Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Fjölmargir Íslendingar sátulímdir við sjónvarps-skjáinn þegar Gunnar Nel-son vann frækinn sigur á
Bandaríkjamanninum Brandon
Thatch síðasta laugardag. Þeir allra
hörðustu horfðu á alla útsendinguna,
alveg til kl. 6.00 um morguninn, og
sáu Conor McGregor, vin Gunnars,
hreppa heimsmeistaratitilinn í fjað-
urvigt. Áhuginn á blönduðum bar-
dagalistum fer ekki bara vaxandi á
Íslandi, heldur á heimsvísu undir
væng fyrirtækisins UFC (Ultimate
Fighting Championship).
Forráðamenn UFC hafa sýnt
áhuga á að halda keppnir hér á landi,
en stærsta hindrunin í vegi þess virð-
ist vera skortur á lagalegri umgjörð
um blandaðar bardagalistir hér-
lendis. Óvissa ríkir um hvort íþróttin
sé í raun leyfileg eða ekki en hvorki
gat embætti ríkislögreglustjóra né
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gef-
ið svar um lögmæti íþróttarinnar,
þegar blaðamaður hafði samband.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, ætlar þó
að leggja fram frumvarp í haust sem
skapar lagalega umgjörð um íþrótt-
ina. Guðlaugur segir að nú sé verið að
vinna að skýrslu um hver reynsla er-
lendra þjóða sé af því að leyfa íþrótt-
ina, þá sérstaklega Svíþjóðar, sem
hefur haldið fjölda keppna í blönd-
uðum bardagalistum.
„Mér finnst dálítið sérstakt, að
Gunnar Nelson, íþróttamaður í
fremstu röð, keppir í íþrótt sem er
leyfð í flestum af þeim löndum sem
við viljum bera okkur saman við en
ekki hérlendis. Hann getur keppt alls
staðar annars staðar en á Íslandi. Það
er eitthvað snúið við það,“ segir Guð-
laugur. Hann telur engan vafa vera á
því að lögleiðing blandaðra bardaga-
lista sé viðskiptatækifæri fyrir Ís-
land. Einnig segir hann að þrátt fyrir
bannið komi ekkert í veg fyrir að fólk
horfi á blandaðar bardagalistir, nema
ef til vill að taka Norður-Kóreu á
þetta og loka internetinu.
Haraldur Dean Nelson, fram-
kvæmdastjóri Mjölnis og faðir Gunn-
ars Nelson, vill að settar séu reglur í
kringum íþróttina á fagmannlegan
hátt eins og í Svíþjóð. „Ástæðan fyrir
því af hverju við höfum ekki farið út í
þetta er að við viljum að það sé til
regluverk sem tryggir öryggi bar-
dagaíþróttamannanna eins og best
verður á kosið. Þetta er harkalegt
sport og þetta er eins og með aðrar
íþróttir, sem fela í sér miklar snert-
ingar og mikinn hraða, eins og t.d.
mótorkross og annað: þú vilt að þetta
sé undir ákveðnu og góðu reglu-
verki.“
Segir mikinn áhuga hjá UFC
að halda keppni á Íslandi
Haraldur segir mikinn áhuga hjá
UFC að halda keppni á Íslandi. „Ég
er búinn að ræða þessi mál við yf-
irmenn hjá UFC og þeir hafa mikinn
áhuga. Ég ræddi þetta síðast eftir
bardagann [síðasta laugardag] við
Lorenzo Fertitta, aðaleiganda UFC,
og hann er spenntur fyrir þessu. Þeir
töluðu strax við mig um þetta í Dublin
í fyrra.“
Haraldur segir marga ferðast
milli landa til að horfa á blandaðar
bardagalistir. „Hér voru 11.600
manns á vigtuninni fyrir bardagana á
föstudeginum. Þetta voru aðallega Ír-
ar sem komu til að horfa á Conor
McGregor berjast. Það eru að jafnaði
margir sem ferðast til að fara á þess-
ar keppnir. Við höfum enga risahöll á
Íslandi þannig, það yrði þó ekkert
vandamál að fylla höllina af Íslend-
ingum,“ segir Haraldur og bæt-
ir við að sterkt samband sé
milli Íslands og Írlands í
íþróttinni. „Írarnir myndu
hrúgast til Íslands til að
horfa á bardaga.“
Viðskiptatækifæri á
Íslandi í bardögum
Lagaleg óvissa Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður, ætlar að leggja
fram frumvarp sem skapar lagalega umgjörð um blandaðar bardagalistir.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Handhafaríkineit-unarvalds
í Öryggisráði SÞ
auk Þýskalands
hafa náð sam-
komulagi við Íran um kjarn-
orkumál. Obama forseti
Bandaríkjanna segir niður-
stöðuna munu tefja verulega að
Íran framleiði kjarnorkuvopn
og útiloki það næstu 10 árin.
Gagnrýnendur forsetans heima
fyrir segja samninginn verri en
búast mátti við því Obama
hefði lofað að yfirgefa samn-
ingaborðið tómhentur fremur
en að samþykkja vondan samn-
ing.
Forsetinn teflir því ekki
fram sem meginröksemd að
samningurinn við Íran sé góður
né heldur að hann komi í veg
fyrir að Íran verði kjarn-
orkuveldi. Hann stillir and-
stæðingum samningagerð-
arinnar hins vegar upp við
vegg og spyr þá hvað betra þeir
hafi að bjóða. Ísrael eitt tali um
loftárásir á Íran sem kost. Þó
sé ekki einu sinni víst að takast
megi að eyðileggja allar fram-
leiðslustöðvar kjarnorkuáætl-
unar með loftárásum.
Efnahagsþvinganir hafi ver-
ið reyndar lengi en þrátt fyrir
þær sé Íran nær því að fullgera
kjarnorkusprengjur en nokkru
sinni. Forsetinn segir að samn-
ingurinn við Íran sé ekki milli-
ríkjasáttmáli í þeim skilningi
að meirihluti þingsins þurfi að
staðfesta hann. Um sé að ræða
samningagerð á forræði æðsta
yfirvalds framkvæmdavalds-
ins, forsetans. Þessi skilgrein-
ing hefur mikla þýðingu. Repú-
blikanar eru í meirihluta í
báðum deildum þingsins. Þar
sem þeir fá ekki samninginn til
staðfestingar þarf að sam-
þykkja lög sem banna forset-
anum að gera samning í þessari
mynd. Forsetinn hefur þegar
sagt að geri þingið það, muni
hann beita neitunarvaldi sínu
gagnvart þeim lögum. Því þarf
þingið að fá sín lög samþykkt í
báðum deildum með svo ríkum
meirihluta að réttur til beit-
ingar neitunarvalds gildi ekki.
Til þess þarf tvo þriðju hluta
atkvæða í hvorri þingdeild að
viðbættu einu atkvæði. Repú-
blikanar verða því að fá atbeina
allmargra demókrata á þingi
við sitt mál. Fréttaskýrendur
telja ólíklegt en ekk útilokað að
andstæðingar forsetans á þingi
nái því marki.
Fram til þessa hafa skoðana-
kannanir vestra bent til að
meirihluti Bandaríkjamanna sé
hlynntur samningagerðinni og
til þess horfa þingmenn demó-
krata. Óumdeilt er að samning-
arnir séu lakari en Obama for-
seti hafði fullyrt að þeir yrðu.
Áður hafði verið
sagt að ekki yrði
skrifað undir
samninga nema að
eftirlitsmenn
fengju fyrir-
varalaust, hvenær og hvar sem
væri að fylgjast með því hvort
Íran stæði við ákvæði samning-
anna. Nú segir að Íran hafi
tvær vikur til að meta slíka
beiðni. Ísraelsstjórn telur að sá
tími nægi Íran til að fela slóð
sína. En þess utan hangir allt á
því að Íransstjórn svíki ekki
loforð sín. Margir telja það
yfirgengilega bjartsýni. Og
hver væri áhætta þeirra af
samningsbrotum?
Viðbrögðin eru sögð þau að
efnahagsþvinganir yrðu
ákveðnar á ný. Þar er hægara
um að tala en í að komast. Óvíst
er að Rússland og Kína myndu
verða fljót til samkomulags um
slíkt. Forsetarnir Clinton og
Bush sáu hvernig reyndist að
taka Norður-Kóreu trúanlegt.
Samningar við það ríki héldu
ekki, Norður-Kórea ræður nú
yfir kjarnorkuvopnum.
Íran yrði að auki prýðilega
statt til að fást við nýjar efna-
hagsþvinganir. Því strax við
fullgildingu samningsins verð-
ur núverandi efnahagsþving-
unum létt af landinu. Fúlgur
fjár streyma þá í ríkiskassa
Írans. Staða landsins í valda-
baráttunni í arabaheiminum
verður ógnarsterk. Eftir fáein
ár yrði Íran orðið vel fjáð, fjöl-
mennt og öflugt kjarnorkuveldi
undir stjórn öfgafullra klerka
án allrar lýðræðislegrar
ábyrgðar.
Þannig metur forsætisráð-
herra Ísraels einmitt stöðuna
en hann segir nýja samninginn
með eindæmum vondan. Hald-
reipi þess auma samnings sé að
auki það, að treysta megi Íran.
Landi, sem styðji alþjóðleg
hryðjuverk, samkvæmt flokk-
un viðsemjendanna sjálfra.
Fyrir aðeins fjórum dögum
hefðu bæði forseti Írans og
æðsti klerkur þess farið fyrir
hrópum fundarmanna sem köll-
uðu eftir tortímingu Bandaríkj-
anna.
Það vekur óneitanlega at-
hygli að þessi samningur er
gerður þrátt fyrir mikla and-
stöðu helstu bandamanna
Bandaríkjanna á þessu við-
kvæma svæði. Ísrael, Sádi-
Arabía og Egyptaland hafa
þungar áhyggjur. Fróðlegt
verður að sjá hver áhrif þess
verða á Bandaríkjaþingi.
Bandarískur almenningur er
ekki mjög áhugasamur um
þennan samning, en fremur já-
kvæður en hitt. Í Íran er staðan
önnur. Íranskur almenningur
styður samninginn og trúir á
batnandi tíð gangi hann eftir.
Obama vildi seilast
langt til að ná samn-
ingi við Íran}
Mikilvægur samningur
og umdeildur
A
ð skipta samfélaginu í tvo hópa,
annars vegar alla karla og hins
vegar allar konur, gerir það að
verkum að oft gleymist að hóp-
ana mynda einstaklingar. Þeirra
langanir og hugmyndir um það hvernig líf þeir
kjósa mega sín lítils þegar hóparnir tveir eru
til skoðunar. Á milli hópanna þarf nefnilega að
ríkja fullkominn jöfnuður á öllum sviðum.
Virðist þessi sýn marka stefnu stjórnvalda í
jafnréttismálum sem hefur bólgnað út í víð-
tækan ríkisstyrktan iðnað sem sinnir því einu
að koma hér á meintum jöfnuði kynjanna.
Það er hins vegar svo að mælingar sýna að á
Íslandi er eitt mesta jafnrétti sem fyrir finnst í
vestrænum heimi. Sönnun þess efnis er meðal
annars að finna í mælingum hjá Alþjóðaefna-
hagsráðinu í athugun þeirra á jafnrétti
kynjanna í 136 löndum. Byggðist mat þeirra á þáttum
eins og stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu,
efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til menntunar.
Jafnréttisstarfsmenn ríkisins og stjórnmálamenn telja
þó að enn sé langt í land. Enn þurfi að auka fjárframlög
ríkisins til jafnréttismála svo ekki halli á hópana tvo.
Þessu til sannindamerkis var 100 milljónum af skattfé
ráðstafað í sérstakan jafnréttissjóð á dögunum. Einungis
einn þingmaður af sextíu og þremur stóð gegn því.
Það er nefnilega ekki vinsælt að horfa yfir sviðið og
viðurkenna það sem rétt reynist, að hér séu kynin jöfn að
lögum. Það er þeim tryggt í stjórnarskrá landsins og
hver sá sem telur á sér brotið í getur leitað
réttar síns og fengið ranglætið réttlætt.
Að mismuna á grundvelli kynferðis er jafn
ómálefnalegt og að mismuna á grundvelli
trúarskoðana eða litarhafts. Það er ekki kyn-
ferði okkar sem skilgreinir okkur sem ein-
staklinga og gerir okkur hæf eða óhæf í starf
heldur þeir fjölmörgu mismunandi þættir
sem okkur marka. Því er óskiljanlegt þegar
ríkisvaldið í nafni jafnréttis festir í lög kynja-
kvóta í stjórnir fyrirtækja eða veitir jafnrétt-
isstofu valdheimildir til að þvinga í gegn
meintan jöfnuð. Þannig er verið að leggja
stein í götu einstaklinga sem leggja allt sitt í
að ná markmiðum sínum, á þeim grundvelli
að þeir séu ekki hluti af réttum hópi. Sem
dæmi yrði konunni sem sækir um starf þar
sem hallar á hóp karla, vísað frá á þeim
grundvelli. Yrði henni gert að taka pokann sinn og finna
sér annað starf, án tillits til vilja síns og vinnuveitandans.
Einstaklingurinn, óháð því hvernig kynfæri hann ber,
á að geta fundið lífi sínu farveg í íslensku samfélagi án af-
skipta ríkisvaldsins. Þeir sem byggja lífsviðurværi sitt á
því að hér sé viðvarandi vandamál og jafnrétti kynjanna
sé eingöngu punktur í fjarska munu aldrei standa upp af
sjálfsdáðum og lýsa yfir lausn vandans.
Kjörnir stjórnmálamenn, með hag einstaklinganna að
leiðarljósi, ættu því að taka höndum saman á næsta þingi
og berjast gegn ranghugmyndinni um hópana tvo.
laufey@mbl.is
Laufey Rún
Ketilsdóttir
Pistill
Ranghugmyndin um hópana
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Haraldur Dean Nelson, fram-
kvæmdastjóri Mjölnis, segir að
þegar umræðan í Svíþjóð um
lögleiðingu blandaðra bardaga-
lista hafi átt sér stað hafi nei-
kvæðar raddir heyrst sem voru
á móti íþróttinni. Hún er harka-
leg og menn verða fyrir högg-
um og spörkum. Þá spáðu
menn því að fjöldi manna
myndi slasast eða látast af
völdum íþróttarinnar. „Núna
hafa verið yfir 4.000 bardagar í
Svíþjóð á síðustu árum frá lög-
leiðingunni og það hefur ekki
orðið eitt einasta alvarlegt slys.
Það er samt þannig að þetta
þarf að vera gert á fagmann-
legan hátt og það
viljum við. Þetta
erum við sjálfir
og vinir okkar
sem eru í þessari
íþrótt. Okkur er
mjög annt um
að öryggi
þeirra sé
sem
mest.“
Engin alvar-
leg slys orðið
REYNSLA SVÍÞJÓÐAR
Haraldur Dean
Nelson