Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 New Horizons, geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, fór í gær býsna nálægt Plútó, fjarlægðin var minnst um 12.500 km. Áætlað hafði verið að farið yrði næst Plútó kl. 11:49 að ísl. tíma. Það var hins veg- ar 72 sekúndum fyrr á ferðinni en áætlað hafði verið og fór líklega 70 km nær. Upplausn myndarinnar er um þúsund sinnum betri en í bestu myndum Hubble-geimsjónaukans, enn betri myndir munu senn berast. AFP Nær Plútó en nokkurt annað geimfar Allt bendir til þess að voldugasti maður Írans, ajatollah Ali Khame- nei, hafi samþykkt þær tilslakanir sem Íransstjórn hefur nú gert. Khamenei hefur oft sett samn- ingamönnum Írana stólinn fyrir dyrnar á síðustu stundu í viðræð- unum. Íranar féllust á að minnka næstu 15 árin um 98% birgðir sínar af auðguðu úrani en efnið er hægt að nota í kjarnorku- vopn. Einnig munu þeir fækka um tvo þriðju skilvindum sem not- aðar eru til að auðga úran. Þær verða framvegis liðlega 5.000, aðal- lega í Natanz-rannsóknastöðinni. Al- þjóðlegt eftirlit verður haft með skil- vindunum. Olía og vopn Álitið er að þær takmarkanir sem settar hafa verið á úranbirgðir og skilvindufjölda valdi því að Íranar þyrftu a.m.k. eitt ár til að smíða kjarnorkusprengju, færi svo að þeir stæðu ekki við samninginn og hann félli því úr gildi. Alþjóðlegar viðskiptarefsingar gegn Írönum verða afnumdar. Þeir munu því geta selt olíu og gas á heimsmörkuðum og byrjað aftur að nota þjónustu alþjóðlega bankakerf- isins. Íran er eitt af mestu olíu- ríkjum heims og því ljóst að samn- ingurinn getur haft mikil áhrif á orkuviðskipti í heiminum. Verðfall varð á olíu á mörkuðum strax í gær. Bannið gegn vopnasölu til Írana verður afnumið í áföngum. Frekari þróun mun fara að verulegu leyti eftir því hvort Alþjóðakjarnorku- málastofnunin, IAEA, meti það svo að kjarnorkurannsóknir Írana bein- ist nú eingöngu að friðsamlegri hag- nýtingu orku, eins og ráðamenn í Teheran hafa ávallt fullyrt. Fari svo að alþjóðleg nefnd komist að þeirri niðurstöðu að Íranar standi ekki við ákvæði samningsins verður hægt að koma í snatri aftur á refsi- aðgerðum. Í nefndinni sitja fulltrúar sexveldanna auk Írans. En atkvæði meirihlutans, þ.e. fjögur af sjö, duga til að samþykkja slíka ákvörðun. Loks má geta þess að tímabundið bann verður við því að Íranar geti áfram þróað sprengiodda á eld- flaugar og gert tilraunir með ýmiss konar hátæknibúnað fyrir kjarn- orkuvopn. kjon@mbl.is Minna úran og færri skilvindur  Skilmálar falla þó úr gildi eftir 15 ár Ali Khamenei Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fagnað samningi sem náðist í gær við Írana um að þeir hægi á kjarnorkutilraunum sínum og minnki birgðir sínar af auðguðu úrani. Í staðinn verður refsiaðgerð- um aflétt. Obama sagði að söguleg tímamót hefðu orðið í Mið-Austur- löndum. „Vegna þessa samnings mun al- þjóðasamfélagið geta sannreynt að Íran ætli ekki að framleiða kjarn- orkuvopn,“ sagði forsetinn. Sexveldin svokölluðu, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland auk Rússlands og Kína, hafa síðustu vikurnar átt viðræður við Írana um kjarnorkuáætlunina sem vesturveld- in álíta að beinist að smíði kjarnorku- vopna. Obama er mikið í mun að binda enda á fjandskap Írana og Banda- ríkjanna sem staðið hefur yfir frá 1979. En forsetanum hefur ekki tek- ist að sannfæra vinaþjóðir Banda- ríkjamanna í Mið-Austurlöndum, Ísraela og Sádi-Araba, um að sam- komulagið sé líklegt til að efla frið og stöðva vopnasmíði Írana. Sögðu Ísr- aelar að samkomulagið væri „sögu- leg mistök“ í deilu við ríki sem styddi hryðjuverkamenn með fé og vopnum og vildi eyða Ísrael. Og Sádar segja að forskot Írana í kjarnorkutilraunum verði óbreytt. Það geti hleypt af stað kapphlaupi í Mið-Austurlöndum um smíði gereyð- ingarvopna, þvert á vonir Obama. Þingið í Washington hefur 60 daga til að fara yfir samninginn, repúblik- anar gagnrýna Obama hart fyrir að teygja sig of langt til móts við Írana. En í reynd þarf tvo þriðju atkvæða til að fella samninginn og þurfa þá margir demókratar að svíkja lit. Fagnar samningi við Írana  Obama segir hægt að sannreyna hvort Íranar fullnægi skilmálunum AFP Ánægður Obama tjáir sig um samn- inginn í garði Hvíta hússins. Refsingum aflétt » Refsiaðgerðirnar síðustu ár- in hafa valdið Írönum búsifjum, efnahagur þeirra hefur dregist saman um 20%. » Mánuðir geta liðið áður en samkomulagið hlýtur staðfest- ingu á þingum ríkjanna. » Obama vonar að bætt sam- búð verði til þess að Íranar beiti sér af meiri ákefð gegn Ríki íslams, IS, í Írak og Sýr- landi. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ákveðið hefur verið að ESM, stöðug- leikasjóður Evrópusambandsins, muni leggja fram 40-50 milljarða evra af þeim 83-86 milljörðum sem gert er ráð fyrir að Grikkir þurfi á næstu þrem árum, að sögn heimildarmanna hjá sambandinu. Afgangurinn á að koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og með sölu ríkiseigna í Grikklandi. En Bretar, sem ekki eiga aðild að evrusamstarfinu, sögðu í gær að ekki kæmi til greina að nota ESB-sjóðinn í slíka björgunarstarfsemi. Það gengi gegn lögum um starfsemi hans. Tékk- ar munu vera sama sinnis en nóg er að 15 ESB-ríki samþykki að sveigja þessar reglur sjóðsins. Fyrst í stað er ætlunin að veita Grikkjum sérstakt lán upp á 13 millj- arða evra til að brúa bilið fram að væntanlegum þriðja alþjóðlega lána- pakkanum til Grikkja á síðustu fjór- um árum. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, reynir nú að fá þingið til að samþykkja kröfur lánardrottna, hann hefur frest til þess fram á morg- undaginn. Kröfurnar fela m.a. í sér mikla fækkun ríkisstarfsmanna og annan niðurskurð. Deila um fjármögnun  Bretar ósáttir við að Grikkir fái fé úr sjóði ESB Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, – www.rafkaup.is Wireflow frá Hönnuður er Arik Levy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.