Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 29
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Morgunblaðið/Eggert Salatið sem borið var fram í veislunni var beint úr garðinum hjá Birni Jóni Sigurðssyni. * Það var mjög mikilvægt að sýnaað við kynnum að elda og var þvímikið lagt í þetta. Við vildum sanna að það yrði ekki hringt í Dómínós. Vinirnir fimm frá vinstri eru Matthías, Ingólfur, Birnir, Adolf og Stefán. Hér sitja þeir við hlaðborð fjölbreyttra rétta. Kúrbítur með sveppum og furuhnetum Aðferð: Skerið kúrbít í tvennt og svo langsum. Steikið í ólívuolíu og stráið dágóðu dassi af sjávarsalti yfir. Færið yfir á disk og leggið skorinn ost á heitan kúrbítinn. Ostur var í þessu tilviki geitaostur en má nota annan ost. Að lokum skal furuhnetum stráð yfir. Sveppir settir á pönnu og steiktir þangað til allur safinn er farinn úr og svo ristaðir enn meir þangað til þeir eru fallega gylltir. Sjávarsalti stráð yfir. Aðferð: 1. Skerið laukana meðalgróft og setjið í skál, skerið því næst hnúðkálið í litla ferninga og hellið í sama ílát. Kremjið sex hvít- lauksrif yfir skálina of rífið sirka hálft engifer, saltið og piprið og látið standa. 2. Takið aðra skál, skerið blaðlaukinn gróft og setjið í skál- ina, sömuleiðis paprikurnar og chilli-piparinn, (Munið að hreinsa hvítu fræin úr þeim frændsystkinum). Handkreistið sirka hálfa sítrónu ásamt hálfu lime yfir skálina. 3. Takið stóra pönnu, hellið olíu ofan í og setjið á lágan hita. Steikið risarækjurnar á pönnunni þangað til þær eru orðnar gulbleikar. Fjarlægið rækjurnar þegar liturinn er réttur og látið standa á diski. 4. Berið aftur olíu á botn pönnunnar og hækkið aðeins hit- ann, hellið úr fyrstu skálinni á pönnuna og steikið í tíu mínútur. 5. Bætið seinna ílátinu við pönnuna og steikið saman í fimm mínútur. Hrærið vel. Bætið við rauðu karríi, sirka ¾ úr 100 ml krukkunni, setjið salt, pipar, og kreistið hálfa sítrónu og hálft lime til viðbótar. 6. Þegar allt er orðið vel heitt bætið þið við kókosmjólkinni og stillið á lágan hita. Rækjurnar mega koma fljótlega eftir að mjólkinni hefur verið bætt við, skafið restina af rauða karríinu og bætið við, kreistið þær sítrónur og lime sem þið eigið eftir, rífið ríflega af basil-laufum til að setja ofan á þetta allt, réttur- inn má nú malla á lágum hita eins lengi og þið viljið. Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum. Ekkert er heilagt í þessari uppskrift, ekki magn grænmetis, hvernig það er skorið né hvenær hverju er bætt við. Rétturinn er listaverk. Þið, listamennirnir, njótið. Grískur jógúrtréttur fyrir 8-10 eða 5-6 svanga 200 g hafrakex ( 1 pk Haust) 80 g smjör, brætt 2 msk. hrásykur 200 g bláber 200 g jarðarber 300 g grísk jógúrt (1 dós er 250 g og dugar alveg) 3 dl rjómi (1 peli er 2,5 dl og dugar vel) 60 g flórsykur kanill á hnífsoddi súkkulaðispænir til skrauts ef vill Aðferð: Hafrakexið mulið, gott að nota kartöflu- stappara svo það verði ekki of fínt. Ekki setja í matvinnsluvél, þá verður það of fínt. Bræða smjörið og hræra smjöri og hrásykri saman við kexmylsnuna, þrýsta svo blöndunni vel ofan í botninn á eldföstu móti eða skál með beinum hliðum. Látið standa í kæli ef pláss er til. Þeyta jógúrtið með rafmagnsþeytara og hella rjómanum varlega saman við. Þegar blandan byrjar að mynda mjúka toppa setur maður flórsykur og kanil saman við. Helm- ingnum af berjunum dreift yfir kexbotninn og jógúrtblöndunni hellt yfir og jafnað út. Hinum helmingnum af berjunum dreift yfir. Gott er að láta þetta standa í ísskáp í ca. hálftíma áður en borið er fram og þetta er ekki síðra dag- inn eftir. Grísk sæla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.