Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Dirty Fæv Myndarlegur hópur sem tók þátt í hlaupinu og aðstoðaði með öðrum hætti svo hlaupið væri mögulegt.
Logo-ið á bolunum er með skýra vísun í bíómyndina Dirty Dancing sem þátttakendum þótti heldur skondið.
angur sinn og höfðu styrk hvor af
öðrum. Ætla þeir að halda ótrauðir
áfram í hlaupunum og stefnir Valur
á fimm kílómetrana næst.
Eiginkona Óskars lét sitt ekki
eftir liggja og sinnti því mikilvæga
hlutverki meðan á hlaupinu stóð að
keyra á milli staða með drykkjar-
stöðvarnar og sinnti öllu sem gera
þurfti á leiðinni. „Hún var algjör lyk-
ill að því að þetta var yfirhöfuð
hægt.“
2.000 km undirbúningur
Þráinn, faðir Óskars, segist
vera afar ánægður með líkamsþrek
sonarins en að baki afmælishlaupinu
liggi æfingar þar sem hann hafi
hlaupið rúmlega 2.000 kílómetra frá
upphafi og þar af tæpa 900 kíló-
metra á þessu ári. „Ég er líka mjög
ánægður með að sonurinn hafi sett
sér markmið, undirbúið fram-
kvæmdina og náð markmiðinu.
Þessir þættir eru mikilvægir í líf-
inu,“ segir hann en sjálfur er hann
langhlaupari til margra ára og þekk-
ir því vel hvað þarf í hlaup sem
þetta.
Maraþon með Umhyggju
Óskar er hvergi nærri hættur í
hlaupunum og hefur þegar skráð sig
í fullt maraþon í Reykjavíkur-
maraþoninu í haust. Þar hleypur
hann til góðs og hvetur til áheita á
sig til handa Umhyggju, félagi til
stuðnings langveikum börnum. Nú
þegar hafa safnast um 50.000 krónur
en betur má ef duga skal.
„Svo hef ég líka prófað utan-
vegahlaupin og þau eru allt öðruvísi,
erfið og stórskemmtileg,“ segir hann
en auðvelt sé að finna sér ný og
spennandi markmið í hlaupasport-
inu.
„Maður getur alltaf hlaupið
lengra, nýjar leiðir og tekið þátt í
ákveðnum hlaupum og skorað á
sjálfan sig með margskonar hætti.“
Laugavegshlaupið er því komið
á listann og þess væntanlega ekki
langt að bíða að Óskar taki það með
trompi.
Sigur Þrír ættliðir samankomnir í hlaupinu. Þráinn, faðir Óskars, og Valur,
sonur Óskars, tóku glaðir sprettinn saman síðustu þrjá kílómetrana.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
„Við hlökkum til að gera jóga í fallegu
umhverfi og verðum með flæðandi og
skemmtilegan tíma,“ segir á vefsvæði
viðburðar Pop-Up-jóga Reykjavíkur
sem haldinn verður í dag, kl. 17.30, í
styttugarði Einars Jónssonar á Skóla-
vörðuholti.
Eru þessir ókeypis jógaviðburðir
haldnir reglulega á útisvæðum um
alla borg og eru afar vel sóttir. Liðna
helgi kom hópurinn sér til dæmis fyrir
á göngugötu Laugavegar og fetti sig
og bretti í sumarblíðunni sem þá lék
um landsmenn.
Markmiði með þessu er að færa
jóga til fólksins og skapa skemmti-
lega og gefandi stemningu víða um
höfuðborgina, segir á vefsíðu Pop-Up-
jóga Reykjavík.
Tímarnir henta jafnt byrjendum
sem lengra komnum og eru góð og
þægileg leið til að prófa jóga í
skemmtilegu og gefandi umhverfi,
bæði inni og úti.
Lilja Björk Haraldsdóttir og Helga
Ólafsdóttir eiga heiðurinn af Pop-Up-
jóga Reykjavík. Þær hafa báðar haft
áhuga á jóga frá unga aldri og stunda
það einnig reglulega. Þær eru báðar
menntaðar jógakennarar.
„Það skiptir máli að hver og einn
geti nálgast jóga á sínum eigin for-
sendum og með Pop-Up-jóga Reykja-
vík gefst einmitt tækifæri til þess að
taka jóga út í samfélagið,“ segir
Helga.
Lilja Björk leggur áherslu á öndun,
meðvitund, flæði og góða líkamsbeit-
ingu í sinni jógakennslu. Þá fléttar
hún einnig saman dansmenntun sína
inn í hvern tíma.
Það ætti því enginn að fara var-
hluta af því að prófa einn jógatíma í
góðu veðri úti í náttúrunni.
Taka þær fram á vefsvæði sínu að
best sé að stunda jóga í þægilegum
fötum og hafa skuli peysu og sokka
meðferðis eða teppi til þess að breiða
yfir sig í slökuninni. Er fólk hvatt til að
koma með eigin jógadýnu þó að hægt
sé að bjarga þeim sem ekki eiga.
Til að fylgjast vel með er hægt að
skrá sig á póstlista og fá beint í æð
hvar næstu viðburðir verða. Vefsíða
verkefnisins er www.popupyog-
arvk.com.
Jóga flæðir um borgina
Morgunblaðið/Golli
Pop-up-jóga fyrir alla úti um
alla Reykjavíkurborg í sumar
„Ég er mikill frasakall og fannst
því alveg nauðsynlegt að hafa
góðan frasa á hlaupinu,“ segir
Óskar Þór um uppruna nafnins-
ins Dirty fæv en undir þeim
merkjum hljóp hann 35 kíló-
metrana.
„Þrjátíu og fimm ára afmælið
er líka til marks um aldur þar
sem maður er ekki þrítugur en
ekki orðinn fertugur ennþá,“
segir hann léttur í bragði. Einn-
ig sé skýr vísun í bíómyndina
Dirty dancing en letrið á bol-
unum ber þess glögglega merki.
„Svo komu fram spurningar
frá félögunum um hvort það
yrði ekki „Dirty sex“ á næsta ári
en ég sagði að það hlyti þá að
verða einkasamkvæmi,“ segir
Óskar hlæjandi. En næsta stór-
afmæli verði 42 ára því þá skelli
hann sér í heilt maraþon.
Góður frasi
er gulls ígildi
35 KÍLÓMETRAR
Hvalasafnið á Granda
býr yfir alls kyns leynd-
ardómum sem krydda
má hversdaginn með.
Þar er að finna
stærstu hvalasýningu í
Evrópu þar sem hval-
irnir eru sýndir á hátt
sem fæstir hafa áður
upplifað. Tilgangurinn
er að fræða gesti um
þessa risa hafsins til
viðbótar við hefð-
bundna hvalaskoðun.
Kjörið er þó að bóka
sér ferð í hvalaskoðun
eftir að safnið hefur verið þrætt og aðstoðar starfsfólk safnsins gestina.
Hægt er að halda einkaviðburði í húsakynnum sýningarinnar. Viðburðirnir
geta verið af ýsmum toga, allt frá hanastélsboðum til ráðstefna og funda.
Á vefsvæði safnsins má nálgast yfirgripsmikinn fróðleik um hvalina ásamt
myndum og skýringarmyndum. Þar má einnig finna verðskrá.
Hvalasýningin er opin frá kl. 9-19 alla daga
Morgunblaðið/Golli
Hvalirnir á Granda í nýju ljósi
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI