Morgunblaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þessir strákar voru allir þrautþjálf-
aðir orrustu- og tilraunaflugmenn
en höfðu aldrei prófað svifflug. Fyr-
ir alla sem að málinu komu var þetta
mikið ævintýri sem hófst fyrir orð
Sigurðar Magnússonar, blaðafull-
trúa Loftleiða, en hingað til lands
komu geimfaraefnin með þáverandi
CL-44 skrúfuþotum félagsins,“ segir
Leifur Magnússon.
Tunglfarinn Harrison Schmitt var
í heimsókn á Íslandi í síðustu viku
og nú eru til landsins komnir, eins
og sagði frá í Morgunblaðinu í gær,
geimfararnir Walter Cunningham
og Rusty Schweickart, svo og fjöl-
skylda fyrsta tunglfarans, Neils
Armstrong, sem lést fyrir fáum ár-
um. Tengsl þessara manna eru að
hafa heimsótt Ísland í tveimur ferð-
um, í júlí 1965 og í júní 1967, í þeim
megintilgangi að öðlast þjálfun í
jarðfræðirannsóknum. Í fyrri ferð-
inni voru 10 geimfaraefni, en í hinni
síðari sautján geimfaraefni. Og það
var 15. júlí 1965, fyrir réttri og
sléttri hálfri öld sem Leifur fór með
geimfaraefnin í svifflug.
Bean, Scott og Ceran
„Þetta var einungis hugsað þeim
til skemmtunar, og auk svifflugs var
einnig boðið upp á útreiðar á ís-
lenskum hestum frá Sandskeiðinu. Í
að minnsta kosti seinna skiptið var
þeim á eftir heimsókninni á Sand-
skeið einnig boðið á Árbæjarsafn,“
segir Leifur þegar hann rifjar þess-
ar ferðir upp. Þrír þeirra manna
sem hann fór með í svifflug áttu síð-
ar eftir að ganga á tunglinu. Þeir
voru Alan L. Bean, sem var í áhöfn
Apollo 12 dagana 14.-24. nóvember
1969, og varð þá fjórði maðurinn til
að stíga fæti á tunglið, David R.
Scott, sem var flugstjóri Apollo 15
dagana 26. júlí til 7. ágúst 1971, og
varð sjöundi maðurinn á tunglinu,
og Eugene A. Cernan, sem var flug-
stjóri Apollo 17 dagana 7. til 19. des-
ember 1972, og varð þá 11. mað-
urinn til að stíga fæti á tunglið og
var Harrison Schmitt einmitt í áhöfn
hans.
Meðal þeirra, sem Leifur flaug
með 1967, var Fred W. Haise Jr.,
sem síðar var í áhöfn Apollo 13. Árið
1977 var honum falið að vera til-
raunaflugstjóri geimskutlunnar
(Space Shuttle) sem renniflugu.
Henni var þá flogið í flughæð á baki
Boeing 747 breiðþotu, sleppt þar, og
síðan flogið án nokkurra hreyfla í
renniflugi inn til lendingar.
Armstrong stundaði svifflug
„Ég hef fylgst náið með allri
framvindu geimferða. Það fylgdi
störfum mínum,“ segir Leifur sem
var framkvæmdastjóri flugörygg-
isþjónustu Flugmálastjórnar Ís-
lands frá 1969 til 1978, en eftir það
og fram til áramóta stýrði hann flug-
rekstri og tæknimálum Flugleiða.
„Ég átti síðar í bréfaskiptum við
Frank Bormann eftir að hann var
orðinn forstjóri Eastern Airlines, en
Bormann var reyndar ekki í hóp-
unum, sem komu til Íslands 1965 og
1967. Bormann var flugstjóri Apollo
8 21.-27. desember 1968, sem var
fyrsta flugið til tunglsins, en án
lendingar. Einnig hitti ég Neil
Armstrong, sem var í hópnum, sem
kom 1967. Hann var, eftir því sem
ég best veit, eini geimfarinn, sem
stundaði svifflug. Átti um tíma eigin
svifflugu,“ segir Leifur sem var í
sviffluginu frá 1960 til 1983. Varð á
þeim tíma Íslandsmeistari fimm
sinnum – auk þess að vinna til ým-
issa annarra viðurkenninga.
Svifflug frá
Sandskeiði og
síðan til tunglsins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Svifflugmaður Leifur Magnússon var lengi í framvarðasveit flugs á Íslandi.
1965 Í framsæti svifflugunnar er Roger B. Chaffee. Hann fórst á Kennedy-höfða 27. janúar 1967, þegar upp kom
eldur í Apollo 1. Efst vinstra megin er David R. Scott, sem síðar flaug með Neil Armstrong í Gemini VIII í mars
1966, og þarnæst í Apollo 9 í mars 1969, þegar tunglferjan (Lunar Module) var í fyrsta sinn reynd. Að lokum varð
hann flugstjóri Apollo 15 16.-27. apríl 1972, og þá 7. maðurinn til að ganga á tunglinu. Við hlið hans stendur Russell
L. Schweickart, sem nú er væntanlegur til landsins. Hægra megin er Eugene A. Cernan, sem var í áhöfn Apollo 10,
sem flaug til tunglsins 18.-26. maí 1969, en án lendingar. Hinir tveir eru James A Lowell, sem var í ferðunum Apollo
8 og Apollo 13 og John W. Young, leiðangursmaður í Apollo 10 og Apollo 16. Í kennarasæti er Leifur Magnússon.
Hálf öld frá sögulegu flugi Leifs
Magnússonar með geimfaraefni
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Frá því að Íslendingar hófu veiðar á
makríl fyrir tæpum tíu árum er aflinn
úr íslenskri lögsögu orðinn hátt í millj-
ón tonn. Ekki er ólíklegt að millj-
ónasta tonninu frá árinu 2006 verði
landað á allra næstu dögum. Ef allur
makrílafli íslenskra skipa er talinn án
frádrags, þ.e. afli sem veiddur er í ís-
lenskri lögsögu, við Austur-Græn-
læand og sem meðafli í gegnum árin á
síldveiðum í færeyskri lögsögu, er
makrílaflinn orðinn yfir 1.040 þúsund
tonn.
Verðmæti þessa afla hefur skipt
þjóðarbúið gríðarlega miklu máli og
hefur útflutningsverðmæti makrílaf-
urða til manneldis verið um og yfir 20
milljarðar króna árlega síðustu árin.
Frá árinu 2006 má áætla að útflutn-
ingsverðmæti frosins makríls og mak-
rílmjöls sé orðið um eða yfir 120 millj-
arðar, en erfitt er að greina í
hagtölum hvað af útfluttu mjöli er
unnið úr makríl.
Stærri kvóti en áður
Árið 2006 var makrílaflinn liðlega
fjögur þúsund tonn, fór í 36.500 tonn
ári síðar og yfir 100 þúsund tonn árið
2008. Enn jókst hann næstu ár og
hefur verið 138-154 þúsund tonn síð-
ustu fjögur ár, samkvæmt yfirliti um
afla íslenskra skipa, sem fylgdi
greinargerð með makrílfrumvarpi
sjávarútvegsráðherra síðasta vetur.
Leyfilegur heildarafli íslenskra
skipa í ár er yfir 170 þúsund tonn eða
meiri en nokkru sinni áður. Þegar er
búið að landa um 16 þúsund tonnum á
vertíðinni og vantar því aðeins rúm-
lega tvö þúsund tonn til að milljón
tonnum af makríl úr íslenskri lögsögu
sé náð frá því að veiðar árið 2006 hóf-
ust.
Í fyrrnefndri greinargerð er að
finna yfirlit yfir útflutningsverðmæti
makrílafurða. Árið 2010 fór það í níu
milljarða, og 25 milljarða árið 2011
með aukinni frystingu og vinnslu til
manneldis. Útflutningsverðmæti af-
urða til manneldis hefur síðan verið
um og yfir 20 milljarðar. Það er í
heildina um 100 milljarðar.
Þessu til viðbótar kemur útflutn-
ingur á mjöli, sem unnið var úr mak-
rílnum. Fiskimjöl úr makríl er ekki
sérstakur vöruflokkur í tollskrá. Lík-
legast er að makrílmjöl hafi verið
flokkað sem annað mjöl úr fiski. Í
greinargerðinni segir að athyglisvert
sé að umtalsvert magn hafi verið flutt
út af „öðru mjöli“ á árunum 2006-2009
og 2011, en nokkru minna var flutt út
og heimfært á vöruliðinn árin 2010 og
2012-2013. Þá vekur athygli að útflutt
síldarmjöl virðist nokkuð stöðugt að
magni til á árunum 2006-2007, eykst
síðan verulega 2008 og 2009, en
minnkar síðan umtalsvert árin 2010-
2012.
Makrílvertíðin fór heldur seinna af
stað í ár heldur en síðustu ár. Ástæð-
ur þess eru m.a. þær að makríllinn
virðist hafa verið seinna á ferðinni í
fæðugöngu sinni norður á bóginn, en
einnig er mikil óvissa á mörkuðum
fyrir frystar afurðir. Veiðar síðustu
daga hafa gengið vel og makríllinn
verið vænn, en nokkuð af rauðátu í
honum. Skipin hafa einkum verið á
tveimur svæðum, annars vegar 2-3
tíma siglingu suður af Eyjum og hins
vegar suður af Reykjanesi.
Frumvarp um hlutdeildarsetningu
makríls til sex ára náði ekki fram að
ganga á Alþingi í vetur og er veið-
unum því að mestu stjórnað á sam-
bærilegan hátt og síðustu ár.
Róleg byrjun smábáta
Þó er sú breyting að veiðar smá-
báta eru ekki lengur samkvæmt sókn-
arkerfi, eða ólympískar, heldur er afla
úthlutað á bát samkvæmt aflareynslu
síðustu ára. Á síðustu dögum þingsins
var ákveðið að úthluta tvö þúsund
tonnum til viðbótar til smábáta. Verð
á þessum viðbótaraflaheimildum í
makríl er átta krónur fyrir hvert kíló
og skal það greitt Fiskistofu fyrir út-
hlutun. Ekkert skip getur fengið út-
hlutað viðbótaraflaheimild fyrr en það
hefur veitt 80% af úthlutuðum heim-
ildum sínum samkvæmt reglugerð.
Á heimasíðu Landssambands
smábátaeigenda var greint frá því
fyrir helgi að fáir smábátar hefðu
leyst út leyfi og aðeins tveir höfðu
landað afla í gær, alls um tveimur
tonnum. Á sama tíma í fyrra höfðu
26 smábátar hafið veiðar og landað
tæpum 200 tonnum.
Milljón tonn af makríl á áratug
Útflutningsverðmæti frosinna afurða og mjöls nálægt 120 milljörðum í heildina Leyfilegur heildar-
afli íslenskra skipa í ár er yfir 170 þúsund tonn Átta krónur greiddar fyrir kílóið í viðbót til smábáta
Milljón tonn af makríl
Miðað er við afla
úr íslenskri lögsögu
Heimild: Fiskistofa
2006 4.217
2007 36.510
2008 112.353
2009 116.147
2010 120.848
2011 153.352
2012 145.888
2013 137.682
2014 154.712
Samtals 981.709
Leyfður heildarafli 2015 174.900
Afli til 14. júlí 2013 25.746
Afli til 14. júlí 2014 27.449
Afli til 14. júlí 2015 15.992
Í tonnum
Samkvæmt nýrri reglugerð um
makrílveiðar er nú heimilt að fram-
selja aflaheimildir á milli skipa í
sama skipaflokki.
Áður var miðað við að framsalið
væri aðeins heimilt milli skipa
sama eiganda í sama flokki fram-
an af vertíð. Er leið á veiðitímann
varð framsal heimilt innan flokka,
þ.e. frá 25. ágúst.
Framsal innan flokks
BREYTT REGLUGERÐ UM MAKRÍLVEIÐAR
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Nýtt skip Venus, skip HB Granda, kom til landsins í vor og er byrjað á makrílveiðum.