Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 25
Tryggðaböndin sem sú hug-
rakka Þóra hafði bundið urðu til
ævarandi tengsla við fjölskyldu
hennar á Selfossi, tengsla sem
aldrei verða rofin. Barn varð til,
stúlka sem fékk nafnið Þóra og sú
hugrakka varð „frænka“. Stúlkan
notaði nafnið Frænka á föðursyst-
ur sína og nöfnu og festist það
nafn við Sveinbjörgu Þóru og hef-
ur hún gengið undir því nafni af
okkar fólki æ síðan. Hún fann ást-
ina sína hann Alla og eignaðist
með honum soninn Pálma og lífið
hélt áfram með tilheyrandi verk-
efnum. Fyrir átti Alli átti dótt-
urina Grétu og á hún tvo drengi.
Tveir sonarsynir fæddust með
nokkurra ára millibili og amma
alltaf til staðar fyrir drengina sína
þá Jóhann og Jökul.
Það lagðist mikil sorg á fjöl-
skylduna árið 2007, en þá börðust
þær systur Sveinbjörg Þóra og
Hulda fyrir lífi sínum. Hulda lést
2. júní það ár aðeins 53 ára og við
útför hennar í Selfosskirkju bað
presturinn sr. Gunnar Björnsson
fyrir lífi Sveinbjargar Þóru sem
þá lá dauðveik á gjörgæslu Land-
spítala og var vart hugað líf. Við
vorum bænheyrð og mín góða vin-
kona fékk að lifa lengur.
Á árinu 2011 var aftur höggvið
skarð í systkinahópinn úr Ártúni
6, en þá lést bróðir hennar Björn
aðeins sextugur að aldri.
Það kom í hlut Sveinbjargar
Þóru og hennar fjölskyldu, ásamt
Kristínu systur sinni og drengjun-
um hennar Huldu að styðja og
styrkja aldraða móður og ömmu
sem hafði þá séð á eftir eigin-
manni sínum Brynjólfi og dóttur
og einnig hafði hún misst tvo
tengdasyni unga menn í blóma lífs
síns.
Mín góða vinkona fékk nokkur
ár til að sjá barnabörnin sín vaxa
og sýndi hún þeim mikla ást og
umhyggju. Henni var umhugað
um að þeim liði sem best og bar
hag þeirra fyrir brjósti. Ekkert
verður eins og áður. Nú er aðeins
Kristín ein eftir af systkinahópn-
um úr Ártúni 6 á Selfossi og er
hugur minn hjá henni á þessum
erfiða tíma. Minningarnar eru ein-
ar eftir og við sem áttum eftir að
hittast svo oft hittumst ekki oftar
hérna megin.
Elsku Alli, Pálmi, Tinna, Krist-
ín og fjölskylda, ég votta ykkur
einlæga samúð og bið Guð að veita
ykkur styrk í sorginni.
Meira: mbl.is/minningar
Sigríður Guðjónsdóttir.
Þóra er dæmi um góða mann-
eskju. Yfirbragð Þóru bar með sér
þá gerð af hóflyndi sem tjáði
hverjum sem vildi sjá að þar færi
manneskja sem væri sátt við sig.
Staðfestingu á innri ró fékk hver
sem við hana átti samtal. Þannig
sá maður hana. Þannig heyrði
maður hana. Þannig fann maður
hana. Þannig týndi maður henni
að lokum. Of snemma. Held að
Þóra hafi alltaf hugsað að gera það
sem væri rétt. Held að hún hafi
meira hugsað um það sem væri og
minna um það sem væri ekki.
Held að hún hafi vitað innra með
sér að það væri í þeim tilgangi að
skilja það sem áætlað væri að gæti
orðið. Þóra breytti rétt, eftir bestu
samvisku og enginn gat gert henni
neitt. Ráðsnilld! Hátterni Þóru er
saga hennar og birtingarmynd –
fyrirmynd okkar hinna sem eru að
læra að vera góð. Takk, Alli, fyrir
að hafa gefið mér tækifæri til að
þekkja Þóru. Hugur minn er með
þér, Pálma og ömmubörnunum.
Guðjón Heiðar og
Guðrún Björk.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Markaðs- og kynningarfulltrúi
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða hæfileikaríkan einstakling í nýtt starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Starfið
er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum. Um er að ræða framkvæmdastjórn viðburða
ásamt störfum sem tengjast kynningar- og útgáfumálum fyrir Rangárþing ytra m.a. ritstjórn á vef Rangárþings
ytra og hugsanlega tengdum vefum, ýmis sérverkefni m.a. á sviði ferðamála, vinna við stefnumörkun, saman-
tektir og skýrslugerð.
Fulltrúinn aðstoðar einnig einstaklinga og félagasamtök, í samráði við sveitarstjóra og/eða Atvinnu- og
menningarmálanefnd, við skipulagningu og utanumhald annarra viðburða í sveitarfélaginu.
Um er að ræða fullt starf. Ráðið verður í starfið til eins árs til að byrja með, frá 1. september/1. október n.k.
eða eftir nánara samkomulagi, en áætlanir standa til að um framtíðarstarf sé að ræða. Umsóknarfrestur er til
og með 5. ágúst nk.
Umsókn skal senda með rafrænum hætti á klara@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í
starfið.
Nánari upplýsingar veita Ágúst Sigurðsson (agust@ry.is) og Sólrún Helga Guðmundsdóttir (solrun@ry.is).
Rangárþing ytra
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
• Menntun og/eða reynsla sem tengist viðburða- og verk-
efnastjórnun er kostur
• Þekking á svæðinu er mikill kostur
• Reynsla af umsjón og uppbyggingu vefsvæða er kostur
• Menntun eða reynsla á sviði framsetningar kynningar-
efnis er kostur
• Gott vald á ritun íslensku og ensku er skilyrði
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum er áskilin
Starfssvið:
• Almenn kynning á sveitarfélaginu
• Framkvæmdastjórn og kynning viðburða
• Umsjón með auglýsingagerð og birtingu þeirra
• Vinna við fjármögnun markaðs- og menningartengdra
verkefna af hálfu sveitarfélagsins
• Ritstjórn vefsvæða og samfélagsmiðla í nafni Rangár-
þings ytra.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa útskurður 9-16. Opið hús m.a. spilað
vist og bridge. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur m/Guðnýju 13-16.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga kl.
9.30-16, hádegismatur kl. 12, panta með dags fyrirvara í s. 6171503,
meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14-16. Opnar saumavinnustofur alla
virka daga, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45 á þriðjudögum, brids á
miðvikudögum kl. 13, handavinnuhorn á fimmtudögum kl. 13 í
Jónshúsi.
Gerðuberg Opnar vinnustofur kl. 9-15.30. Félagsvist kl. 13. Heitt á
könnunni.
Gjábakki Handavinnustofan opin, félagsvist kl. 13. hádegisverður kl.
11.40, heitt á könnunni til kl. 15.30.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13 og handa-
vinnustofan opin.
Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30.
Blöðin, taflið og púslið liggja frammi. Opið inn í handavinnustofu og
þrektækin á sínum stað. Minnum á netið og spjaldtölvuna.
Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Kaffi og meðlæti selt kl. 14.30-15.30.
Hvassaleiti 56-58 Opið 8-16. Boðið upp á kaffi kl. 8.30-10.30.
Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Opið inn í
handavinnustofu og blöðin, púslið og taflið liggja frammi.
Seltjarnarnes Tölvunámskeið í Mýrarhúsaskóla kl. 10. Skemmti-
ganga frá Skólabraut kl. 13.30. Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness
kl. 18.30. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 10.30.
Vitatorg Handavinna. Ferð í Bónus kl. 12.20. Farin verður dagsferð til
Vestmannaeyja 10. ágúst, allir velkomnir. Uppl. í síma 411-9450 og
822-3028.
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58–60
Kveðjusamkoma fyrir
Katsuko og Leif Sigurðsson
í kvöld kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Samson
Lokipuna, biskup frá Keníu.
Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Til sölu
Tré og runnar - rýmingarsala
6 ára gróskumiklar plöntur til sölu.
T.d. kopar, kasmír, silfur-, úlfa- og
gráreynir. Furur og flestar gerðir af
toppum.
Blómsturvellir v/Reykjavlund,
opið kl. 14-18 virka daga.
Sími 8641202.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Nama heilsársdekk tilboð
195/70 R 14 kr. 12.750
215/55 R 16 kr. 15.760
225/55 R 16 kr. 17.900
205/65 R 16 kr. 18.320
225/55 R 17 kr. 19.120
Mjög góð dekk.
Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi.
S. 544-4333. (Á móti Kosti)
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Traktordekk rýmingarsala
14.9-24 kr. 35.900
13.6 -24 kr. (1 stk) 49.900
11.2 – 28 ( 1 stk) kr. 39.900
Kaldasel ehf Dalvegur 16 b,
Kópavogur s. 5444333
Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma569 1390 eða á augl@mbl.is
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Í aldarminningu um Elínu
Jósefsdóttur, sem birtist í
blaðinu í gær, 14. júlí bls. 24,
voru tvær villur. Móðir Elínar
hét Guðríður Guðmundsdóttir
(ekki Guðrún) og Elín var
þriðja í hópi fjögurra barna
(ekki fimm). Leiðréttist þetta
hér með.
LEIÐRÉTT
Aldarminning