Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Brynhildur Inga Einarsdóttir býr á Sögusteini í Ölfusi, rétt viðÞrengslin. Þar ræktar hún íslenska fjárhundinn en hún heill-aðist af honum 1991 eftir að hafa átt blendingshund og golden
retriever-hunda frá 1974. „Ég er bara með tvo fjárhunda í dag, tvo
húsketti og íslensku landnámshænuna, þrettán hænur alls. Það gefur
lífinu gildi að vera með dýrum.“
Eiginmaður Brynhildar er Sigurbjörn Ásgeirsson og börn þeirra
eru Ásgeir Sigurbjörnsson, f. 1976 og Gerður Inga Sigurbjörnsdóttir,
f. 1978. Barnabörnin eru 6.
„Íslenski fjárhundurinn er einfaldlega besti hundurinn og eini þjóð-
arhundur okkar Íslendinga. Íslenski fjárhundurinn er einstakur og
honum er alltof lítið flaggað. Íslendingar flagga hestinum og lund-
anum en gleyma alltaf að við eigum okkar þjóðarhund.“
Hverjir eru helstu kostir hans? „Hann er fyrst og fremst alltaf kát-
ur og afskaplega barngóður, góður heimilishundur og frábær vinnu-
hundur og félagi.
Það er alltaf eftirspurn eftir honum, bæði heima og erlendis. Fólk
hefur samband þegar það langar í hund og er jafnvel búið að bíða
lengi eftir hvolpi undan ákveðnum foreldrum. Svo vísar maður bara á
(DÍF) Deild íslenska fjárhundsins sem heldur utan um alla ræktun.
Það má taka það fram að DÍF gefur út afskaplega fallegt dagatal.“
Hvað á að gera í tilefni afmælisins? „Vonandi kíkir einhver í kaffi á
afmælisdaginn, ég er alltaf með heitt á könnunni.“
Tríó Brynhildur, Sunnusteins Sif og Stjörnuljósa Hjálmur.
Íslenski fjárhund-
urinn er einstakur
Brynhildur Inga Einarsdóttir er sextug í dag
Þ
orvaldur Veigar fæddist
á Alviðru í Dýrafirði
15.7. 1930. Þar ólst hann
upp að mestu, fyrst með
foreldrum sínum sem
bjuggu þar fyrstu sex æviár hans,
en var síðan öll sumur á Alviðru hjá
móðurafa sínum og ömmu, og auk
þess nokkra vetur, þar til hann fór
að vinna á sumrin. Að öðru leyti átti
hann heima á Ísafirði frá sjö ára
aldri.
Vestfirðirnir hafa því alltaf togað
í hann og ferðirnar þangað orðnar
margar gegnum tíðina, en Alviðra
er enn í eigu ættarinnar.
Þorvaldur Veigar stundaði sjó á
síldarbátum og togurum á náms-
árum í MR og HÍ. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1951, embættis-
prófi í læknisfræði 1959, doktors-
prófi frá University of London 1970,
fékk almennt lækningaleyfi 1961 og
sérfræðileyfi í meinafræði 1970.
Þorvaldur Veigar var aðstoðar-
læknir á Ísafirði 1959, kandidat á
Landspítala og Slysavarðstofu 1959-
60, staðgengill héraðslæknis á Rauf-
arhöfn og héraðslæknir í Kópa-
skershéraði 1960-61, aðstoðarlæknir
við Landspítalann á rannsókn-
arstofu í meinafræði 1961-64, við
Þorvaldur V. Guðmundss. fyrrv. lækningaforstj. Ríkisspítalanna – 85 ára
Ástralíufarar Þorvaldur Veigar með skipshöfninni á Elliða, í Höfðaborg, á leið til Ástralíu, haustið 2002.
Með hugann við
Vestfirðina og Ástralíu
Fjölskylda Veigar og Birna með börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Svanbjört Hrund Jökulsdóttir, Tinna Björg Jóhannsdóttir og Katrín
Sif Arnarsdóttir söfnuðu 10.348 krónum til styrktar Rauða krossinum
með því að halda tombólu við Skagfirðingabúð og Hlíðarkaup.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Júlítilboð
- á einnota borðbúnaði
Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 14
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Rekstrarvörur
– fyrir þig og þinn vinnustað
Komdu í
verslun RV og
sjáðu glæsilegt
úrval af einnota
borðbúnaði
í flottum
sumarlitum.