Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á föstudaginn verða undirritaðir
samningar um kaup verslunarkeðj-
unnar Costco á húsnæði í Urr-
iðaholti undir fyrirhugaða verslun
fyrirtækisins. Fulltrúar Costco í
Bretlandi munu undirrita kaup-
samninginn. Verslunin verður allt að
14 þúsund fermetrar og verður stað-
sett í Kauptúni 3 í Urriðaholti, í
sama húsi og Bónus og vörulager
IKEA. Jafnframt hyggst Costco
reka sjálfsafgreiðslustöð með elds-
neyti á svæðinu.
Mikil uppbygging á svæðinu
Fyrirhugað er að verslunin verði
opnuð um mitt næsta ár í þeim hluta
hússins sem nær frá versluninni
Tekk og að Bónus. Starfsemi Toyota
og IKEA verður áfram óbreytt í
Kauptúni og nýlega keyptu eigendur
Rúmfatalagersins og ILVA húsnæði
í Kauptúni 1.
Gera þarf nokkrar breytingar á
húsnæðinu og hafa þær hugmyndir
verið kynntar skipulagsyfirvöldum í
Garðabæ, samkvæmt upplýsingum
frá Urriðaholti ehf, sem er eigandi
Urriðaholtslandsins. „Það hefur
mikil uppbygging átt sér stað í
Urriðaholti, jafnt í Kauptúni sem í
íbúðabyggðinni í holtinu. Það er
ánægjuefni að fá Costco í hverfið
enda styrkir tilkoma þess heildar-
myndina,“ segir Jón Pálmi Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Urriðaholts ehf.
Í mars í fyrra bárust fyrstu fregn-
ir af því að Costco, ein stærsta smá-
söluverslanakeðja heims, skoðaði að
opna verslun hér á landi. Í Costco er
m.a. seld matvara, fatnaður og raf-
tæki og lögð er áhersla á að selja
varning í stórum magnpakkningum.
Verslanir Costco eru um 670,
flestar í Bandaríkjunum, en Costco
hefur aukið umsvif sín víða um heim
undanfarin ár og er nú m.a. að finna
í Suður-Kóreu og Taívan. Costco
hefur opnað verslanir í tveimur öðr-
um Evrópulöndum; Bretlandi og á
Spáni. Verslunin hér á landi verður á
vegum breska Costco.
Hillir undir stórverslun Costco
Undirrita kaupsamninga á föstudaginn Rúmfatalagerinn keypti í Kauptúni
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Opnuð um mitt næsta ár Hér sést staðsetning verslunar Costco. Bónus og vörulager IKEA verða áfram í húsinu, auk minni verslana. Í baksýn má sjá
íbúðahverfið í Urriðaholti þar sem mikil uppbygging er þessa dagana, vinstra megin er hús Náttúrufræðistofnunar Íslands og Urriðavatn er til hægri.
Álagning opinberra gjalda á einstak-
linga 2015 verður lögð fram föstu-
daginn 24. júlí og þann sama dag
verða álagningar- og innheimtuseðl-
ar póstlagðir, samkvæmt upplýsing-
um Skúla Eggerts Þórðarsonar
ríkisskattstjóra.
„Við reiknum með því að menn
geti nálgast þessar upplýsingar raf-
rænt, einum til tveimur dögum áð-
ur,“ sagði Skúli Eggert í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Það fer eftir því hvernig þetta
gengur tæknilega hjá embættinu, en
um leið og þetta er tilbúið, þá mun-
um við opna aðgang fyrir fólk, að
geta farið inn á vefinn með veflykli
ríkisskattstjóra eða með rafrænum
skilríkjum og þar verður hægt að sjá
niðurstöður álagningar,“ sagði Skúli.
agnes@mbl.is
Álagning
lögð fram
24. júlí
Rafrænt einum til
tveimur dögum fyrr
Atkvæði voru
greidd um kjara-
samning Blaða-
mannafélags Ís-
lands (BÍ) og
Samtaka at-
vinnulífsins sem
gerður var 2. júlí
síðastliðinn á
kjörfundi í gær.
Var samning-
urinn sam-
þykktur með 61 atkvæði gegn 6, en
alls voru 365 á kjörskrá.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ,
segir kjörsóknina með ágætum en
18,4% félagsmanna greiddu at-
kvæði. „Miðað við árstíma var þetta
ágætis kjörsókn,“ segir hann.
Aðspurður segir Hjálmar nýsam-
þykktan kjarasamning góðan. „Ég
held að þetta sé mjög góður kjara-
samningur miðað við þær aðstæður
sem uppi eru í samfélaginu.“
Á sama tíma voru greidd atkvæði
um fyrirtækjasamning við Árvak-
ur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og
var hann samþykktur með 26 at-
kvæðum gegn 5.
Sérsamningur BÍ við Birting var
einnig samþykktur með öllum
greiddum atkvæðum eða 11.
Blaðamenn sam-
þykktu samninga
Hjálmar Jónsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir
að aukinn kraftur og mannafli embættis ríkis-
skattstjóra hafi verið settur í að berjast gegn
svartri atvinnustarfsemi í
ferðaþjónustu og veita
rekstraraðilum aukið að-
hald og eftirlit, með góðum
árangri.
„Það sem hefur ein-
kennt almennt skattaeftirlit
núna er það að við höfum
sett aukinn mannafla í það
sem við höfum kallað vett-
vangseftirlit,“ sagði Skúli
Eggert í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Margir nýir rekstraraðilar
Skúli Eggert segir að starfsmenn ríkis-
skattstjóra hafi farið í heimsóknir í fyrirtæki
og gengið úr skugga um það hvernig skatta-
skilum er háttað.
Skúli segir að margir nýir rekstraraðilar
séu að taka til starfa. „Mjög margir af þeim
tengjast ferðaiðnaðinum eða þjónustu við
ferðamenn. Það eru gististaðir, ýmiskonar
önnur þjónusta og svo auðvitað veitingarekst-
ur. Þetta er í misjöfnu ástandi og talsverður
hluti af tíma eftirlitsmanna okkar fer í það að
leiðbeina fólki um það hvernig það eigi að haga
sér,“ sagði Skúli Eggert.
Ríkisskattstjóri segir að sér virðist sem í
mörgum tilvikum hugsi fólk í slíkum rekstri
minna um hvaða reglur gildi um viðkomandi
rekstur, áður en opnað er. „Öll áherslan virðist
lögð á það að taka í notkun einhvers konar út-
leigu, herbergi eða hótelrekstur, og síðan eigi
hitt bara að koma í framhaldinu,“ segir Skúli
Eggert.
„Það hafa verið gefin fyrirmæli um að
koma hlutum í lag og í einstökum tilfellum hef-
ur þurft að grípa til úrræða eins og þeirra að
hóta því að atvinnurekstur verði stöðvaður, en
það er gert eftir ítrekuð tilmæli,“ sagði Skúli
Eggert.
Hann segir að þetta hafi gengið vel, en
þegar alvarleg mál hafi komið upp, þar sem
undanskot hafi verið talin það veruleg, að þau
yrðu ekki skýrð með „einhverjum flónshætti“,
eins og Skúli Eggert orðaði það, „þá er hlut-
aðeigandi málum vísað til þar til bærra yf-
irvalda.“
Upplýsingar í gegnum vefsíður
Þá segir Skúli Eggert að menn hafi verið
að teygja sig talsvert í það að leigja út til ferða-
manna hluta af heimilum sínum og þannig út-
leiga hafi aukist talsvert og þar af leiðandi eft-
irlit embættisins með skattaskilum af slíkri
útleigu. „Við förum ekki inn á heimili fólks til
þess að ganga úr skugga um það. Þær athug-
anir eru gerðar öðruvísi. Við fáum upplýsingar
um greiðslur sem fara í gegnum þær vefsíður,
sem sjá um slíka útleigu. Í kjölfar þess að fá
slíkar upplýsingar göngum við úr skugga um
að skattaskilin séu í lagi,“ sagði Skúli Eggert
Þórðarson, ríkisskattstjóri, að lokum.
Hafa þurft að hóta stöðvun rekstrar
Ríkisskattstjóri hefur aukið eftirlit með svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu með góðum
árangri Með aukinni útleigu á hluta heimila húseigenda hefur eftirlit með slíkri leigu verið aukið
Morgunblaðið/Ómar
Heimili Ríkisskattstjóri fær upplýsingar um leigu á heimilum af vefsíðum sem annast slíka út-
leigu og í kjölfarið geta eftirlitsmenn embættisins gengið úr skugga um að skattaskil séu í lagi.
Skúli Eggert
Þórðarson