Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur áhuga á stjórnmálum, er- lendum málefnum og trúmálum í dag. Fólk sem grípur hvert tækifæri til að gera prakkarastrik og skemmta sér er bara heil- brigt fólk. 20. apríl - 20. maí  Naut Það hefur ekkert upp á sig að halda í annað fólk ef það er staðráðið í að fara sína eigin leið. Vertu tilbúin/n að aðstoða vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óvænt uppákoma sem tengist nánum vini eða maka gerir þig unga/n í anda. Einhver er að reyna að ná sambandi við þig. Sinntu vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum vinnur þú ekki á sama hraða og þeir sem eru í kringum þig en það þýðir ekki endilega að þú gerir verkið verr. Allar ár renna til sjávar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Blandaðu þér ekki í deilur vinnufélaga þinna að svo stöddu. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við höndina. Allt er vænt sem vel er grænt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að ekki verður tekið mark á orðum þínum nema þú eigir inneign fyrir slíku trausti. Hver er sinnar gæfu smiður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur búist við miklu álagi í starfi í dag. Reyndu að ná tökum á hlutunum og svo skaltu vinna þá í rólegheitum. Auð- kenndur er asninn á eyrunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú freistast til þess að skipta þér af málefnum annarra skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan. Ekki renna blint í sjóinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samstarfshugmyndir falla vel í kramið hjá fjölskyldunni. Allt sem þú gerir er úthugsað fyrir vissa stefnu. Haltu ótrauð/ur áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hjarta þitt er svo rausnarlegt að þegar ástvinir glíma við erfiðleika tekur þú þá á þig eins og þína eigin. Gefðu þér tíma og sæktu orku í umhverfi þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu ekki slaka á á neinum sviðum. Samskipti eru yfirhöfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það skiptir meira máli hvað þú veist en hverja þú þekkir. Þér lánast að vinna í hópi í dag og kemur miklu í verk. Andrés Björnsson á Borgarfirðieystra var einn hagyrðinganna á Vopnaskaki Vopnfirðinga. Um tal- andi kynlífsdúkkur orti hann: Kynlífsdúkkan brúar bil þó börn hún ekki kunni að ala. Eitt ég bara ekki skil af hverju hún þarf að tala. Þá var kveðið um brjóstabylt- inguna: Brjóstin ætti að beisla minnst og bæta frelsiskaflann. Er þó neikvætt að mér finnst ef þau skyggja á naflann. Og síðan yrkir Andrés um vel- gengni Pírata: Píratanna söm er saga séð frá Gallup myndin var. Fylgið til sín dágott draga daginn eftir kosningar. „Stórhuga menn vilja koma upp gríðarmikilli skipaniðurrifsstöð við Hauganes,“ skrifar Davíð Hjálmar Haraldsson í Leirinn og bætir við: Þótt mannlíf og murur þar dafni og menn hafi nóg fyrir stafni þá hlakka ber til að hér verði skil og Hauganes standi undir nafni. Og enn yrkir hann: Að þæfa í hnykil er hnuðl, að hnoða í böggul er kuðl, að Mammon fær kofa – eitt kames og stofa – er hagkvæmni – hreint ekki bruðl. Skírnir Garðarsson hefur orð á því að fólk þoli kuldann á skerinu misjafnlega: „Í lautunum ljúft er að tína af sér leppana,“ sagði hún Stína. En hann Villi að bragði sig vatt er hann sagði, „ég vona að hann fari að hlýna.“ Og bætti við: „Svona fór um ….. ferð þá!“ En það var annað og betra hljóð í Ólafi Stefánssyni: Á hausti til fjalla fóru, Friðbjört og Simmi Dóru. Voru víst ber þar hist og her. Þá var nú stiklað á stóru. Ármann Þorgrímsson skrifar: „Lukku-Láki okkar brá sér út fyrir landsteinana og fundaði með Evr- ópusambandinu. Hann bauð fram aðstoð sína við að leysa vanda Grikklands. Stór geta vandamál verið ef vantar með brauðinu smérið, ég get við því gert sem er guðsþakkarvert. Ég lána ykkur loforðakverið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kynlífsdúkkum og limrudansi Í klípu „HEILÖG VARTA!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT AÐ ÞRÍFA GÓLFIÐ MEÐ SÚPU DAGSINS Á MORGUN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hver sekúnda skiptir máli. KRAKKAR... EKKI LÁTA ÞETTAKOMA FYRIR YKKUR. VAR ÞETTA MÓÐGUN? NEI, ÞETTA VAR ÞJÓNUSTA VIÐ ALMENNING. ÉG VÆRI TIL Í AÐ SJÁ HVORT ÞAÐ SÉ EINHVER FJÁRSJÓÐUR Í ÞESSUM GÖMLU BYGGINGUM SEM SÉ ÞESS VIRÐI AÐ STELA... ...EN ÞESSI STÓRI, GRIMMILEGI VARÐHUNDUR HRÆÐIR MIG! Víkverji rakst á ungling á dögunum.Unglingurinn var staddur í barnaafmæli. Hann virtist skorta sumarfrískleika og sat fýldur uppi í sófa. Honum hafði verið bannað að vera í símanum, aðalviðurværi sum- arsins, þennan dagspart sem afmælið stæði yfir og átti að blanda geði við fjölskyldumeðlimi. Eirðarlaust augnarráð unglingsins starði fjarrænt út í bláinn og gætti þess vel að ná ekki augnsambandi við neinn á staðnum. x x x Þegar hér er komið við sögu er Vík-verji búinn að næla sér í kræs- ingar og leitar að lausu sæti í afmæl- inu sem hann sér við hliðina á fjarræna augnaráðinu. Víkverji tekur upp kurteisishjal við unglinginn. Hjalið er reyndar aðallega í aðra áttina þar sem að viðmælandinn hefur ekki mikinn áhuga á að halda samræðunum gangandi. Nokkur eins atkvæðis orð hrökkva þó af vörum sessunautsins og það kemur upp úr kafinu að hann hefur enga vinnu í sumar. Það vill nefnilega svo til að unglingurinn býr í Reykjavík og hjá þeirri fyrirmyndarborg er enga ung- lingavinnu að hafa fyrir ungmenni eft- ir 8. bekk í grunnskóla. Samskonar vinnu er þó að hafa í sveitarfélögunum í kring fyrir jafnaldra unglingsins og spyr Víkverji sig að því hvernig standi nú á þessu. Svarið tengist líklega pen- ingum. x x x Ekki veitti nú af að slá nokkrar flatirí Reykjavík, reyta dálítinn arfa og tína upp rusl hér og hvar. Unglingar þessir eru afar ódýrt vinnuafl fyrir borgina og myndu með vinnunni hafa eitthvað fyrir stafni, myndu vænt- anlega öðlast trú á sjálfa sig, læra að vinna og þroskast í hugsun og um- gengni. Niðurhal kvikmynda myndi kannski stöðvast rétt á meðan og hugsunum um það hvernig fá mætti óhreinatauið til að ganga sjálft inn í þvottahúsið myndi fækka. x x x Borgin hefur vonandi tök á því aðhagræða einhverju í peninga- málum. En svo er spurningin hvort mikilvægara sé að mála Laugaveginn í dýrum litum eða ala upp framtíðar- borgarana. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Jóhannesarguðspjall 14:6 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI Það borgar sig að nota það besta! TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagið Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is Kúlu- og rúllulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.