Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Blaðsíða 12
Sjávarháski
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2015
H
elstu framfarir síðustu ára
liggja í almennum öryggis-
málum, fræðslu og búnaði
um borð,“ segir Jón Arilíus
Ingólfsson hjá rann-
sóknanefnd samgönguslysa, aðspurður
hvernig skýra megi mikla fækkun banaslysa
á sjó síðastliðna áratugi. „Þarna kemur svo
Slysavarnaskólinn til og þangað þurfa sjó-
menn að fara á fimm ára fresti til að end-
urnýja skírteini sitt. Þar
er kennt á allan búnað og
fólk fær að reyna sig í
björgunartækjum eins og
t.d. björgunarbátum.
Menn læra fyrstu hjálp,
fara á brunanámskeið,
læra að yfirgefa skip og
svo framvegis. Þarna eru
allir þættir teknir fyrir.
Þetta sígur inn á kerfið
hjá mönnum og þeir gera
sér betur grein fyrir hættunum.“
Jón segir ýmsa þætti hafa breyst í gegn-
um tíðina sem stuðlað hafa að fækkun sjó-
slysa. „Starfsreynsla hefur aukist, þótt ég
hafi ekki tölfræði fyrir framan mig um það.
Áður fyrr var mikið um að menn væru að
skjótast á sjó og mikið af nýliðum, það skap-
ar ákveðna hættu. Starfstími hefur líka
breyst, bæði vegna veiðistýringar og svo eru
oft á tíðum tvær áhafnir á skipum, þannig að
það er ekki lengur þessi þreyta sem var.
Starfsárið er heldur ekki fullt ár eins og var,
þegar veiðar voru ekki kvótasettar.“ Á skip-
unum sjálfum sé enn fremur gert hættumat
á umhverfi og menn almennt farnir að hugsa
öðruvísi. „Fyrstu lög um rannsóknir sjóslysa
komu 2001 og síðan þá hefur öðruvísi verið
unnið að rannsóknunum. Þetta eru sjálf-
stæðar rannsóknir og nú má t.d. ekki nota
skýrslur okkar fyrir dómstólum. Það hefur í
för með sér að menn þurfa ekki að verja sig
heldur geta sagt okkur allt saman og það var
mikið til bóta, sem sést m.a. í því hversu
mikið er lesið og skoðað á vefnum okkar. Þar
geta menn lesið um hvað hefur farið úrskeið-
is hjá öðrum og athugað svo málin hjá sér
sjálfum. Þetta (innskot blaðamanns: þ.e.
fækkun sjóslysa) er í rauninni eðlileg þróun
miðað við allt sem á undan er gengið.“
Búnaðurinn skoðaður í júlí 2014
Í sjóslysinu sem varð utan Aðalvíkur síðast-
liðinn þriðjudag, virkaði svokallaður sleppi-
búnaður ekki sem skyldi en sá búnaður á að
losa og sleppa björgunarbátum á sjálfvirkan
hátt þegar skip sekkur. Tveir björg-
unarbátar, hvor frá sínu fyrirtækinu, voru
um borð í fiskibátnum en hvorugur kom upp.
Spurður um eftirlit með öryggisbúnaði báta,
segir Jón þá vera skoðaða af viðurkenndum
eftirlitsaðilum einu sinni á ári. „Þá er farið
yfir allan bátinn, allt opnað og skoðað. Síðan
er að auki búnaðarskoðun á vegum Sam-
göngustofu einu sinni á ári. En allur búnaður
getur brugðist,“ segir Jón og tekur fram að
sleppibúnaðurinn sem um ræðir í bátnum
sem fórst hafi seinast verið yfirfarinn í júlí á
síðasta ári. „Nú erum við að senda myndavél
niður til að skoða þetta,“ bætir Jón við en
hann segir mögulegt að búnaðurinn sjálfur
hafi virkað en að hann hafi hins vegar flækst
í eitthvað og bátarnir þess vegna ekki komið
upp. Þetta þurfi að skoða nánar.
Jón segist aðspurður ekki hafa myndað sér
skoðun á því hvort herða þurfi eftirlit með
öryggisbúnaði skipa. „Skoðun einu sinni á ári
hefur hingað til verið talin nóg, svipað og
með bílana. Umgengni og umhugsun skip-
verja um borð skiptir síðan einnig máli, þótt
utanaðkomandi aðili komi til einu sinni á
ári.“ Áhafnir einstakra skipa og báta sjái t.d.
sjálfar um að halda nýliðafræðslu, björgunar-
og brunaæfingar, og engin ástæða sé til ann-
ars en að ætla að vel sé staðið að því.
Allur
búnaður
getur brugðist
Banaslys á sjó við Ísland
Á tímabilinu 1971 til 2015
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
197
1-19
80
198
1-19
90
199
1-20
00
200
1-20
10 201
1
201
2
201
3
201
4
201
5
Sam
tals
Með
alta
l
á ár
i
203
116
63
21
0* 4 2 0 1
410
9,1
*Á vefnum RNS.is stendur: „Eitt banaslys var þó á íslensku hafsvæði á árinu en það varð á
grænlensku nótaveiðiskipi, Eiríku GR-18-119, þegar skipverji fór fyrir borð og drukknaði.“
FRAMFARIR HAFA ORÐIÐ Í ÖRYGGISMÁLUM OG FRÆÐSLU
ÍSLENSKRA SJÓMANNA SÍÐUSTU ÁRATUGI OG ÞAÐ SKILAR SÉR Í FÆKKUN
SJÓSLYSA. JÓN ARILÍUS INGÓLFSSON HJÁ RANNSÓKNANEFND
SAMGÖNGUSLYSA SEGIR ÞAÐ TELJAST NÓG AÐ YFIRFARA
ÖRYGGISBÚNAÐ EINU SINNI Á ÁRI.
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
BÆTT STARFSUMHVERFI SJÓMANNA STUÐLAR AÐ FÆRRI SLYSUM
Jón Arilíus
Ingólfsson
S
tór maður og þrekinn kemur til
dyra á Langholtsveginum í
Reykjavík og réttir fram hönd
með sverum fingrum. Hann heitir
Magnús Jónsson og hefur sögur
að segja eftir að hafa þrisvar lifað af sjáv-
arháska á löngum sjómannsferli.
Magnús býður í kaffisopa inni í eldhús-
króknum. Þá leynir sér ekki að hann er ekki
lengur léttur á fæti. Hann segir fæturna
orðna lélega en að líkaminn sé að öðru leyti
góður. „Það er ekkert að marka útlitið en
skrokkurinn er öllu verri. Það er sagt að það
sé 35% erfiðara fyrir fæturna að vera á sjó
en á landi,“ segir Magnús sem er unglegur
og hraustlegur miðað við tæplega 86 ára
gamlan mann. „Eftir að ég hætti á sjónum
fór ég í vinnu sem hentaði ekki vel fótunum,
fór að vinna í Daníelsslippnum í Reykjavík.
Þar vann ég hér um bil jafnlengi og á sjón-
um, í 25 til 30 ár. Læknirinn sagði að ég
hefði betur unnið á skrifstofu. Þetta var erfið
vinna, klifur upp og niður stillansa, og sam-
hliða henni fór ég reglulega á grásleppu,“
segir Magnús.
Ketilkaffi það eina sem var í boði
Sjómennskan hjá Magnúsi byrjaði um ára-
mótin 1946/1947 og leið ekki á löngu þar til
hann kynntist hættum hafsins.
„Ég byrjaði á sjónum sextán eða sautján
ára, á 18 tonna furubát sem hét Auður. Þá
höfðum við með okkur nesti, eða skrínukost,
og var ketilkaffi það eina sem lagt var á
borð. Ég held að báturinn hafi verið smíð-
aður í Vestmannaeyjum.
Varðandi fyrsta slysið var árið 1947 eða
1948 þegar við fórum í siglingu rétt fyrir jól-
in á togaranum Maí. Við vorum í hafinu, á
Færeyjabankanum eða þar um slóðir. Á jóla-
dag fór ég á vakt ásamt öðrum manni, full-
orðnum, sem Sigurþór hét. Hann sá strax að
það var eitthvað óeðlilegt við dallinn. Það var
kominn sjór inn í skipið og í ljós kom að það
var kominn sjór upp í miðkoju frammi í lúk-
ar. Skipið var þó ekki farið að halla. Við vor-
um að ausa allan jóladaginn fram undir mið-
nætti. Þeir sögðu það líka tjallarnir að þau
hefðu verið blaut jólin hjá okkur,“ segir
Magnús og vísar til Bretanna sem þá sóttu
sjóinn hér við land.
„Maí hefði farið niður ef við hefðum verið
með fullfermi. Við vorum hins vegar aðeins
með hálffermi. Það kom aldrei neitt um þetta
í blöðunum,“ segir Magnús en þess má geta
að fulltrúi Landsbjargar fann ekkert um
slysið í árbókum um sjóskaða.
Magnús segir Maí hafa verið „svipað stór-
an og þessir gömlu kláfar, eitthvað um 300
tonn“. Fjórir hásetar, tveir stýrimenn, skip-
stjóri, kokkur, loftskeytamaður og fjórir
menn í vélarrúminu, tveir vélstjórar og tveir
kyndarar voru um borð, alls 13 manns.
Sjórinn gekk stanslaust niður
„Lekinn var til kominn af því að húðir yfir
akkerisklufsinu opnuðust og sjórinn gekk þar
stanslaust niður. Það var hnýtt fyrir aftur.
Venjulega var sett yfir steypa og svo húð yf-
ir. Þegar við komum heim fór Maí í slipp.
Hvenær lentirðu svo næst í háska?
„Það var 14. nóvember 1956 á togaranum
Fylki RE 161 í Þverálnum, úti fyrir Vest-
fjörðum. Daginn áður var trollið tekið inn
vegna veðurs. Þá kallaði skipstjórinn á mig –
ég átti að heita lestarstjóri – og spurði mig
um aflann sem væri kominn í skipið. Hann
segir sí svona „Þú tekur bara við stýrinu“.
„Ég á eftir að ganga frá lúgunum,“ segi ég
þá. „Það skiptir engu máli. Láttu það bara
eiga sig,“ segir skipstjórinn. Svo allt í einu
segir hann, „Jú, farðu og gakktu frá lúg-
unum. Og gerðu það vel.“ Ég tel að það hafi
bjargað helvíti miklu að loka lestarlúgunum
vel,“ segir Magnús og heldur áfram.
Flaug fram úr kojunni
„Við áttum vakt um nóttina. Þá var kastað
og svo trollið híft upp rétt um vaktaskiptin.
Ég var kominn upp í koju þegar búið var að
taka upp trollið og heyrði þá rosa, helvítis
hvell. Dallurinn snarféll og ég flaug fram úr
kojunni, lenti með hausinn á röri og fékk hel-
vítis höfuðverk af því. Varð allur ringlaður.
Ég þaut náttúrlega fram til að athuga hvað
hafði gerst. Mér datt helst í hug að það hefði
orðið ketilsprenging en þeir sögðu okkur öll-
um að koma, því það hefði verið tundurdufl í
vörpunni. Þá var gengið í að koma út björg-
unarbátnum stjórnborðsmegin, þeim megin
sem að hallaði, því við þurftum að ýta honum
frá skipinu og niður í sjóinn. Það gekk nokk-
uð vel að koma bátnum út. Við fórum nær
allir um borð nema að það voru nokkrir sem
komu á fleka sem við tókum upp. Ég held að
þeir hafi verið fjórir. Svo kom togarinn Haf-
liði SI 1 frá Siglufirði og hirti okkur upp.
Það voru um þrjátíu í áhöfn á Fylki. Þeir
fóru með okkur inn á Ísafjörð og svo kom
varðskipið – undir stjórn Eiríks Kristófers-
sonar – daginn eftir og sótti okkur og tók
okkur suður.“
Búið að vera brjálað veður
Og hvenær varð þriðja slysið?
„Það var á vélbátnum Von frá Grenivík á
vertíðinni 1958. Ekki man ég daginn en þetta
hefur sennilega verið í febrúar eða mars. Við
vorum að draga net undan Reykjanesinu.
Það var búið að vera brjálað veður. Við rer-
um frá Grindavík en skipið var gert út það-
an. Það var búið að vera svo mikið austanrok
að það var lagt upp í Sandgerði og aflinn
keyrður þaðan til Grindavíkur. Þennan dag
vorum við óvenjulega seint á ferðinni. Það
voru komin hátt í 30 tonn af fiski í skipið og
ákveðið að fara með aflann til Grindavíkur,
enda hefði veðrið lagast það mikið. Þá var
háseti á stýrinu og hann keyrði beint í
strand, tók vitlaust eftir hjá skipstjóranum
sem hafði gefið stefnuna. Við vorum þrír að
leysa af gömlum netum og stukkum tveir
upp á stýrishús til að ná gúmmíbátnum, eftir
fyrirsögn skipstjórans. Hann tók við bátnum.
Þrír úr áhöfninni, þar á meðal vélstjórinn,
syntu í land og björguðust þannig, en við
hinir fórum í gúmmíbátinn. Við þurftum að
synda í bátinn. Ég var bæði í stakk og stíg-
vélum, það var helvíti þungt að synda í
þessu. Sæbjörg hirti okkur upp úr gúmmí-
Man hvellinn
þegar tundur-
duflið sprakk
MAGNÚS JÓNSSON HAFÐI EKKI VERIÐ LENGI Á SJÓ ÞEGAR BÁTUR SEM
HANN VAR Á VAR NÆRRI ÞVÍ SOKKINN LANGT FRÁ ÍSLANDSSTRÖNDUM.
HANN BJARGAÐIST SVO TVISVAR FRÁ BORÐI Í BJÖRGUNARBÁT ÞEGAR
SKIP SEM HANN VAR HÁSETI Á SUKKU EÐA BROTNUÐU Í KLETTUM.
Baldur Arnarson baldura@mbl.is