Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015 * Þótt efnið sé ólíkt eru klettarnir og jafnvel grjótið semAlþingishúsið er hlaðið úr sviplíkt því sem finnst á tunglinu.Tunglfarinn Harrison Schmitt í Morgunblaðinu. Landið og miðinSIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND SUÐUREYRI ðjaryfirvöld í Ísaf ar arbæ ð að guö mfnfra t r sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verið falið að v í samvinnu við Hverfisráð Súgandafjarðar um útfærs m.raðatakmörkunu FJALLABYGGÐ na framkvæmda við uppsetninVeg gu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu, fyrir ofan Siglufjörð, var tjaldsvæðinu við Stóra-Bola lokað á fimmtudaginn og ekki verður opnað aftur fyrr en næsta föstudag.Tjaldsvæðið er í flugleið þyrlunnar sem ferjar stoðvirkin upp í fjall og því ekki annað hægt en að loka svæðinu af öryggisástæð Næstu fl með st eru sunnudaga l. 13 til starfsemi sína 1905 og starfaði nær gað komu bændur úr nágrenn rjómabússtýrur unnu úr s sem safn árið 1975. Vatns munu snúast þegar gesti b liðna tíma. NORÐANVERÐIRVESTFIRÐIR Almenningur hefur skorið úr um að nýtt íþróttafélag á norðanverðum Vestfjörðum mun heitaVestri, skv. frétt bb.is. Í seinni umferð var kosið eggja nafn u með talsvert miklum y báð er Hjalta íþrótta Körfuk Skellur, Sun Ungmennafélags sameiningarferlinu. N boðað verður til fél sameiningartillaga ver Mér leist svo á að Snæfoks-staðaland hentaði vel tilskógræktar og útivistar, þegar ég kom hingað fyrst í ágúst 1958. Var þá með hóp ungmenna á aldrinum 11 til 14 ára og svo var hafist handa við gróðursetningu trjáplantna undir minni stjórn. Þetta gekk í tólf sumur, segir Ósk- ar Þór Sigurðsson, kennari á Sel- fossi. Há trén heilluðu mig Ræktunarstarf í bestu merkingu þess orðs hefur verið rauði þráð- urinn í ævistarfi Óskars Þórs, það er kennsla og skógræktarstarf. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum árið 1930 og strax á unglingsárum – fyrir miðja síðustu öld – byrjaði hann með skátasystkinum sínum Eyjum að gróðursetja trjáplöntur í hraunið á Heimaey. Þar átti skátafélagið land, svonefnt skátastykki, á fal- legum og skjólgóðum stað. Sú ræktunartilraun gekk erfiðlega og stykkið er nú horfið undir byggð. Með þessari skógrækt skátanna var áhugi Óskars á skógrækt vak- inn – og hefur alltaf haldist. „Sextán ára gamall kom ég í fyrsta sinn norður til Akureyrar. Þar opnaðist mér ný veröld. Gróð- ursæll bærinn og há trén heilluðu mig,“ segir Óskar sem réð sig til kennslu á Selfossi haustið 1957 og hefur búið þar síðan. Var í áratugi kennari við barnaskóla bæjarins og síðast skólastjóri. Starf með börnum leiddi til þess að Óskar varð verkstjóri í sum- arstarfi ungmenna á Selfossi árið 1958. Skógræktarfélag Árnesinga hafði þá fáum árum fyrr eignast Snæfoksstaðajörðina, sem er neð- arlega í Grímsnesinu og liggur að Hvítá milli Vaðness og Öndverð- arness. Selfosshreppur, sem þá var, leigði þar land af skógrækt- arfélaginu og var ákveðið að krakkarnir í þorpinu færu í Grímsnesið og settu þar plöntur í jörð. Það gekk eftir og fyrstu sprotarnir voru gróðursettir síð- sumars 1958, það er sitkagreni, sitkabastarður og skógarfura. Á næstu árum kom í ljós að skógarfuran hentaði ekki vegna óværu, sem barst með henni frá útlöndum. Stafafuran var hins vegar ónæm og hentaði því betur. Á árunum upp úr 1960 var svo mikið gróðursett á Snæfoks- stöðum, mest stafafura og sitka- greni, og plönturnar skiptu millj- ónum. Á góðum degi voru stundum settar í mold um 5.000 plöntur á dag. „Furan er góður undanfari í ræktun og bætir jarðveginn. Svo kemur grenið í skjóli hennar og nær með tímanum að verða nytja- tré og fara marga metra upp fyrir furuna,“ segir Óskar og heldur áfram: Krakkarnir vantrúaðir „Þetta voru duglegir krakkar sem hér unnu, en mörg voru vantrúuð á árangur, sem eðlilegt var í nær trjálausu landi. En eftir skemmti- ferð í Haukadal í Biskupstungum, þar sem kominn var myndarlegur skógur, hurfu efasemdir þeirra. Krakkarnir fengu líka að taka með sér plöntur heim til að gróð- ursetja við foreldrahús og kveikti slíkt jafnvel áhuga allrar fjölskyld- unnar. Má vera að slíkt eigi ein- GRÍMSNES Faðir skógarins SKÓGURINN MIKLI Á SNÆFOKSSTÖÐUM Í GRÍMSNESI, SEM NÆR YFIR 400 HEKTARA SVÆÐI, ER ÁRANGUR ÞROTLAUSRAR VINNU Í 60 ÁR. Í ÞVÍ STARFI HEFUR ÓSKAR ÞÓR SIGURÐSSON VERIÐ Í AÐALHLUTVERKI. Skógræktarmaðurinn Óskar Þór Sigurðsson í ríki sínu. Hér er hann við furutré og allt er að springa út. Rauði rekillinn ber kvenfrjó og sá ljósbrúni er karlinn í þessu spilverki náttúrunnar, sem getur af sér afkvæmi með sprotum úr mold. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.