Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 27
Royal Postgraduate Medical School of London og við Hammersmith Ho- spital í London 1964-67, var aðstoð- arkennari við Royal Postgraduate Medical School 1967-70 og aðal- kennari þar 1970-71, sérfræðingur á rannsóknardeild Landspítalans í meinafræði 1971-85, yfirlæknir þar 1985-92, forstöðulæknir sömu deild- ar 1993-95 og jafnframt sviðstjóri rannsóknarsvið Landspítalans 1989- 90 og 1993-95 og lækningaforstjóri Ríkisspítalanna frá 1995 og þar til hann hætti störfum. Þorvaldur Veigar var stunda- kennari í lífefnafræði við læknadeild og tannlæknadeild HÍ 1971-74, dós- ent í lífefnafræði við læknadeild HÍ 1974-79, og í meinafræði 1979-85 og 1990-96, og stundakennari við Tækniskóla Íslands 1971-95. Þorvaldur Veigar var formaður Meinafræðifélags Íslands 1973-75, ritari læknaráðs Landspítalans 1973-75, stjórnarformaður Vís- indasjóðs Landspítalans 1975-77, sat í stjórn Læknafélags Reykjavík- ur 1975-76 og formaður þess 1976- 78, sat í deildarráði læknadeildar HÍ 1978-82, í stjórn NORDKEM 1979-93, formaður Læknafélags Ís- lands 1979-85, sat í aðalstjórn BHM 1980-82, formaður Meinefna-, blóð- meina- og meinalífeðlisfræðifélags Íslands 1982-86 og ritari þess 1986- 88, í stjórn Nordisk Forening for Klinisk Kemi 1982-90 og formaður 1990-92, fulltrúi í International Fe- deration for Clinical Chemistry 1984-94, í stjórn Domus Medica 1986-93 og formaður 1993-96, vara- formaður læknaráðs Landspítalans 1988-90 og formaður 1990-92, í framhaldsmenntunarráði lækna- deildar HÍ 1990-95 og formaður sér- fræðinefndar. Hann hefur setið í undirbúningsnefndum fyrir ráð- stefnur, verið andmælandi við dokt- orspróf og setið í opinberum nefnd- um. Þorvaldur Veigar hefur ætíð verið mikill útvistarmaður. Um árabil fór hann t.d. á hverju hausti með hópi manna í mælingaferð að Hofsjökli. Einn félagi Þorvaldar Veigars á Royal Postgraduate í London var Ástrali og á níunda áratugnum dvaldist Þorvaldur Veigar þar tvisv- ar í nokkra mánuði á rannsókn- ardeild í Melbourne. Þá ferðaðist hann vítt og breitt um Ástralíu og heillaðist af landi og þjóð. Þegar skipið Elliði var selt til Ástralíu fékk hann leyfi til að fara með. Skipið lagði af stað í október 2002 og var átta vikur á leiðinni en Þorvaldur Veigar naut hverrar mínútu. Fjölskylda Eiginkona Þorvaldar Veigars er Birna Guðrún Friðriksdóttir, f. 5.5. 1938, fyrrv. skjalavörður Bisk- upsstofu. Hún er dóttir Friðriks Að- alsteins Friðrikssonar, f. 17.6. 1896, d. 16.11. 1981, prests á Húsavík og á Hálsi í Fnjóskadal, og k.h., Gertrud Estrid Elise Friðriksson, f. Nielsen 15.2. 1902, d. 27.12. 1986, kennara. Dætur Þorvaldar Veigars og Birnu eru Helga, f. 9.11. 1958, tölv- unarfræðingur í Bandaríkjunum og stýrir tölvuteymi sem hannar hug- búnað við erfðafræðirannsóknir en maður hennar er Douglass Turner, verkfræðingur og tölvunarfræð- ingur, og eru börn þeirra Anna Birna, f. 1996, og Dylan Veigar, f. 2000; Sólveig, f. 1.6. 1961, bygginga- og jarðskjálftaverkfræðingur sem rekur ráðgjafarfyrirtækið Rainrace ehf. á sviði almannavarna og rústa- björgunar, en sambýlismaður henn- ar er Valgeir Ómar Jónsson, vél- fræðingur og yfirvélstjóri á togara sem veiðir við Afríkustrendur, og Arndís Björg, f. 19.11. 1973, flug- freyja, en maður hennar er Geir Torfi Fenger flugmaður og eru dæt- ur þeirra Birna Rún, f. 2006, og Alma, f. 2009. Systur Þorvaldar Veigars: Sól- veig, f. 1928, d. 1930, Ragnheiður Ósk, f. 1937, d. 2015, lengst af hjúkr- unarforstjóri í Ási í Hveragerði. Foreldrar Þorvaldar Veigars voru Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. 27.4. 1897, d. 21.8. 1984, sjómaður á Alviðru og á Ísafirði og símavörður þar, síðar búsettur í Reykjavík, og Helga Þóroddsdóttir, f. 24.10. 1905, d. 26.9. 2002, húsfreyja á Alviðru og í Reykjavík. Úr frændgarði Þorvaldar Veigars Guðmundssonar Þorvaldur Veigar Guðmundsson Kristján Elíasson verkam. í Hafnardal Sigríður Þorleifsdóttir húsfr. Guðmundur Helgi Kristjánsson sjóm. og b. í Arnardal Guðmundína Magnúsdóttir húsfr. í Arnardal við Skutulsfjörð Guðmundur Helgi Guðmundsson sjóm. og símavörður á Ísafirði Magnús Guðmundsson b. á Minni-Bakka í Hólshreppi Hólmfríður Ólafsdóttir húsfr. á Minni-Bakka Davíð Pálsson b. á Mosvöllum og Vöðlum, fór til Kanada Ragnheiður Hallgrímsdóttir húsfr. á Mosvöllum og á Vöðlum í Önundarfirði Þóroddur Davíðsson b. og sjóm. á Alviðru í Dýrafirði María Ólöf Bjarnadóttir húsfr. á Alviðru í Dýrafirði Helga Þóroddsdóttir húsfr. á Ísafirði Bjarni Jónsson b. í Dýrafirði Sólveig Sakaríasdóttir húsfr. í Dýrafirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Pétur Friðrik fæddist á Sunnu-hvoli við Háteigsveginn íReykjavík 15.7. 1928. For- eldrar hans voru Sigurður Þórð- arson bankamaður og k.h. Ólafía Pétursdóttir Hjaltested. Eiginkona Péturs Friðriks var Sólveig Benedikta Jónsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Pétur Friðrik lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið og frá Konunglega listaháskól- anum í Kaupmannahöfn árið 1949 og dvaldi síðan einn vetur í París. Pétur Friðrik hélt sína fyrstu einkasýningu aðeins 17 ára, en sam- tals hélt hann 12 stórar einkasýn- ingar hér heima, fjölda smærri sýn- inga víðs vegar um land og tók þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér- lendis og erlendis. Auk þess hélt hann einkasýningar í New York, Lúxemborg og Köln. Pétur Friðrik vann alla tíð að list sinni og hafði vinnustofu á heimili sínu í Hegranesi í Garðabæ. Hann var landslagsmálari sem vann með olíu, vatnsliti og akrýl auk þess sem hann teiknaði mikið. Hann var oft undir sterkum áhrifum af Ásgrími Jónssyni, var afar vinsæll og seldi fjölda mynda. Árið 2004, einu og hálfi ári eftir andlát Péturs Friðriks, hélt fjöl- skylda hans yfirlitssýningu á verk- um listamannsins í húsi hans í Garðabænum. Sýningin bar heitið Pétur Friðrik - æviverk listmálara, en þar voru sýnd á annað hundrað verk sem spönnuðu hálfrar aldar feril hans: „Hann dreymdi um að geta sýnt hér á vinnustofunni og á göngunum, en kom því aldrei í verk þá þrjá áratugi sem hann bjó hér. Þegar fjölskyldan nýlega seldi húsið fannst okkur því tilvalið að nota tækifærið, núna meðan það stendur tómt, og verða við óskum hans. Við sýnum því í öllum herbergjum, meira að segja inni á baði,“ sagði Anna, dóttir listamannsins, af því til- efni í viðtali við Morgunblaðið. Pétur Friðrik var kunnur sprett- hlaupari á sínum yngri árum og var meðal annars valinn í Ólympíulið Ís- lands fyrir Helsinkileikana 1952. Pétur Friðrik lést 19.9. 2002. Merkir Íslendingar Pétur Friðrik Sigurðsson 90 ára Páll Jónsson 85 ára Gunnhildur Kristjánsdóttir Haraldur Sigfússon 80 ára Bergþór Jónsson Garðar Kristjánsson Guðrún Þorbjörg Guðmundsdóttir Inga Guðbjörg Ingólfsdóttir Pálmi Viðar Óskarsson Ragnar Þór Ágústsson Þorbjörg I. Ingólfsdóttir 75 ára Eiríkur Árnason Helga Hermannsdóttir Ruth Guðjónsdóttir 70 ára Birna Guðlaug Ástvaldsd. Taechol Óskar Kim Tryggvi Sigurbjörnsson 60 ára Bylgja Dröfn Gísladóttir Guðrún Ágústa Árnadóttir Guðrún Vilborg Sverrisdóttir Gunnar Ólafur Gunnarsson Hafdís Friðjónsdóttir Jón Sveinsson Soffía Guðmundsdóttir Svava Viktoría Clausen Þorgerður Björk Tryggvadóttir 50 ára Antoine van Kasteren Bára Erlingsdóttir Eiríkur Bjarki Eysteinsson Elísabet Halldórsdóttir Guðni Jónsson Ingunn Viðarsdóttir Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson Þóra Helgadóttir Þórhildur Garðarsdóttir 40 ára Auður Ösp Helgadóttir Daníel Birkir Jónsson Ernesta Cibulskiené Jón Valgeir Geirsson Júlía Þorvaldsdóttir Sigurður Gunnar Ragnarsson Sunna Jóna Guðnadóttir Tomasz Kocot 30 ára Anita Heiðarsd. Röed Asta Johanna F. Laukkanen Ellen Harpa Kristinsdóttir Harpa Þöll Gísladóttir Hildur Gylfadóttir Isabelle Axelsdóttir Kamil Siwik Til hamingju með daginn 30 ára Sigtryggur ólst upp í Fellunum í Breið- holtinu, býr í Reykjavík og er myndlistarmaður og lífskúnstner. Sonur: Sigurður Kári Sig- tryggsson, f. 2005. Systir: Árný Birna Run- ólfsdóttir, f. 1997. Foreldrar: Runólfur Sig- tryggsson, f. 1955, at- vinnubílstjóri og múrari, og Halldóra Friðgerður Sigurðardóttir Bach- mann, f. 1956, húsfreyja. Sigtryggur Máni Runólfsson 30 ára Ingólfur ólst upp í Borgarnesi, býr þar og er verkstjóri hjá Eðalfiski. Maki: Jóhanna María Þorvaldsdóttir, f. 1993, háskólanemi. Dóttir: Sólveig Birna Ing- ólfsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Valgeir Ing- ólfsson, f. 1953, verkstjóri hjá Vegagerðinni, og Jó- hanna Þorbjörg Björns- dóttir, f. 1964, kaup- maður. Þau búa í Borgarnesi. Ingólfur Hólmar Valgeirsson 30 ára Anna Soffía ólst upp í Ólafsvík, býr á Ak- ureyri er júdóþjálfari og stundar MA-nám í fé- lagsfræði við HÍ. Maki: Daði Ástþórsson, f. 1980, hnefaleikaþjálfari hjá Fenri á Akureyri. Stjúpdætur: Katrín Lea, f. 2003, Elísa, f. 2006, og Lovísa, f. 2009. Foreldrar: Sólbrún Guð- björnsdóttir, f. 1949, og Víkingur Halldórsson, f. 1947. Anna Soffía Víkingsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.