Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 11
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
hvern þátt í því að Selfoss varð sá
skógarbær, sem sjá má.“
Jörðin Snæfoksstaðir er um 750
hektarar og þar af er ræktað
skóglendi um 400 hektarar. Hæstu
trén eru sitkagreni, gróðursett um
1960, í svonefndri Skógarhlíð sem
liggur mót norðaustri niður að
Hvítá. „Þennan reit skulum við
skoða,“ sagði Óskar þegar hann
fylgdi og sýndi blaðamanni stað-
inn. „Fólk sem kemur hingað og
sér trén, sem nú eru um og yfir
20 metra há, segir að því finnist
það komið til útlanda. Það finnst
mér góð ummæli, sem staðfestir
að skilyrði til skógræktar hér eru
síst verri en í nálægum löndum.“
Það er varla ofmælt að segja
um Snæfoksstaði að Óskar sé fað-
ir skógarins, svo mikið hefur hann
lagt þar af mörkum og öllu sinnt
af brennandi áhuga. Hann fór með
ungmennahópa til starfa að Snæ-
foksstöðum fram til 1970 en þá
tóku aðrir við verkstjórninni og
áorkuðu miklu næstu árin. Í dag
er hins vegar minna gróðursett á
Snæfoksstöðum en ýmsum öðrum
verkefnum sinnt.
Skólastarf og skógrækt
náskyld viðfangsefni
„Þetta er einstakur sælureitur og
ég sæki hingað mikið,“ segir Ósk-
ar sem með sínu fólki á sumarhús
á Snæfoksstöðum á lóð sem geng-
ur niður að Hvítá. Þar heita
Nautavakir.
„Flest þessi háu tré hér gróð-
ursettum við fjölskyldan en svo
sérðu þarna líka furu og fleira –
tré sem eru sjálfsprottin af fræj-
um sem falla í frjóa moldina. Hér
grær eiginlega allt og á bestu
sumardögunum er hér evrópskt
veður. Og skógurinn skýlir.
Suðvestanáttin sem í dag stendur
hér inn vakirnar nær ekki hingað
inn. Sumarhúsið er í skjóli fyrir
öllum áttum,“ segir Óskar sem tel-
ur kennslu og skógrækt í eðli sínu
og á marga vísu vera náskyld við-
fangsefni.
„Það þarf að koma sprotunum í
jarðveg, hlúa að hverjum og ein-
um og finna út hvað best hæfir
svo árangur náist sem oftast
tekst,“ segir Óskar sem er ánægð-
ur með starfið og árangurinn.
Skógargöngin á Snæfoksstöðum eru löng, en hæstu trén á svæðinu sem að
veginum liggur eru tæplega 20 metra há, gróðursett fyrir rúmri hálfri öld.
Lambabergsfossar í Hvítá, þar sem horft er úr Snæfoksstaðalandi suður í Flóa.
Fyrstu plöntur á Snæfoksstöðum gróðursettar síðsumars árið 1958.
Ljósmynd/Óskar Þór Sigurðsson
Í Skagafirði er byrjað að setja upp
skilti við nokkur af þekktustu fjöll-
um héraðsins sem vinsæl eru til
gönguferða. Þetta eru Mælifells-
hnjúkur, Tindastóll, Hólabyrða og
Ennishnjúkur. Öll þessi fjöll, sem
sjást víða frá, eru auðkleif. Ættu
merkingar þessar að koma sér vel,
því yfir sumarið eru göngur upp um
fjöll og firnindi margra gaman.
„Margt sér í miðjum firði / Mælifells-
hnjúkur hár,“ orti skáldið forðum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skilti við
fjöllin háu
„Nytjar af skóginum hér á Snæfoks-
stöðum verða æ meiri. Við fellum
talsvert af trjám á ári hverju og
vinnum. Þetta eru orðnar eftirsóttar
afurðir,“ segir Böðvar Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Skógrækt-
arfélags Árnesinga. Félagið heldur
úti starfsemi að Snæfoksstöðum og í
mörg horn er að líta við umhirðu.
Þéttan skóginn verður að grisja
mjög reglulega og timbrið, sem til
fellur, er flett og sniðið í stórri sög.
„Timbur héðan nýtist vel sem
klæðning á byggingar og er eft-
irsótt, til dæmis á sumarhús, en er
þó nýtt á margan annan hátt. Að
stærstum hluta eru þetta grenitré,
fura og ösp, sem eru héðan úr Snæ-
foksstaðaskógi. Auk þess tökum við í
vinnslu hér tré sem felld eru í einka-
görðum til dæmis á Selfossi og kom-
ið með hingað í vinnslu. Margir eru
að leita eftir slíkri þjónsutu,“ segir
Böðvar.
Minna er gróðursett á Snæfoks-
stöðum en fyrr á árum, enda hafa
flest þau svæði í landi jarðarinnar
sem henta til skógræktar verið num-
in. Þó er alltaf gróðursett nokkuð af
greni sem svo er fellt og selt sem
jólatré áratug síðar. Í landareigninni
er einnig undir 100 hektara svæði
þar sem unnið er í samvinnu og sam-
kvæmt áætlun Suðurlandsskóga.
Útgangspunkturinn í því öllu er að
skógurinn skili afurðum og tekjum í
fyllingu tímans. Það er líka að gerast
víða og í vaxandi mæli, enda sinna
hundruð bænda um allt land nú
skógrækt undir þeim formerkjum.
Gildir stofnar grenitrjáa í Grímsnesinu sem bíða þess að verða flett í sundur
og unnir til dæmis í planka, en þetta er allt mjög eftirsóttur smíðaviður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Timbur héðan nýtist vel, segir Böðv-
ar Guðmundsson skógræktarmaður.
Greni, fura og ösp
eftirsóttar afurðir
Stór blokk á Suðureyri stendur auð og tólf íbúðir í
henni fást hvorki leigðar né seldar. Málið er stopp í
kerfinu, segir Ísafjarðarbær, sem óskar breytinga á
stefnu Íbúðalánasjóðs og aðgerða svo húsið nýtist.
Suðureyri
Afskekktasta byggð á Íslandi er komin á vefinn og vefsetr-
ið arneshreppur.is er komið í loftið. Þar má finna allar
upplýsingar um þjónustu í sveitinni, samgöngur og sveitar-
félagið sjálft þar sem búa um 50 manns.
Árneshreppur
Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is
SKIPASALA • KVÓTASALA
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Þorskur 268.091 kg | Ýsa 7.545 kg
Ufsi 19.412 kg | Karfi 8.306 kg
Langa 2.125 kg | Blálanga 750 kg
Keila 34 kg | Steinbítur 11.617 kg
Skötuselur 376 kg | Grálúða 29 kg
Skarkoli 7.990 kg | Þykkvalúra 248 kg
Langlúra 148 kg | Breiðafjarðarskel 4,285%
Í einkasölu hjá Safir skipasölu, Einkahlutafélagið Hjálmar EHF
Sem á eftirfarandi dragnóta- og netabát með öllum aflaheimildum
Til
sö
lu