Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Þetta er risaverkefni á danskan
mælikvarða, sem er talsvert stór,“
segir leikarinn Jóhann G. Jóhanns-
son en hann fer með hlutverk ill-
mennisins Dres í dönsku kvikmynd-
inni Skammerens Datter sem
frumsýnd var hér á landi í síðustu
viku. Kvikmyndin er hörkuspenn-
andi fantasía sem byggist á sam-
nefndum metsölubókum eftir Lene
Kaaberbøl. Handritið skrifar hinn
margverðlaunaði Anders Thomas
Jensen sem á fjölda gæðamynda að
baki, þar á meðal I Kina spiser de
hunde, Brødre og Hævnen. Leik-
stjórn er í höndum Kenneth Kainz.
Sagan segir frá mægðum
„Bækurnar eru lesnar víða í skól-
um, meira að segja í Svíþjóð líka.
Þetta eru í heildina fjórar bækur og
upp úr þeim hafa verið gerðar leik-
gerðir víðsvegar um Skandinavíu,
aðallega þó í Danmörku. Núna hefur
sagan síðan verið fest á filmu. Þetta
er svona ákveðið Game of Thrones
fyrir fjölskylduna, ævintýramynd
sem fjallar um stúlku og móður
hennar en þær búa báðar yfir yf-
irskilvitlegum hæfileikum. Sagan
gerist á einskonar miðaldartímum
og inniheldur dreka, kastala og allt
þar fram eftir götunum. Þetta er
dönsk framleiðsla og nánast allir
sem koma að henni eru danskir.
Maria Bonnevie, sem Íslendingar
þekkja úr Hvíta víkingnum, Jakob
Oftebro, sem er að verða ansi stór
stjarna í heiminum, Færeyingurinn
Olaf Johannessen og ég erum meðal
þeirra fáu leikara sem ekki eru
danskir þegnar,“ segir Jóhann.
Hann kveður jafnframt aðstand-
endur myndarinnar hafa unnið mikið
saman áður og að mikil fagmennska
hafi einkennt verkefnið.
„Þetta er mikið til sami hópurinn
og stóð að sjónvarpsþáttunum 1864
sem voru dýrustu þættir sem fram-
leiddir hafa verið í Danmörku. Það
eru einnig margir leikarar sem léku í
þeim þáttum að starfa við þessa
mynd. Oftebro lék einmitt í þátt-
unum, hann fór þar með hlutverk
annars fallegra bræðranna. Søren
Malling, sem hefur meðal annars
leikið í Borgen, tekur einnig þátt í
verkefninu auk Peters Plaugborg.
Þetta eru allt mjög flottir leikarar og
mjög vel að þessu staðið. Skamm-
erens Datter var frumsýnd í vor í
Danmörku og henni var tekið alveg
svakalega vel. Hún hefur í raun farið
ansi hátt þar í landi og búin að fá
rosalega góðar móttökur, bæði frá
áhorfendum sem og gagnrýnendum.
Hún var síðan frumsýnd í Noregi
snemma sumars og ég held að hún sé
bara nýkomin í bíóhús í Svíþjóð. Það
er vissulega töluð danska í myndinni
en við hér heima erum nú orðin vön
því eftir alla þessa dönsku þætti sem
eru sýndir hérna,“ segir Jóhann
kíminn.
Fer með hlutverk illmennis
Jóhann kveðst sjálfur ekkert sér-
staklega góður í dönskunni en að
hann geti þó bjargað sér. Nokkur
vinna hafi því farið í það að ná lín-
unum og hreimnum en illmennið
Dres hafi þó ekki verið sérlega mál-
glaður í myndinni.
„Ég tala ekki reiprennandi
dönsku en ég er ansi góður í að eiga
við framburði. Ég gæti sjálfsagt
bjargað mér en ég gæti ekki haldið
uppi eðlilegum samræðum. Eftir að
ég fékk línurnar fékk ég því konu til
að aðstoða mig við þær. Þrátt fyrir
að ég sé nokkuð áberandi í myndinni
þá er ég ekki með margar línur. Ég
er í raun besti vinur stærsta illmenn-
isins. Ég fékk síðan tækifæri til þess
að fara út og lesa sumar línurnar aft-
ur,“ segir hann. Að sögn Jóhanns
hefur leikstjóri myndarinnar, Ken-
neth Kainz, mikið fengist við það að
blanda tölvugerðu efni, til dæmis
fljúgandi drekum, saman við hefð-
bundið myndefni. Þetta sé hans
fyrsta stóra mynd en að verkefnin
hafi hrannast upp eftir sigurgöngu
verksins. Eitt þekktasta nafn
Skammerens Datter er þó eflaust
Anders Thomas Jensen, sem sá um
handritið, en Jóhann segir hann þó
ekki hafa verið mikið á settinu.
„Þegar ég kom inn í þetta þá var
Jensen eiginlega stjarna verksins.
Hann var stærsta nafnið alþjóðlega
þó svo leikararnir séu kannski
þekktari innan Danmerkur. Hann
setur saman sögurnar hennar Kaab-
erbøl en hún er einnig stórstjarna í
heimalandinu. Hún kom nokkrum
sinnum á sett og maður spjallaði við
hana, það var mjög gaman. Ég held
að ég hafi þó aldrei hitt Jensen, enda
var hann eflaust bara í Hollywood.
Hann er á þeim mælikvarða,“ segir
hann. Jóhann hreppti hlutverk Dres
eftir áheyrnarprufur sem Eskimo
stóð fyrir hér á landi. Hann er auk
þess að taka þátt í tveimur þýskum
sjónvarpsmyndum sem teknar eru
upp hér á landi fyrir þýsku sjón-
varpsstöðina ARD. Tökur hófust í
vor og er von á því að kvikmyndirnar
verði sýndar eftir áramót.
Íslensk mynd í bígerð
Jóhann kveður jafnframt athygl-
ina sem landið hlýtur erlendis frá
mikla og engin undantekning á því
þegar kemur að kvikmyndaiðn-
aðinum.
„Þetta stórkostlega land sem við
eigum skemmir náttúrlega ekki fyr-
ir. Fyrir utan það erum við líka með
frábæra kvikmyndagerðarmenn og
mjög góð stoðfyrirtæki sem geta
tekið á móti öllum stærðum og gerð-
um af kvikmyndum. Það er bara búið
að sanna sig og það er fljótt að breið-
ast út. Þegar að menn eins og Tom
Cruise og Ben Stiller dásama land,
þjóð, leikara og starfsfólk, þá eykst
einnig áhuginn. Þetta er mjög gott
tækifæri fyrir landið, bæði hvað
tekjur og upphafningu varðar. Svo
má ekki vanmeta hlut þessara kvik-
mynda, sem hafa verið teknar hérna,
í þessum ferðamannastraum sem
hér er. Tónlist og kvikmyndir eru að
gera ýmislegt fyrir landið,“ segir
hann. Jóhann kveðst ekki hafa sagt
skilið við íslenska kvikmyndagerð
þrátt fyrir að hafa unnið mikið með
erlendum aðilum og að ný íslensk
kvikmynd sé meðal annars í píp-
unum.
„Það er verið að hefja tökur á
nýrri mynd Óskars Jónassonar, Fyr-
ir framan annað fólk. Svo voru tökur
á Rétti 3 einnig að klárast. Maður
lokar aldrei á neitt. Það er líka svo að
þrátt fyrir að ég sé kominn með
ágætis sambönd úti, og tali smá
þýsku og geti reddað mér á dönsk-
unni, þá er ég alltaf útlendingur þar.
Maður tekur því bara sem býðst. Við
erum einnig með stráka og stelpur
sem eru að gera flotta hluti úti um
allan heim, þetta er allt að opnast.
Maður finnur að það er verið að
horfa mikið til Skandinavíu,“ segir
Jóhann og nefnir Ólaf Darra Ólafs-
son, Heru Hilmarsdóttur og Björn
Hlyn Haraldsson, ásamt fleirum, í
því samhengi. Þess má geta að lok-
um að verið er að vinna að því að
Skammerens Datter númer tvö og
þrjú fái að líta dagsins ljós.
Þrjóturinn Dres kominn til landsins
Jóhann G. Jóhannsson fer með hlutverk illmennisins Dres í dönsku myndinni Skammerens Datter
Kvikmyndin var meðal annars tekin upp hér á landi og býr hún yfir góðu úrvali þekktra leikara
Morgunblaðið/Eggert
Fjölhæfur Jóhann G. Jóhannsson vinnur einnig að tveimur þýskum kvikmyndum um þessar mundir sem gerðar eru fyrir sjónvarpsstöðina ARD.
Dyrhólaey Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi en í þessari stillu má sjá sögupersónur ríða hesti á Suðurlandi. Í bakgrunni má sjá glitta í Dyrhólaey sem á hvílir tölvugerður smábær.