Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 32
Græjur og tækni Lítil en þýðingarmikil breyting hjá FB *Facebook hefur gert örlitla breytingu á síðusinni sem fæstir hafa enn áttað sig á. Breyt-ingin er mjög lítil en stór í eðli sínu. Hún erfólgin í því að myndinni eða iconinu þar semvinabeiðnir birtast hefur verið breytt hjákvenfólki. Núna er ekki lengur mynd af karl-manni með konu í bakgrunn heldur konu og fyrir framan og í sömu stærð og karlmað- urinn. Sú var tíðin að Motorola-farsímar báru af fyrir útlit ogtækni, en síðan missti fyrirtækið fótanna og átti dapradaga, svo dapra að því var skipt upp og selt. Google keypti farsímahluta Motorola, að sögn til að komast yfir einkaleyfasafn fyrirtækisins, og seldi svo áfram til kínverska tæknirisans Lenovo, en hönnun og þróun Motorola-farsíma fer enn fram í Bandaríkjunum. Á meðan Google átti Motorola tók símahönnun kipp hjá fyrirtækinu og skyndilega urðu Motorola-símar einkar skemmtileg apparöt og eiginlega í fremstu röð Android-síma þegar litið var til verðs og tæknilegrar útfærslu – þeir voru ekki flottustu símarnir, en í ljósi þess hvað þeir voru ódýrir skák- uðu þeir flestum. Gott dæmi um það er Moto X-farsíminn sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveim- ur árum góður sími á góðu verði með ýmsum nýjungum í hugbún- aði. Moto X var uppfærður í sept- ember síðastliðnum og skömmu síðar birtist stóra systir, Nexus 6 – stærri en Moto X en sviplík um margt, enda er hún seld sem Moto X Pro austur í Kína. Eins og nafnið ber með sér er Nexus 6 í svonefndri tækjaröð frá Google – farsímana Nexus One, sem HTC smíðaði, Nexus S og Galaxy Nexus, sem kom úr smiðju Samsung, og Nexus 4 og Nexus 5, sem koma frá LG, og spjaldtölvurnar Nexus 7 frá Asus, Nexus 9 frá HTC og Nex- us 10 frá Samsung. Alla jafna eru Nexuas-græjurnar ekki í dýrari kantinum, en Nexus 9, sem er nýjasta spjaldtölvan, og Nexus 6, sem hér er gerður að umtalsefni, eru heldur dýrari, enda meira í þau lagt. Í netverslun Nýherja kostar 32 GB Nexus 6 114.900 kr., en 124.900 kr. með 64 GB. Nexus 6 er býsna stór sími, skjárinn er næstum 6 tomm- ur, 5,96", sem er nokkuð stærri skjár en á Samsung Galaxy Note 4 til að mynda (sá er 5,7") og heldur stærri en á iP- hone 6 Plus (sem er með 5,5" skjá). Mörgum mun því eflaust finnast hann of stór, eins og mér fannst í fyrstu. 10" iPadinn fór ofan í skúffu þegar 8" útgáfa varð til, lenti sá í skúffunni líka þegar Nexus 7 spjaldtölva kom inn á heimilið, en á henni hef ég ekki kveikt eftir að ég fékk síma með svo stórum skjá í hendurnar. Honum verður seint lýst svo að hann fari vel í hendi og það þó að maður sé með stórar hendur. Framan af fannst mér til að mynda óþægilegt að taka hann upp, því þó að kúpt bakið láti hann virðast þynnri en hann er þá gerir það líka að verkum að það er erfiðara að ná tökum á honum. Það venst þó eins og annað og það er óneitanlega kostur að hafa bakið kúpt til að mynda þegar síminn er tekinn upp af sléttum fleti, eins og til að mynda af borði. Stærðin á skjánum gerir að verkum að erfitt er að sýsla með símann með annarri hendinni, sem einhverjum finnst kannski vandamál, en hún er líka kostur því það er af- skaplega þægilegt, svo ekki sé meira sagt, að vera með svo stóran skjáflöt í lófanum – ekki síst þegar upplausnin er eins góð og raun ber vitni. Hátalarar eru ofan og neðan við skjá- inn, aðeins upphleyptir og algengur misskilningur hjá þeim sem fengið hafa að handfjatla símann að þeir séu rofar. Þeir eru aftur á móti á hægri hlið símans, fyrir straum og hljóð- styrk. Til þess að „vekja“ símann er hægt að ýta á straum- rofann, en hann skynjar það alla jafna þegar hann er tekinn upp og vaknar sjálfkrafa. Það virkar ekki 100% en ekki langt frá því. Alla jafna er ég ekki spenntur fyrir hátölurum á símum, ef það er eitthvað í gangi sem ég vil heyra almennilega sting ég heyrnartólum í samband, en á Nexus 6 eru einkar góðir hátalarara, óvenjugóðir af símahátölurum að vera. Eins og getið er um hér að ofan, og sjá má á meðfylgjandi mynd, eru þeir aðeins upphleyptir og safna í sig ryki, sem er óneit- anlega mínus fyrir snyrtipinna. Eldri gerðir af Nexus-símum hafa verið hæfilega hrað- virkar, ef orða má það svo kurteislega, en Nexus 6 er með 2.7 GHz fjögurra kjarna Snapdragon 805 örgjörva og því býsna hraðvirkur – samkvæmt hraðamælingum sem ég rakst á á netinu skákar hann til að mynda Note 4 og iPhone 6 Plus í hraða. Í sem stystu máli: Motorola stimplar sig inn með fyrirtaks síma, glæsilegan í útliti og hraðvirkan í senn. Nexus 6 sting- ur keppinautana af í flestu og er með hraðvirkustu símum af þessi stærð á markaðnum. Framúrskarandi sími með frá- bæran skjá. HLEMMURINN FRÁ MOTOROLA NEXUS-LÍNA GOOGLE HEFUR OFTAR EN EKKI RUTT NÝJAR BRAUTIR Í SAMÞÆTTINGU HUG- BÚNAÐAR OG VÉLBÚNAÐAR MEÐ TÆKJUM SEM ERU HAGNÝT OG TRAUST ÞÓ AÐ ÞAU SÉU EKKI ÝKJA FALLEG. NÝR SÍMI SEM MOTOROLA SMÍÐAR FYRIR GOOGLE, NEXUS 6, SÝNIR ÞÓ AÐ SAMAN GETUR FARIÐ GLÆSILEG HÖNNUN OG ÖFL- UGUR VÉLBÚNAÐUR. * Litaúrval veldur varla valkvíða – hvítt eða svart, en bak-ið er annars úr hörðu plasti. Plast og gler er svo rammað inn með stálkanti, sem er rofinn ofan á símanum með tengi fyrir heyrnartól og rauf fyrir SIM-kortið, en neðan á síman- um er tengi fyrir hleðslu. Engin rauf er fyrir minniskort, en hægt er að fá símann með 32 GB eða 64 GB. * Myndavél er mjög góð, myndflagan 13 MP og hristivörní linsu, sem er með ljósop f2.0. Myndavél að framan er 2 MP. Hugbúnaður í myndavélinni er endurbættur, en þó sá sami og fylgir almennt Android 5. Á símanm er Android 5 Lollipop þegar kveikt er á honum, en stuttu síðar er boðið upp á uppfærslu í 5.1 og svo kom 5.1.1 í síðustu viku. * Skjárinn á símanum er tæpar 6 tommur, 5.96" AMO-LED, og upplausnin QHD, eða 2.560 x 1.440 dílanr sem gef- ur 493 díla á tommu. Það þarf almennilega rafhlöðu til að keyra svo stóran skjá, enda er hún býsna stór, 3220 mAh. Með fylgir hraðhleðslu straumbreytir og hægt að ná sex tíma hleðslu á fimmtán mínútum. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Eitt af því sem forvitnilegt er við Nexus 6 er að síminn er þáttur í uppbyggingu á svonefndu Project Fi-verkefni Google, en Project Fi er símakerfi sem fyrirtækið hefur komið upp. Sem stendur er það rekið yfir net bandarísku farsímafyr- irtækjanna Sprint og T-Mobile, en einnig hefur Goopgle komið upp eigin sendum og keypt aðgang að tíðnisviði vestan hafs. Eitt af lykilatriðum Project Fi- farsímaþjónustunnar er hve einföld verðskrá fyrirtækisins er: Fyrir 20 dali (um 2.600 kr.) fær notandi ótakmark- aðan fjölda símtala innan Bandaríkjanna og ótakmarkaðan fjölda SMS-skilaboða um allan heim (símtöl til annarra landa eru ódýrari en gengur og gerist alla jafna, en mismunandi þó eftir löndum). Því til viðbótar kaupir notandi síðan gagnapakka: 1 GB á mánuði kostar um 1.300 kr., 2 GB um 2.600 o.s.frv. Aðeins er rukkað fyrir notkun, þ.e. ef gagna- magnið er ekki allt notað þá fær notand- inn afslátt, en ef hann fer yfir borgar hann fyrir viðbótina á sama verði ólíkt því sem nú tíðkast víða um heim. Banda- rískir Project Fi-notendur greiða sama fyrir gagnanotkun í 120 löndum utan Bandaríkjanna, en sérstaklega fyrir sím- töl, þó að þau séu ódýrari en hjá síma- fyrirtækjum almennt. Samningi um þjón- ustuna er hægt að segja upp hvenær sem er – það er engin binding. Annað sem er nýtt í Project Fi er það að síminn tengist sjálfkrafa hraðasta símaneti sem hann finnur á hverjum tíma og skiptir á milli neta eftir því sem hon- um sýnist best. Svo má nefna að þeir sem hafa aðgang að þjónustunni geta notað opin þráðlaus net víða um Bandaríkin sér að kostn- aðarlausu. Sem stendur er Project Fi aðeins aðgengilegt vestan hafs og óljóst hvort og þá hvenær það stendur notendum til boða utan Bandaríkj- anna. Til þess að fá aðgang að kerf- inu innan Bandaríkjanna þarf að skrá sig á vefsíðu Project Fi, https:// fi.google.com/, og bíða svo eftir því að vera boðið að slást í hópinn. Að- gangskrafa er að vera Gmail-notandi, búsettur í Bandaríkjunum (með bandarískt póstnúmer) og að vera með Nexus 6-síma, enda styður hann öll 4G LTE-kerfi. PROJECT FI Nýstárlegt símafyrirtæki

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.