Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Stúlkan fannst á lífi
2. Kynlíf í lóninu hverfandi vandamál
3. Sofnaði inni á klósetti og fékk gefins …
4. Ótrúleg saga af mannráni reyndist sönn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Málmblásturshópurinn Ventus
Brass sem að undanförnu hefur
starfað á vegum Hins hússins hristir
upp í gestum og gangandi í Borgar-
bókarsafninu í dag klukkan 16.00
með fjölbreyttri tónlist.
Ventus Brass-tón-
leikar á Bókatorginu
Sumartónleika-
dagskrá Djass-
klúbbsins Múlans
á Björtuloftum í
Hörpu heldur
áfram og er komið
að fjórðu tón-
leikum raðarinnar.
Að þessu sinni
kemur LAG tríó
fram og leikur m.a. lög úr söngbók
Broadway frá þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar. Tónleikarnir hefjast
klukkan 21.00 í kvöld.
Fjórðu tónleikar
Djassklúbbs Múlans
Tíu árum eftir stórtónleika Snoop
Dogg á Íslandi kemur hann aftur til
landsins og heldur nú Snoopadelic-
partí í Laugardalshöllinni á morgun,
16. júlí, og hefst fjörið
klukkan 20.00. Ásamt
Snoop Dogg koma
fram margir af
virtustu plötu-
snúðum lands-
ins, m.a. Blaz
Roca, Úlfur Úlf-
ur, DJ Benni B-
Ruff o.fl.
Snoop Dogg með
Snoopadelic á Íslandi
Á fimmtudag Norðaustan og austan 3-8 m/s. Skýjað en úrkomu-
lítið nyrðra og eystra, annars bjart með köflum en stöku skúrir síð-
degis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, annars
hægari vindur. Bjart með köflum syðra, en líkur á síðdegisskúrum.
Væta nyrðra og skýjað í öðrum landshlutum. Hiti 7-16 stig.
VEÐUR
Evrópumeistaramót 19 ára
og yngri í frjálsum íþrótt-
um hefst í Eskilstuna í Sví-
þjóð á morgun þar sem
fjögur íslensk ungmenni
eru í eldlínunni. Aníta Hin-
riksdóttir á titil að verja í
800 metra hlaupi, en má
búast við harðri keppni. Í
Morgunblaðinu í dag er
farið yfir árangur ung-
mennanna sem verða í eld-
línunni á mótinu og mögu-
leikar þeirra skoðaðir. »1
Aníta hefur titil
að verja á EM
„Við vitum að svona leikir geta verið
mikil uppörvun og ég geri mér vonir
um að þetta verkefni þjappi hópnum
saman. Þetta er mikilvægur tíma-
punktur fyrir okkur. Það er gott fyrir
hópinn að vera mikið saman í nokkra
daga þar sem við getum rætt málin
ásamt því að æfa við góðar að-
stæður,“ segir Rúnar Páll Sigmunds-
son, þjálfari Stjörnunnar sem mætir
Celtic í Glasgow í kvöld. »4
Svona leikir geta þjapp-
að hópnum saman
„Uppskeran eftir fyrri umferðina er
góð og við erum sáttir en það er mikið
eftir og við verðum að halda okkur
niðri á jörðinni. Við verðum að passa
okkur á að fara ekki fram úr sjálfum
okkur. Við erum kannski ekki eins og
FH sem getur komist upp með að spila
illa en vinna samt,“ segir Bjarni Ólafur
Eiríksson úr Val sem er leikmaður 11.
umferðar Pepsi-deildar karla. »2-3
Megum ekki fara fram
úr sjálfum okkur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Öskjuhlíð er á margan hátt magn-
aður staður. Þessi skemmtilega vin
er inni í miðri borginni og þarna eru
friðsæld, himinhár skógur, fuglalíf
og ýmsar minjar frá 19. og 20. öld-
inni. Svæðið er fjölfarið, til dæmis af
fólki í skemmtigöngum á kvöldin og
um helgar. Samt er það svo að marg-
ir Reykvíkingar þekkja ekki svæðið
og hafa aldrei farið þar um,“ segir
Helgi Máni Sigurðsson.
Á morgun, fimmtudag, klukkan 20
verður farið í áhugaverða gönguferð
um Öskjuhlíð undir leiðsögn Helga.
Lagt verður upp frá anddyri Perl-
unnar og þaðan farið um hlíðina
vestanverða, þar sem eru minjar úr
síðari heimsstyrjöld. Bretar út-
bjuggu Reykjavíkurflugvöll á ár-
unum 1940-1941 og í tengslum við
það reistu þeir mannvirki í Öskju-
hlíð; svo sem neðanjarðarstöð sem
enn stendur. Þar áttu stjórnendur
herliðsins að hafast við yrði loftárás
gerð á borgina auk heldur sem úr
virkisborginni átti að vera hægt að
stýra umferð um flugvöllinn svo og
ýmsum hernaðaraðgerðum.
Við brimsorfna kletta
„Í Öskjuhlíð eru einnig minjar um
búskap, svo sem sel og fjárborgir,
þar er áletraður landamerkjasteinn
og fleira sem gjarnan er falið í háum
skógi. Þarna hófst gróðursetning um
1950 á vegum Skógræktarfélags
Reykjavíkur, sem aftur naut stuðn-
ings Hitaveitu Reykjavíkur sem átti
tankana sem standa á hábungu
Öskjuhlíðarinnar. Og askjan var eitt
sinn hár hamar sem gekk í sjó fram
enda sjást þarna í brekkunum brim-
sorfnir sjávarhamrar,“ segir Helgi,
sem í félagi við Yngva Þór Loftsson
skrifaði bókina Öskjuhlíð – náttúra
og saga sem kom út árið 1993.
„Á þeim tíma var vantaði aðgengi-
legar upplýsingar um Öskjuhlíðina.
Bókin svaraði því mörgum spurn-
ingum og vakti aðrar og fljótlega eft-
ir þetta voru minjar á þessum slóð-
um skráðar og augu fólks hafa í
vaxandi mæli beinst að þessu fallega
svæði,“ segir Helgi Máni og vekur
athygli á hugmyndasamkeppni sem
Reykjavíkurborg stóð að fyrir
nokkrum misserum, hvar leitað var
hugmynda um umhverfisbætur.
Unaðsreitur elskenda
Öskjuhlíð hefur verið vettvangur
margs. Þar komu samráðsbarónar
viðskiptalífsins saman til funda og
undirheimadílerar hafa þar gert út
um mál. En svo er þetta líka unaðs-
reitur, því víst hafa elskendur oft átt
þar gleðistundir í grænum mó.
„Sagnfræðingar hafa verið svolítið
hikandi að segja frá atburðum nærri
nútímanum eða því sem er utan við-
tekinna söguskýringa. En við sjáum
til hvernig spinnst úr þessu og hvers
göngufólk spyr,“ segir Helgi Máni
sem hlakkar til gönguferðarinnar
annað kvöld.
Stríðsminjar og ástarlundir
Gengið um
söguslóðir og nátt-
úru í Öskjuhlíðinni
Morgunblaðið/Eggert
Minjar „Augu fólks hafa í vaxandi mæli beinst að þessu fallega svæði,“ segir Helgi Máni, hér við gamlar rústir.
Gönguferð Með forvitnum krökkum við stríðsvirki í Öskjuhlíðinni.