Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 31
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Sirkus Íslands er búinn að reisa tjaldið sitt á Klambra- túni þar sem fara fram sýningar um helgina. Vel á þriðja tug starfsmanna ferðast um landið með honum í sum- ar. Húnavaka er síðan næst á dagskrá. Sirkus Íslands í bænum* Það skiptir ekki máli hversu gamall maðurverður. Ef hann varðveitir sköpunargleð-ina þá heldur hann barninu í sér lifandi. John Cassavetes. Morgunblaðið/Árni Sæberg Christa aðstoðar dóttur sína Töru Lovísu. Mikilvægt er að beita hnífnum rétt. Írisi Hörpu fannst handborinn spennandi en hún er hér með Jónu móður sinni. Frænkurnar Íris Harpa og Tara Lovísa einbeittar á svip. Ellen Calmon, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, svarar spurningum um eftirlæti fjöl- skyldunnar þessa vikuna. Fjölskyldumeðlimirnir eru: Ellen Calmon, Johan Tegelblom og sonur okkar Felix Hugo sem er að verða fjögurra ára núna í júlí. Þátturinn sem allir geta horft á? Við horfum sjaldan á einhverja þætti en okkur finnst öllum gaman að horfa á Emil í Kattholti eða Línu Lang- sokk. Maturinn sem er í uppá- haldi hjá öllum? Hakk og spaghettí er mjög vinsæll kvöldmatur á heim- ilinu ásamt kjúklingi. Skemmtilegast að gera saman? Okkur finnst gaman að fara á leikvöll í hverfinu, göngu- túr í bæinn, fara í „brunch“ á veit- ingastöðum, sem hafa skemmtileg barna- horn, í sund, í heimsókn til Katrínar systur minnar og í sveitina til ömmu og afa. Borðið þið morgunmat saman? Við borðum alltaf saman morgunverð um helgar en á virkum dögum borðum við mæðginin alltaf saman en Johan fer yfirleitt á undan okkur til vinnu. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægra- styttingar? Okkur finnst gaman að leira, lita og teikna saman. Feðg- arnir eru duglegir að leika sér í ævintýraleikjum og að kubba. Á föstudagskvöldum þá horfum við gjarnan saman á barnaefni og poppum kannski og fáum okkur vatnsmelónu. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Ellen Calmon Emil og Lína í uppáhaldi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.