Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 26
Matur og drykkir BANDARÍSKU SAMTÖKIN THE ENVIRONMENTAL WORKING GROUP GEFA ÁRLEGA ÚT LISTA YFIR FIMM- TÁN ÓMENGUÐUSTU ÁVEXTINA OG GRÆNMETIÐ. ÞETTA ERU ÞÆR AFURÐIR SEM HELST ER HÆGT AÐ SLEPPA AÐ KAUPA LÍFRÆNAR TIL AÐ SPARA PENING EN SKORDÝRAEITUR MÆLIST EKKI Í ÞEIM Í TELJANDI MAGNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 1. Avókadó Grænmeti og ávextir sem eru með þykku hýði sem ekki er borðað er yfirleitt með minna af skordýraeitri en annað af sama toga. Avókadó er með hörðu hýði og EWG komst að því að aðeins 1% af avókadóum sem prófaðir voru innihéldu vott af skor- dýraeitri. 2. Sykurmaís Það eru góðar fréttir fyrir grillárstíðina sem nú rennur upp að sykurmaís hafi lent svona hátt á listanum. Hann er bestur grillaður með smjörklípu salti og skvettu af lime-safa. 3. Ananas Verðlaunin fyrir hversu erfitt það er að skræla ananas er að hann inniheldur lít- ið af þessum óæskilegu efnum. 4. Hvítkál Það er harðgert og þarf því lítinn skammt af eitri til að rækta það. 5. Strengjabaunir Þær eru verndaðar inni í litla húsinu sínu. Það þýðir minni skemmdir af völdum skordýra og minna eitur. Frosnar strengjabaunir voru not- aðar í þessari rannsókn. 6. Laukur Skordýr eru ekki mikið fyrir lauk. Laukur er meira að segja notaður með annarri ræktun til að fæla skordýr frá. Minna eitur er því notað við ræktun þeirra. 7. Aspas Líkt og laukur er þetta grænmeti ekki í miklu uppáhaldi hjá skaðlegum skor- dýrum. Góðar fréttir fyrir þá sem vilja njóta uppskerunnar frá nágrannalöndum okkar í Evrópu um þessar mundir. 8. Mangó Aðeins 12% líkur eru á því að safaríkt kjötið í mangó innihaldi leifar af skordýraeitri. 9. Papaja Íslendingar borða kannski ekki mikið af papaja en það komst á listann á eftir mangóinu. Papaja er einn af þeim ávöxtum sem er gott að borða eftir kvöldmat því hann inniheldur ensím sem hjálpa til við meltinguna. 10. Kíví Loðna húðin á kíví verndar ávöxtinn og má ætla að fæstir borði hýðið. Ávöxturinn fær íslenska nafnið loðber út frá þessu sérstaka útliti. 11. Eggaldin Eggaldin er kannski ekki með mjög þykka húð en það hjálpar samkvæmt frétt á mamavation.com að húðin er skínandi og sleip og óæskileg efni loða síður við. 12. Greip Þessi súri ávöxtur stóð sig vel í mælingunum en hann er frískandi milli mála eða með morgunmatnum. 13. Kantalópa Melónur eru með þykkt hýði sem ekki er borðað og verndar þar af leiðandi innihaldið vel. 61% mel- ónanna sem prófaðar voru reyndust algerlega lausar við leifar af skordýraeitri. 14. Blómkál Miðað við vinsældir blómkáls um þessar mundir er ágætt fyrir buddu landsmanna að það komist á listann. 15. Sætar kartöflur Þær komu ágætlega út á listanum hjá EWG þrátt fyrir að nýverið hafi verið aukið það magn af eitri sem leyfilegt er að nota við ræktun sætra kartaflna í Bandaríkjunum. SPARAÐU MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA ÞESSAR VÖRUR ÓLÍFRÆNAR Getty Images/iStockphoto Ekki lífrænt en í lagi *Jarðarber bragðast dásamlega, ekki síst snemm-sumars þegar fyrsta uppskeran kemur í hús. Þaueru einstaklega góð bara ein og sér eða meðrjóma en svo er líka tilvalið að búa til jarðarberjaís.Það eru til margar uppskriftir sem krefjast ekki ís-vélar. Svo er líka sérstaklega gott að búa til jarð-arberja daiquiri. Áfengi er kannski ekki hollt eitt og sér en með því að blanda jarðarberjum í drykkinn verður útkoman örlítið hollari. Jarðarber í ís og drykki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.