Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 Já, ég fylgist með bardögunum. Ég ætla að finna einhverja Mjölnisstráka og horfa með þeim um helgina, það er langskemmtilegast. Ómar Ágústsson og Frosti Fannar 2 ára. Nei, lítið. Maðurinn minn fylgist með honum. Elva Baldursdóttir með dóttur sinni Erlu Dís. Ég fylgist með hvernig honum gengur en ég hef ekki áhuga á að horfa á bardaga. Anna Eyjólfsdóttir Nei. Ég er á móti svona íþróttum. Ég kalla þetta ekki einu sinni íþrótt. Hilmar Þór Óskarsson Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR FYLGIST ÞÚ MEÐ GUNNARI NELSON BARDAGAKAPPA? Kristín Fjóla Reynisdóttir er kempa vikunnar en hún æfir körfubolta með Stjörnunni og leggur stund á læknisfræði við HÍ. Hún hefur unnið til fjöl- margra verðlauna á körfuboltaferl- inum og segir aukaæfinguna skapa meistarann. Heilsa og hreyfing 15 Í BLAÐINU Hvað er LungA? LungA er listahátíð ungs fólks og í senn ævintýri og partí. Ævintýri vegna þess að sköpun er í hávegum höfð og partí vegna þess að sam- veran er partí í sinni bestu mynd. Hátíðin er fimmtán ára í ár og þess vegna sérstaklega vegleg. Það verða alls konar spennandi aukaviðburðir til viðbótar við smiðjurnar og tónleikana sem hafa alltaf verið. Hvernig hefur þú komið að hátíðinni? Ég hef stýrt danssmiðju fjórum sinnum á hátíðinni og alltaf þótt það jafn skemmtilegt og innblásandi. Í slagtogi við fleiri sviðslistamenn set ég líka upp danssýningu á LungA í ár. Hún heitir PREDATOR og er einn af þessum „aukaviðburðum“ í tilefni af fimmtán ára afmæli há- tíðarinnar. Hvernig er dansnámskeiðið á LungA? Þátttakendum er boðið að koma og grafa upp sinn innri dansara, en oft þarf að skafa ofan af yfirborðinu með því að svitna vel, til að komast að kjarnanum. Til þess þarf líka að leggja til hliðar allar hug- myndir um hvað maður geti og geti ekki gert. Dansinn er mjög öflugt verkfæri til þess. Hvenær ákvaðstu að verða dansari? Ég fékk dansbakteríu þegar ég var sex ára og hef ekki losnað við hana ennþá. Hvernig er að vera dansari á Íslandi? Það er alveg ótrúlega spennandi. Það er margt búið að vera að gerj- ast hér í faginu undanfarið og margt á döfinni, þannig að þetta eru áhugaverðir tímar í dansinum. Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í því. Reykjavík Dance Festival verður að vanda núna í ágúst, eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Stígur þú á svið á þeirri hátíð? Já, ég dansa sólódansverk sem heitir Macho Man eftir Katr- ínu Gunnarsdóttur. Þar verður karlmennskan könnuð með dansinum og ég mun freista þess að gerast ofurmenni. Hver eru stærstu nöfnin á Reykjavík Dance Festi- val í ár? Það eru margir ótrúlega flottir sem láta sjá sig, bæði íslenskir og erlendir. Ég get engan veginn ákveðið hvað mér finnst stærsta nafnið, enda er kannski ekki alveg hægt að raða því upp þannig. Aðalatriðið er að koma saman og njóta danslistar og dansa, eins og enginn sé morgundagurinn. Morgunblaðið/Kristinn SAGA SIGURÐARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Grafa upp sinn innri dansara Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Víðkunnir erlendir og íslenskir myndlistarmenn eiga verk á viðamikilli myndlistarsýningu, Rúllandi snjóbolti/6, sem menntamálaráðherra og kín- verski sendiherrann opna í dag. Heimslistin er komin til Djúpa- vogs, segja viðmælendur. Menning 48 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhúsarkitekt innréttaði fallegt heimili sitt í Garðabæ í fallegum stíl. Thelma segir stílinn á heimilinu fremur afslappaðan og kýs hún að blanda saman praktískum hlutum og efnum við fagurfræði. Heimili og hönnun 22 Meðlimir úr stjórn Rit- höfundasambands- ins bregðast við upp- lýsingum um breytingar í úthlutun ritlauna til höfunda undir þrítugu. Bækur 50 Saga Sigurðardóttir er einn þeirra listamanna sem leiða listasmiðju á LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Þar leiðir hún danssmiðju, en hún hefur verið með dansbakteríu síðan hún var sex ára og nam nú- tímadans og kóreógrafíu í Hollandi. Þá dansar hún í sólósýningunni Macho Man á Reykjavík Dance Festival í ágúst.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.