Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Þetta var búið áður en égvissi af og þá var ég bæðiótrúlega hamingjusamur ísigurvímu og líka svolítið leiður yfir því að þessu væri nú lok- ið,“ segir Óskar Þór Þráinsson en hann hélt upp á þrjátíu og fimm ára afmæli sitt með eftirtektarverðum hætti og hljóp einn kílómetra fyrir hvert ár sem hann hafði lifað. Virkj- aði hann vini og vandamenn með sér og var þéttur hópur sem stóð honum að baki og hljóp hluta leiðar með honum. Aðspurður af hverju hann hafi ekki bara haldið veislu eins og venju- legt fólk svaraði hann um hæl að skemmtilegra hefði verið að fagna sniðugum árafjölda með þessum hætti, ásamt sínu besta líkamlega formi hingað til. „Svo vantaði mig annað og verðugt markmið eftir að ég hljóp hálfmaraþon í fyrsta skipti síðasta haust. Mig langaði líka að gera þetta að þátttökuhlaupi þar sem fleiri tækju þátt með mér og þetta yrði eins konar hópefli,“ segir hann léttur í bragði. Úr sófanum í 35 km Óskar hljóp vegalengdina á rúmum fjórum klukkutímum en tímaælingin var honum ekki ofarlega í huga. „Ég var með eina reglu, ég hljóp ekki hraðar en aftasti maður,“ segir hann en markmiðið hafi verið að fá fólk til að hlaupa saman og að allir skoruðu á sjálfa sig. „Mér fannst virkilega gaman að sjá að þarna hljóp með mér fólk í alls kyns líkamlegu ástandi og stóð sig með mikilli prýði.“ Byrjaði hann að hlaupa tveimur árum fyrr þegar hann horfði á pabba sinn, Þráin Þorvaldsson, og eldri systur sínar skrá sig í 10 kílómetra hlaup og fannst hann ekki geta verið þeirra eftirbátur, verandi yngstur. „Ég rétt silaðist í mark og þetta var það erfiðasta sem ég hafði gert en ég hugsaði strax í kjölfarið, ef ég get þetta þá hlýt ég að geta aðeins meira. Svo skráði ég mig í 21 km hálfmaraþon um haustið,“ segir Ósk- ar en þá varð ekki aftur snúið, hann var kominn með hlaupabakteríuna. Bæði vinir, vandamenn og hlaupafélagar fylgdu Óskari hluta úr leið. Hlaupahópurinn hans, Lauga- skokk, ýtti honum úr vör og hljóp með honum fyrsta hluta leiðarinnar. Frá honum hefur Óskar öðlast dýpri þekkingu á hlaupum. „Jafningja- fræðslan í hópnum er alveg ómet- anleg en maður lærir ýmislegt í spjallinu á hlaupum,“ segir hann en einnig hafi hann stuðst við hlaupa- plön á netinu. Hlaupaforritið End- umondo var honum einnig innan- handar en þar er hægt að stilla inn hlaupaplön og mæla hlaupaleiðirnar. Langfeðgahlaup í lokin „Ég var alveg líkamlega og and- lega búinn í kringum 30 km en þá var svo stutt eftir og ég fór þetta meira og minna á andlegu hliðinni,“ segir Óskar sem fékk þó ómetan- legan liðstyrk á síðustu þremur kíló- metrunum frá tíu ára syni sínum og föður. „Þetta endaði í hálfgerðu langfeðgahlaupi,“ segir hann. Feðgarnir höfðu æft sig saman í nokkra mánuði og var það ekki vandræðalaust að sögn Óskars. „Þetta tók á því hann er eins og margir krakkar ekkert rosalega mikið úti á veturna.“ Þess vegna hafi sigurinn verið því sætari þegar Val tókst að hlaupa alla þrjá kílómetrana klakklaust. „Hann gerði þetta án þess að stoppa og án þess að kvarta,“ segir Óskar glettinn en þeir feðgarnir voru afar ánægðir með ár- „Dirty Fæv“-hlaupið á 35 ára afmælinu Óskar Þór Þráinsson hljóp á afmælisdaginn sinn, 27. júní síðastliðinn, 35 kíló- metra í kringum Reykjavíkursvæðið. Fjöldi fólks hljóp með honum til að fagna af- mælinu og skora á sjálft sig í leiðinni. Hlaupið var langt og erfitt en andlega frá- bært að mati Óskars og mun hann næst hlaupa 42 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir hönd Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Mark Óskar kom sigri hrósandi í mark og var að eigin sögn bæði í sigur- vímu og spennufalli á sama tíma. Vinir og vandamenn fögnuðu með. Á leið Hlaupahópurinn Laugaskokk hljóp með Óskari fyrri hluta leið- arinnar og var honum innanhandar bæði fyrir og eftir hlaupið. Sumarið er tíminn! Þá er einmitt til- valið að bregða sér af bæ í útilegu með góðum vinum og vandamönnum en landið er fullt af góðum tjald- svæðum. Á tjald.is er hægt að finna öll skráð tjaldsvæði landsins. Valinn er sá landshluti sem hentar, hvort sem það er á stikunni til vinstri eða á Íslands- kortinu. Einnig er leitargluggi í boði sem leiðir þig á þekktar slóðir. Þessir leitarmöguleikar eru nú einn- ig komnir í farsímaútgáfu á tjald.is og því ekkert að óttast hafi menn keyrt af stað út í óvissuna en sjái eftir öllu saman eftir árangurslausa leit. Innan hvers tjaldsvæðis er uppgefið verð, leiðarlýsing, opnunartími og aðr- ar helstu upplýsingar um svæðið. Þá er símanúmer staðarhaldara þar að finna ásamt heimilisfangi og netfangi. Vefsíðan www.tjald.is Morgunblaðið/Margrét Þóra Úti Landið býður upp á fjölda tjaldsvæða og nú er þau öll að finna á einum stað. Útilegunni fundinn staður Kia Gullhringurinn var haldinn í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 keppendur tóku þátt í keppninni. Þetta er langmesti fjöldi sem tekið hefur þátt í keppninni þau fjögur ár sem hún hefur farið fram, segir í til- kynningu. Þau María Ögn Guðmunds- dóttir HFR / Trek Örninn og Elvar Örn Reynisson HFR / Trek Örninn voru sig- urvegarar dagsins. María Ögn, Íslandsmeistari og hjól- reiðakona ársins 2014, er ósigruð í Kia Gullhringnum en hún hefur unnið öll fjögur árin sem keppnin hefur verið haldin. María sló eigið brautarmet frá árinu 2013 en þá hjólaði hún Gull- hringinn á 2:59:27 en nýtt brautarmet hennar í ár er 2:59:08. Elvar Örn Reynisson kom fyrstur í mark í karlaflokki á glæsilegum tíma, 2:50:44, sem er um mínútu frá fyrra brautarmeti. Þetta er fyrsti sigur Elv- ars í A-flokki keppninnar. Hjólað var frá Laugarvatni að Gull- fossi og Geysi, beygt inn á Biskups- tungnabraut og hún hjóluð alla leið að Þingvalla-afleggjaranum í Grímsnesi. Þaðan var hjólað að og yfir Lyngdals- heiði og inn á Laugarvatn aftur, sam- tals um 106 kílómetrar. Keppendur nutu sannarlega stórbrotinnar nátt- úru uppsveitanna og veðurblíðunnar og komu allir heilir í mark þrátt fyrir nokkrar minniháttar skrámur. Mikið var um dýrðir á Laugarvatni í gær og boðið upp á sveitamarkað, leiksvæði fyrir börnin, strandblaksvöll og vatnabolta. 700 manna hjólakeppni á Laugarvatni María Ögn og Elvar Örn unnu Kia Gullhrings-hjólakeppnina Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Traust og góð þjónusta í 19 ár Úrval af nýjum umgjörðum frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.