Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við leikum mestmegnis nútíma- djass, þetta er allavega ekkert swing,“ segir Ingi Bjarni Skúlason, píanóleikari og meðlimur djasstríós- ins Skarkala, en sveitin gaf nýverið út samnefnda plötu. Á henni má finna níu frumsamin lög í fjöl- breyttum útsetningum en upptökur fóru fram í Amsterdam í febrúar síð- astliðnum þar sem tveir meðlima tríósins, Ingi Bjarni og bassaleik- arinn Valdimar Olgeirsson, stunda tónlistarnám í Hollandi. Þriðji með- limur tríósins, Óskar Kjartansson, er búsettur hér á landi en hann hefur meðal annars áður leikið með sveit- unum Orphic Oxtra, Blæti og Nóra. Efnt verður til útgáfutónleika í Hannesarholti á morgun klukkan 20.30. Spiluðu m.a. í Færeyjum „Við kynntumst allir þegar við vorum að læra saman í FÍH. Við höf- um spilað saman í mörgum hópum við hin ýmsu tilefni og þekkjumst mjög vel. Sveitin var stofnuð árið 2013 og við tökum syrpur þegar við hittumst, það hefur bara gengið ágætlega. Við stofnuðum bandið í raun fyrir Young Nordic Jazz Co- mets Showcase í Noregi. Við komum þar fram fyrir Íslands hönd og frá því höfum við reynt að gera ýmislegt. Í fyrra fórum við til Færeyja og spil- uðum á fernum tónleikum. Það var frábært að koma þar fram. Við sigld- um á lítilli skútu að sjávarhelli, frá skútunni fórum við á litlum báti inn í hellinn og spiluðum þar. Áhorfendur komu á bátum inn í hellinn til að hlýða á okkur. Núna erum við svo að gefa út þessa plötu og munum spila á tónleikum í tengslum við hana,“ segir hann. Ingi Bjarni lagði stund á djass- píanónám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Nú stundar hann enn frekara djass- píanónám í Konunglega tónlistarhá- skólanum í Den Haag, Hollandi. Allt frá því að hann byrjaði að læra í Tón- listarskóla FÍH hefur hann verið virkur tónlistarflytjandi. Sumarið 2010 var hann meðlimur í hljómsveit- inni Silfurberg sem spilaði norræn þjóðlög í eigin útsetningum um götur Reykjavíkur. Ingi Bjarni leikur einn- ig með Eyjafjalla Experience sem er samstarfsverkefni íslenskra og sænskra djasstónlistarmanna. Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda fólks bæði á Íslandi og í Hollandi og er tónlist Skarkala til að mynda samin af honum. Í mars 2014 var Ingi Bjarni tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokkinum Bjartasta vonin í sígildri og sam- tíma-tónlist og djassi. Mikil gróska um þessar mundir Valdimar lærði á rafbassa í heimabæ sínum Bolungarvík og síð- ar varð hann kennari við tónlistar- skólann þar. Eftir framhaldskóla lærði hann í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann útskrifaðist árið 2013 og hlaut hann styrk frá menningarsjóði Árna Scheving við útskriftina. Nú stundar hann nám í Conservatorium van Amsterdam. Óskar byrjaði að spila á trommur tólf ára og útskrif- aðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2013. Eins og áður segir hefur hann síðan þá spilað með ýmsum djass- og rokksveitum hér á landi. Á útgáfu- tónleikunum verða öll lög plötunnar flutt og líst Inga Bjarna vel á salinn. Hann kveður jafnframt flóruna í djasssenunni á Íslandi góða og segir unga hljóðfæraleikara vera að koma sterka inn. „Þetta er lítið land og auðvitað skilur maður það að þeir sem eldri eru sitji svolítið um djasssenuna. Ég er þó á því að það sé ákveðin end- urnýjung í gangi. Það munu góðir hlutir gerast á næstu tíu árum, ég held að gróskan sé allavega meiri núna en fyrir nokkrum árum. Það eru alltaf að koma fleiri og fleiri hljóðfæraleikarar inn sem hafa margir hverjir stundað nám í FÍH og útskrifast þaðan,“ segir hann. Gaman að sjá kunnugleg andlit Tríóið mun einnig koma fram á fleiri tónleikum í sumar til að kynna plötu sína og munu einir slíkir fara fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 21. júlí næstkomandi. „Þetta verða sjálfstæðir tón- leikar,“ segir Valdimar en bassaleik- arinn er eins og áður segir Bolvík- ingur auk þess sem hann gekk í framhaldsskóla á Ísafirði. „Það er alltaf gott að koma heim á Vestfirðina. Ég spila þar reglulega og í þetta skiptið er það einkar spennandi að koma með bandið, spila ný lög og selja diskinn. Það er líka alltaf gaman að sjá andlit sem maður þekkir í salnum,“ segir hann og bæt- ir við að salurinn taki að öllum lík- indum um hundrað manns. Þess má geta að útgáfa plötunnar er styrkt af Hljóðritasjóði STEF, Menningar- sjóði F.Í.H og Tónskáldasjóði Rásar 2. Þá kveður Ingi Bjarni framhaldið ekki alveg ljóst en segir þó líklegt að sveitin fylgi plötunni vel eftir. „Það verður bara að koma svolítið í ljós. Við einbeitum okkur bara að þessari plötu núna og sjáum hvert hún leiðir okkur. Kannski sækir maður um að fá að spila erlendis, það væri mjög gaman,“ segir hann. Ákveðin endurnýjung að eiga sér stað Djass Ingi Bjarni Skúlason, Óskar Kjartansson og Valdimar Olgeirsson skipa Skarkala. Tríóið kemur fram í Hannesarholti á morgun klukkan 20.30.  Tríóið Skarkali efnir til útgáfutónleika í Hannesarholti á morgun vegna nýútkominnar plötu sinnar  Á plötunni má finna nútímadjass en meðlimir tríósins kynntust er þeir námu hljóðfæraleik við FÍH Stóru kvikmyndaverin og framleiðendur vinsælla sjón- varpsþátta kepptust við að ná athygli þátttakenda á San Diego Comic-Con ráðstefnunni. Ný sýnishorn úr mynd- um eru gjarnan kynnt á Comic-Con og leikarar koma fram til að auglýsa kvikmyndir sínar eða sjónvarpsþætti. Í ár fór ekki milli mála að Star Wars fór með sigur af hólmi enda mest eftirvænting eftir nýju myndinni sem kemur um jólin. Warners/DC kom ekki langt á eftir Star Wars enda stórmyndarinnar Batman v. Superman einn- ig beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá skemmir það sjaldan fyrir að fá stórleikara á borð við Ben Affleck, sem leikur Batman, til að kynna myndina. Kevin Smith, góður vinur Af- fleck, þurfti þó að þola það að horfa á eftir fólki á kynningu nýju myndar sinnar, Yoga Hosers, yfir á kynningu á Star Wars. Áhugaverðast á Comic-Con San Diego Ben Affleck Smithsonian National Museum of African Art telur ekki ástæðu til að taka niður listaverk í eigu hjónanna Camille og Bills Cosby þrátt fyrir að nú liggur fyrir játning frá Bill Cosby um að hafa gefið konum sem hann vildi sofa hjá nauðgunarlyfið Qualludes. Í yfirlýsingu frá safninu segir að sýningin snúist um listaverkin og listamennina á bakvið þau, ekki eigendur verkanna, en 1/3 verka sýningarinnar kemur frá Cosby- hjónunum. Málið hefur þó tekið enn einn snúninginn því í ljós hefur komið að sýningin er ekki eingöngu byggð upp að stórum hluta á listaverkum frá Bill Cosby og konu hans heldur er sýningin að mestu greidd af þeim. Hjónin fjármögnuðu sýn- inguna fyrir 716 þúsund dollara, sem stendur undir nærri öllum kostnaði vegna hennar. Smithsonian telur ekki ástæðu til að taka niður verk í eigu Bills Cosby AFP List Verk í eigu Bill Cosby verða ekki tekin niður af listaverkasýningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.