekju-
háum sérstaklega.
Tekjutenging tryggi að
„þeir sem hafa minnst
fá hlutfallslega mestan
stuðning,“ skrifar ráð-
herrann sem grípur til
gamalla ráða; aðdrótt-
ana klæddra í búning
spurninga:
„Ég vil biðja þá sem
gripið hafa þennan misskilning á
lofti að staldra við og velta fyrir sér
hvaðan sú gagnrýni kunni að vera
komin. Kann að vera að hún eigi
heimilisfesti hjá þeim sem vilja helst
engan opinberan stuðning til hús-
næðismála? Hjá þeim sem vilja að
einkaaðilar geti einir gert út á erfiða
stöðu heimilanna að þessu leyti? Er
hún að koma frá þeim sem vilja alls
ekki sjá hækkun húsnæðisbóta
verða að veruleika?“
Fátækleg rök
Þegar ráðherra er farinn að verja
eigin verk með ofangreindum að-
ferðum er a.m.k. tvennt ljóst: Ann-
ars vegar hefur gagnrýnin verið
kröftug, hún byggð á sterkum rök-
um og gert ráðherranum erfitt að ná
markmiði sínu. Hins vegar hefur
ráðherrann fátækleg mótrök – lítið
haldbært til að verja hugmyndir sín-
ar og stefnu.
Ráðherrann hirðir í engu um að
svara því hvernig hann ætlar að
koma í veg fyrir að aukinn stuðn-
ingur við leigjendur leiði til hærra
leiguverðs og að ábatinn lendi í vös-
um leigusala en ekki leigjenda, sem
þó er ætlunin að aðstoða. Ekki svar-
ar ráðherrann því heldur hvaða rétt-
lætingu hann hefur fyrir því að veita
leigjendum hlutfallslega meiri opin-
bera aðstoð en íbúðaeigendum. Er
það stefna ráðherra húsnæðismála í
ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks að ríkið búi til fjár-
hagslega hvata sem grafa undan
séreignarstefnunni, en stuðla að því
að almenningur verði
að velja leiguhúsnæði?
Tekur ráðherrann ekki
mark á ábendingum
skrifstofu opinberra
fjármála um að hlut-
fallsleg aukning á nið-
urgreiðslu húsaleigu
verði meiri eftir því
sem tekjur heimila eru
hærri samkvæmt bóta-
frumvarpinu?
Lausnarorðin:
Auknar millifærslur
Húsnæðisráðherra biður fólk um
að velta því fyrir sér hvort gagnrýni
á húsnæðisbótafrumvarpið megi
rekja til þeirra sem eru á móti op-
inberum stuðningi í húsnæðis-
málum. Þannig eru faglegar at-
hugasemdir og ábendingar
starfsmanna skrifstofu opinberra
fjármála afgreiddar. Þeim er í engu
svarað.
Af skrifum húsnæðisráðherra
verður ekki annað skilið en að hann
sé sannfærður um að vandann á hús-
næðismarkaði megi leysa með aukn-
um fjármunum úr ríkissjóði. Lausn-
arorðin eru auknar millifærslur til
allra, jafnt þeirra sem þurfa og
þeirra sem standa ágætlega fjár-
hagslega. Aukin umsvif hins op-
inbera á húsnæðismarkaði er af hinu
góða.
Mælikvarði ráðherra á gott sam-
félag er að sem flestir séu með ein-
um eða öðrum hætti fjárhagslega
háðir ríkinu.
Aðeins hinir efnameiri
Frá aldamótaárinu hefur ríkið sett
242 þúsund milljónir króna í hús-
næðismál og þá fyrst og fremst í
vaxtabætur og 62 þúsund milljónir
til að bjarga Íbúðalánasjóði frá
gjaldþroti. Flestum má vera ljóst að
við höfum ratað inn á villigötur með
opinbert stuðningskerfi. Húsnæð-
isráðherra ætlar að þramma ótrauð-
ur áfram og gefa í. Auka á bætur,
flækja kerfið og byggja leiguíbúðir.
Til að reka smiðshöggið á vitleysuna
vill ráðherrann hanna millifærslu-
kerfið þannig að fjárhagslega sé
engin skynsemi í því að leggja það á
sig að eignast eigið húsnæði.
Við höfum þegar séð miklar breyt-
ingar á húsnæðismarkaði, þar sem
séreignarstefnan hefur gefið eftir.
Frá 2007 til 2013 fjölgaði heimilum á
leigumarkaði verulega og þá fyrst og
fremst þeim sem hafa lægstar tekj-
urnar. Árið 2007 voru 9,5% heimila á
lægsta tekjubilinu á almennum
leigumarkaði en 2013 leigðu 29%
þessara heimila. Bótafrumvarp hús-
næðisráðherrans mun ýta hressilega
undir að þessi þróun haldi áfram:
Millistéttin og launamenn með
lágar tekjur verða leiguliðar og að-
eins hinir efnameiri búa í eigin hús-
næði.
Andstæðingar bótakerfis húsnæð-
isráðherra vilja spyrna við fótum og
vinna gegn þessari þróun – styrkja
séreignarstefnuna og gefa fólki
raunverulegt val í húsnæðismálum í
stað þvingunar. Þeim hugnast ekki
framtíðarsýn ráðherrans sem eykur
misskiptinguna en jafnar ekki fjár-
hagslega stöðu landsmanna.
Árás á launafólk
Hér skal tekið svo djúpt í árinni að
halda því fram að fyrirhugað bóta-
kerfi sé bein árás á launafólk, sem
verður neytt inn á leigumarkað og
með því grafið undan eignamyndun
þess á komandi áratugum. Upp-
spretta eignamyndunar almennings
hefur fyrst og síðast verið í formi
eigin húsnæðis auk lífeyrisréttinda.
Stefna ráðherrans mun stífla þessa
uppsprettu. Afleiðingin verður sú að
launafólk á það á hættu að festast í
gildru fátæktar þegar það ætlar setj-
ast í helgan stein að loknu góðu ævi-
starfi.
Húsnæðisráðherra er áhyggjulaus
þótt við höfum vítin í öðrum löndum
til að varast.
Ráðherra segir í áðurnefndum
pistli að ef „við líkjum samfélaginu
okkar við hús þá mætti segja að op-
inber húsnæðisstuðningur sé þakið“.
Engu er líkara en að ráðherrann sé
fastur í fjötrum forræðishyggju sem
kemur í veg fyrir að hugað sé að
grunni og útveggjum „þjóðarhúss-
ins“; öflugu atvinnulífi og fjárhags-
legu sjálfstæði einstaklinganna.
Ríkið og sveitarfélögin leika stór
hlutverk á húsnæðismarkaðinum.
Þau geta sniðið regluverk með þeim
hætti að ódýrara verði að byggja
íbúðir og tryggt nægjanlegt framboð
af lóðum. Með hófsemd í skatt-
heimtu geta jafnt ríkissjóður og
sveitarsjóðir byggt undir fjárhags-
legt sjálfstæði launafólks og gefið
því raunverulegt valfrelsi í húsnæð-
ismálum.
Opinber stefna í húsnæðismálum
má ekki miðast við það að auka milli-
færslur og búa til fjárhagslegar
þumalskrúfur þannig að flestir
„velji“ búsetuform í samræmi við
pólitískan rétttrúnað.
Ég hef áður bent á að hægt hefði
verið að nýta þá gríðarlegu fjármuni
sem ríkissjóður hefur varið í hús-
næðismál með skynsamlegri hætti
en í niðurgreiðslu vaxta eða til að
bjarga gjaldþrota samfélagsbanka –
Íbúðalánasjóði. Þannig hefði ríkið
getað stutt við bakið á 40 þúsund
fjölskyldum til að kaupa sína fyrstu
íbúð með því að leggja þeim til ígildi
20% eigin fjár í 30 milljóna króna
íbúð. Með þessum hætti hefði styrk-
ari stoðum verið rennt undir sér-
eignarstefnuna og þar með eigna-
myndun almennings.
Slíkt gengur auðvitað gegn hug-
myndafræði margra. Spurningin er
hvort ráðherra húsnæðismála sé í
þeirra hópi.
Eftir Óla Björn Kárason » Andstæðingar bóta-
kerfis húsnæðis-
ráðherra vilja spyrna
við fótum, styrkja
séreignarstefnuna og
gefa fólki valfrelsi í hús-
næðismálum
í stað þvingunar.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Nýjar þumalskrúfur húsnæðisbótakerfis í smíðum