Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Okkur hefur gengið vel að fá fólk
sem vill koma hingað og búa. Fólk vill
búa úti á landi, ef það færi vinnu við
sitt hæfi. En það þarf að leysa hús-
næðismálin,“ segir Víkingur Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á
Bíldudal. Litla þorpið við Arnarfjörð
hefur breytt um svip við tilkomu
Arnarlax. Í stað sumardvalarstaðar
með stöðugri fækkun íbúa eru komn-
ar fjölskyldur með börn í flesta garða
og leikskólinn allt í einu fullnýttur.
Arnarlax er að byggja upp starf-
semi sína, seiðaeldisstöð í Tálknafirði
og sjókvíaeldi á nokkrum stöðum í
Arnarfirði. Fyrstu seiðin voru sett út í
kvíar síðastliðið haust og verður byrj-
að að slátra fiski upp úr þeim seint á
komandi hausti. Áætlað er að þessi
fyrsta kynslóð gefi af sér um 2.200
tonn af afurðum. Þá er verið að setja
út seiði af annarri kynslóð sem byrjað
verður að slátra úr haustið 2016.
Stækkun undirbúin
Eldið hefur gengið vel, að sögn Vík-
ings. Þótt veturinn hafi verið erfiður
urðu engin áföll eða slys í kvíum eða
eldi. Allt er gert sem hægt er til að
koma í veg fyrir slysasleppingar. Not-
aður eru kvíar og búnaður sem vott-
aður er samkvæmt ströngustu kröf-
um í Noregi og hér á landi. Sérhæft
fyrirtæki hefur reglulegt eftirlit með
kvíunum og annast þrif á þeim og hef-
ur aðstöðu til að bæta úr tímanlega ef
eitthvað er að gefa sig. „Við erum til-
búnir að leggja mikið á okkur til að
hafa þessa hluti í lagi,“ segir Víkingur.
Þegar eldistímabili er lokið eru kví-
arnar teknar upp, þvegnar, styrktar
eftir þörfum og vottaðar að nýju.
Arnarlax stefnir að alls 10 þúsund
tonna eldi á sex stöðum í Arnarfirði.
Gert hefur verið umhverfismat fyrir
þá stækkun og von er á áliti Skipu-
lagsstofnunar um áformin á næstunni.
Víkingur segir stefnt að því að
koma framleiðslunni upp í þá fram-
leiðslu eftir þrjú til fjögur ár. „Við vilj-
um byggja þetta hægt en örugglega
upp. Við erum ánægð með hvernig
stjórnvöld hér á Íslandi vinna með
greininni og horfum bjartsýnir til
þess að fiskeldi verði byggt upp sem
alvöru atvinnugrein. Það er komið vel
á veg,“ segir Víkingur. Hann bendir á
áhrif þess á samfélagið á Bíldudal og
sunnanverðum Vestfjörðum. Í kjöl-
farið komi kröfur um að laga vegina,
auka áætlunarflug og byggja upp
aðra innviði.
Arnarlax keypti hús fiskvinnsl-
unnar á Bíldudal. Þar eru skrifstofur
og aðstaða til að þjóna sjókvíaeldinu.
Reiknað er með að fyrstu kynslóðum
úr sjókvíaeldinu verði slátrað þar og
afurðunum pakkað.
Nýtt sláturhús verður byggt
Þegar framleiðslan eykst hyggst
Arnarlax byggja nýtt sláturhús og
koma upp aðstöðu til að fullvinna hrá-
efnið í neytendapakkningar. Það
verður gert á uppfyllingu út í sjó, utar
í þorpinu. Einnig þarf að fjárfesta í
stækkun seiðaeldisstöðvarinnar á Gil-
eyri, til að skapa grundvöll fyrir aukið
eldi. Allar eru þessar fjárfestingar
háðar því að leyfi fáist til stækkunar
og er því beðið með endanlegar
ákvarðanir.
Laxinn vex vel í kvíunum langt
fram eftir hausti. Þess vegna áforma
stjórnendur Arnarlax að hefja ekki
slátrun fyrr en í október eða nóv-
ember. Þótt ekki hafi reynt á sölu enn
sem komið er telur Víkingur að auð-
velt verði að selja fiskinn. Hann finn-
ur fyrir áhuga viðskiptavina og jafn-
vel kaupenda sem vilja kaupa alla
framleiðsluna. „Íslenskir framleið-
endur eru tiltölulega nýir á þessum
markaði. Afurðirnar þykja spennandi
og þær koma úr hreinu umhverfi.
Sjálfsagt hjálpar það til að íslenskar
sjávarafurðir hafa góða ímynd úti á
mörkuðunum,“ segir Víkingur.
Börn á ný í flestum görðum
Íbúum á Bíldudal hefur fjölgað um þrjátíu vegna uppbyggingar fiskeldis á vegum Arnarlax
Framkvæmdastjórinn segir að fólk vilji gjarnan búa úti á landi Byggja þarf ódýrar íbúðir
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á Bíldudal Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri við höfnina á Bíldudal. Tvíbytnan Garðar Jörundsson BA,
helsti þjónustubátur Arnarlax, er alla daga vikunnar við sjókvíarnar í Arnarfirði við fóðrun og eftirlit.
Tuttugu starfsmenn eru hjá
Arnarlaxi og hafa um 30 nýir
íbúar bæst á íbúaskrá Bíldudals
vegna starfseminnar á innan við
ári. Íbúum þorpsins hefur fjölg-
að úr um 170 í um 200 á þess-
um tíma.
Verið er að ráða fleira fólk og
segir Víkingur Gunnarsson að
það gangi vel. Nefnir hann sem
dæmi að nýlega hafi verið aug-
lýst starf á sjó og starf háskóla-
menntaðs gæðastjóra. Störf á
sjó hafa verið eftirsótt og það
kom því stjórnendum fyrirtæk-
isins á óvart að fleiri sóttu um
starf gæðastjórans.
Húsnæðisskortur háir vexti
fyrirtækisins. Vegna fólksfækk-
unar seldust húsin aðeins sem
sumarhús í mörg ár. Það er nú
breytt, ásókn er í öll hús sem
auglýst eru til sölu og „blokkin“
er ekki lengur mannauð því fólk
er flutt í allar ellefu íbúðirnar.
Víkingur segir að leysa þurfi
húsnæðisvandann. Telur hann
að með hækkandi húsnæðis-
verði á eftirsóttum stöðum úti á
landi skapist möguleikar til að
byggja ný hús, að því tilskildu
að hægt verði að gera það á
ódýran hátt.
Fjölgar mjög
í þorpinu
HÚSNÆÐISSKORTUR
Morgunblaðið/ÞÖK
Aðstaða fyrir ferðamenn og upp-
bygging við Seljalandsfoss hefur
engan veginn haldið í við fjölgun
ferðamanna. Atvinnubílstjóri, sem
setti sig í samband við Morgunblað-
ið, segir ófremdarástand skapast
dag hvern við bílaplanið við fossinn.
„Eftir klukkan tíu á morgnana og
fram eftir degi er ástandið þarna
mjög slæmt,“ segir Ásthildur Guð-
jónsdóttir, bílstjóri hjá Teiti, og bæt-
ir við að atvinnubílstjórar, sem sum-
ir sækja svæðið heim nokkrum
sinnum í viku, séu nú langþreyttir á
því öngþveiti sem þarna skapast.
Þegar Ásthildur var stödd við
fossinn í gær nýtti hún tækifæri og
smellti af myndum. Var þá bílaplanið
yfirfullt og langar bílaraðir sitt hvor-
um megin við veginn að planinu.
„Skömmu eftir að ég tók mynd-
irnar myndaðist þarna alger stífla
þegar erlendir ferðamenn á húsbíl
fóru utan í rútu. Þeir bara svínuðu á
hana,“ segir Ásthildur.
Atli Már Bjarnason, veitingamað-
ur á Seljaveitingum, segir svæðið
sprungið. „Það standa til fram-
kvæmdir en fjölgun ferðamanna hef-
ur verið svo rosaleg.“ khj@mbl.is
Ljósmynd/Ásthildur Guðjónsdóttir
Ekkert pláss Þegar bílaplanið fyllist leggja ökumenn gjarnan á veginum.
Ófremdarástand
skapast dag hvern
Aðstaða við Seljalandsfoss sprungin
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is