Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Qupperneq 33
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
• Tengist þráðlaust með Bluetooth
• Virkar við iPhone og Android síma
• Notið símann löglega í ferðalaginu
Eigum einnig bílhleðslutæki, festingar
og kapla fyrir snjallsíma og spjaldtölvur
Sendum hvert
á land sem er
Tölvur og fylgihlutir
Genius 120BT
handfrjáls búnaður
4.990 kr.
Við eyðum stórum tíma lífsins í vinnu og eina leiðin að skila
af sér góðu starfi er að hafa ástríðu fyrir því og ánægju. Ef þú
hefur ekki fundið ástríðuna, haltu áfram að leita.
Steve Jobs
Lego-kubba ættu flestir Íslendingar
að þekkja eða í það minnsta þeir
sem ólust ekki upp við tölvuleiki
og internet. Lego hefur í áratugi
gert börnum og jafnvel fullorðnum
kleift að sleppa tauminum á hvers-
dagsleikanum og láta ímyndunar-
aflið ráða för í byggingu frum-
skóga, tækja og borga úr marglita
kubbum frá Lego.
Kubbarnir eru þó ekki alveg
hættulausir þó þeir eigi ekki að
skaða börn. Þeir eru búnir til úr
ABS plasti sem krefst notkunar
töluverðrar olíu og er því ekki
æskilegt umhverfinu eða plán-
etunni að sögn Lego. Þess vegna
hafa forsvarsmenn fyrirtækisins
lagt 150 milljónir dollara í rann-
sóknir og þróun á nýju efni án olíu
til að framleiða kubbana vinsælu.
Ferlið getur þó tekið einhvern
tíma og áætlar Lego að skipta ABS
efninu út alfarið fyrir árið 2030. Í
ljósi þess að Lego framleiðir 60
milljón kubba á ári verður um
verulegan sparnað að ræða í olíu-
notkun.
ÞRÓUN NÝRRA EFNA FYRIR FRAMLEIÐSLU LEGO
Umhverfisvænt Lego
Hver man ekki eftir því að hafa eytt löngum tíma með Lego kubba í höndunum?
Rétt fyrir utan strönd Noli á Ítalíu
hefur frumkvöðullinn Sergio Cam-
berini komið sér upp neðansjáv-
argarði. Hugmyndin er að finna leið
til að rækta mat við kjöraðstæður.
Umleikin vatni eru gróðurhús Cam-
berini í einstakri aðstöðu til að stýra
hita og tryggja umhverfi sem heldur
öllum skordýrum og sjúkdómum frá
gróðrinum.
Gróðurhúsin eru rétt rúma sex
metrum undir yfirborði sjávar og
einu dýrin í nágrenni þeirra eru ein-
staka fiskar, krabbar og já einn kol-
krabbi, að sögn Camberini. Ekki er
víst að neðansjávar-gróðurhús muni
nokkurn tíma geta keppt við þau á
þurru landi eða framleitt betri vöru.
Tíminn einn verður að leiða það í ljós
en Camberini lætur það ekki stöðva
sig og sagði í viðtali við Washington
Post að hann vildi gera eitthvað fyrir
unga fólkið, sýna því fegurð sjáv-
arins og vera innblástur fyrir unga
frumkvöðla. „Ég er að reyna að gera
eitthvað sem er öðruvísi og sýnir
fólki hversu fagurt hafið er,“ segir
Camberini.
NÝ AÐFERÐ VIÐ RÆKTUN GRÓÐURS
Neðansjávar-
garður á Ítalíu
Gróðurhús fyrir utan strönd Ítalíu nefnast Nemo’s Garden og minna á eitthvað úr vísindaskáldsögu.
AFP
Google-gleraugun náðu aldrei almennilegum vinsældum
þó að hugmyndin hafi vissulega verið áhugaverð. Google
ætlar þó ekki að láta áhugaleysi almennings stöðva sig og
stefnir nú að Google Glass 2.0, kannski verða þau vinsælli.
Ný Google-gleraugu