Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 16
Ekki er ýkja langt síðan bisfenól A, eða BPA, komst í hámæli, en efnið var notað í margar plastvörur. Rannsóknir vegna mögulegrar skaðsemi efnisins hófust árið 2008 og tveimur árum seinna birti bandaríska matvæla- og lyfjaeftir- litið FDA skýrslu þar sem fram kom að BPA gæti hugsanlega valdið fóstrum, nýburum og börnum skaða, en efnið getur líkt eftir virkni hormóna í mannslíkamanum. Seinna komu fram niðurstöður þess efnis að BPA væri skaðlaust í þeim lágu skömmtum sem við verðum fyrir en rannsóknum er ólokið. Í framhaldi af þessu komu á markað plastvörur úr BPA-fríu plasti. Til dæmis eiga allir pelar í löndum Evrópusambandsins að vera úr BPA-fríu plasti. Nú eru hins vegar efasemdir komnar upp um nýja plastið og segja efasemdar- menn það lítið hafa verið rann- sakað. Þetta er að stórum hluta til vegna þess að upplýsingar um skaðleg áhrif nýrra efna sem verið er að setja á markað fær FDA fyrst og fremst frá framleiðandanum sjálfum. Augljósir vankantar eru á því fyrirkomulagi. Háum fjár- hæðum er varið árlega í rannsóknir á BPA en mjög fáar rannsóknir eru unnar á þeim efnum sem tekið hafa við af BPA. Ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli og ekki liggur í augum uppi hvers kon- ar ílát er réttast að velja. Stungið hefur verið upp á því að gamaldags glerílát séu hugsanlega öruggust en skal það hér ósagt látið. VARASÖM EFNI Í PLASTI BPA-frítt plast ekki endilega betra Miklar rannsóknir hafa farið fram á plasti sem inniheldur BPA en sambærilegar rannsóknir á BPA-fríu plasti skortir til þess að það geti talist öruggt. AFP Heilsa og hreyfing Margt smátt gerir eitt stórt Morgunblaðið/Jim Smart *Heilbrigðar lífsstílsbreytingar þurfa ekki að vera stórartil að hafa áhrif. Einfaldar breytingar eins og aðskipta ljósu súkkulaði út fyrir dökkt, unnumkjötvörum fyrir óunnið kjöt eða smjöri fyrirolíu til steikingar geta haft mikið að segja.Einnig má ganga stigann í stað þess að takalyftuna og ef þú þarft að tala við vinnufélaga, er tilvalið að rölta að skrifborðinu hans í stað þess að senda tölvupóst. Ó fáir kannast við hina mögnuðu „mánudagstilfinn- ingu“. Hún er ekki ósvipuð tilfinningunni sem hreiðrar um sig í maganum að morgni 1. janúar – ný vika fram undan, óskrifað blað. Fleiri taka upp hollt mataræði á mánudögum en aðra daga, hætta að reykja eða panta tíma hjá lækni (sjá JAMA Internal Medicine, 2014). Það hefur meira að segja sýnt sig að engan annan viku- dag er jafnoft leitað með heilsutengdum leitarorðum á leitar- vélum internetsins (sjá American Journal of Preventive Medic- ine, 2015). Allt er mögulegt og andinn kemur yfir okkur. Þetta er tíminn, nú ætlum við loksins að stíga skrefið til heilbrigðari framtíðar, mæta í ræktina á hverjum degi og hætta að borða nammi. Síðan kemur þriðjudagur að ógleymdum miðvikudegi og allt í einu hljómar „salat í hádegismat“ ekki jafnspennandi og það gerði tveimur dögum fyrr. Þessa atburðarás kannast margir við en með því að hafa nokkur vel valin atriði í huga getur orðið breyting á í næstu viku. Margir setja sér háleit markmið til heilsubótar í byrjun nýrrar viku en missa móðinn á miðri leið. Þessu má þó snúa til betri vegar. Morgunblaðið/Styrmir Kári MÁNUDAGSKRAFTINUM FLEYTT ÁFRAM Heilsudagar alla daga NÝJAR RANNSÓKNIR GEFA TIL KYNNA AÐ ÞORRI MANNA HAFI MEIRI ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ BÆTA HEILSU SÍNA Á MÁNUDÖGUM EN NOKK- URN ANNAN VIKUDAG. HVERS VEGNA GÆTI ÞETTA VERIÐ OG HVERNIG MÁ NJÓTA GÓÐS AF MÁNUDAGSKRAFTINUM ÚT VIKUNA? Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is  Misjafnt er eftir einstaklingum hvenær þeir fara að missa móðinn og láta undan löngun í sælgæti eða óhollan mat. Hjá mörgum gerist það eftir að þeir hafa staðið við markmið sín í nokkra daga – til dæmis um miðja viku, ef byrjað er á mánudegi. Það er vissulega freistandi að fá sér súkkulaðibita í verðlaun fyrir hjólatúr gærdagsins en fleiri og heilbrigðari leiðir eru til að verðlauna sig. LAUSN Þú þekkir það best sjálf/ur hvað veldur því að þig langar í óhollustu eða sleppir skokki dagsins. Sumir eru veikastir fyrir þegar þeir eru illa sofnir, aðrir þegar þeir hafa mikið að gera eða á ákveðnum tíma dags. Finndu út þína veiku punkta og ákveddu fyrirfram hvernig þú ætlar að taka á þeim, til dæmis með því að hafa hollt snakk meðferðis eða með því að biðja félaga þinn um koma með þér út að hlaupa. Ef þú aftur á móti veist ekki hvenær þér verður helst á í mess- unni, þá er það vel þess virði að hafa dag- bók við höndina í viku eða tvær, reyna að veita því athygli hvenær mistökin verða og hvers vegna og skrá það nið- ur.  Laugardagar og sunnudagar reynast banabiti margra heilsuátaka. Samkvæmt rannsókn sem birt var í tímaritinu Obesity innbyrðir fólk að meðaltali tæpum 240 hitaeiningum meira á laug- ardögum en öðrum vikudögum. Önnur rannsókn, gerð við John Hopkins há- skólann, komst að því að meðalmann- eskjan stundar minnsta hreyfingu á sunnu- dögum. LAUSN Krafturinn liggur í þekkingunni. Þegar við vitum hver tilhneiging okkar er, verður mun auðveldara en ella að bregðast við. Það má þó ekki gleyma því að stundum er nauðsynlegt að slaka aðeins á – til dæmis er allt í lagi að losa aðeins um hömlur á mataræði á laugardögum og sleppa 10 km hlaupi á sunnudegi en galdurinn liggur í því að sleppa sér ekki alveg. Til dæmis er gott að byrja laug- ardaginn á hollum morgunverði, þótt til standi að borða eitthvað óhollara seinna um daginn, og sunnudagur er frá- bær fyrir rólegan hjólatúr eða sundferð. Það þarf ekki að setja hraðamet á hverjum degi!  Við eftirgrennslan kom í ljós að margir hafa hvað jákvæð- astar væntingar til sjálfra sín og komandi viku á sunnudags- kvöldum, frekar en á mánudögum. Þetta gæti átt rætur sínar í því að það er auðvelt að lofa sjálfum sér að gera eitthvað í framtíðinni, t.d. að fara þrisvar sinnum út að hlaupa í kom- andi viku. Við teljum okkur trú um að við munum standa við stóru orðin og verðum stolt af verkinu, jafnvel áður en við framkvæmum það. Það er hins vegar álíka auðvelt að finna af- sakanir fyrir því að fara ekki út að hlaupa þegar stundin er runnin upp og góður vilji rennur þá út í sandinn. LAUSN Þetta má leysa með því að nota sunnudagskvöld í að gera áætlun með markmiðum vikunnar. Hana er best að skrifa niður og helst að færa hana inn í dagbók eða á dagatal, því rannsóknir hafa sýnt að þeir sem skrifa markmið sín niður eru mun líklegri til að ná þeim en hinir sem setja sér einungis markmið í huganum. Með því að gera áætlun fyrir vikuna má líka komast hjá því að langur vinnudagur verði afsökun fyrir því að sleppa ræktinni, því áætlunina má sníða eftir önn- um og verkefnum komandi viku.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.