Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 34
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Stíllinn minn er nokkuð dökkur og þægilegur, en svo á ég það til að klæða mig upp í eitthvað skrautlegt og skemmtilegt. Hvað er það sem heillar þig við tísku? Það er alveg heill hellingur sem heillar. Tíska nær yfir svo ótalmargt. Það er alltaf einhver ákveðinn rauður þráður eða „trend“ sem eru í gangi hverju sinni og maður túlkar það á sinn hátt. Mér finnst líka svo heillandi hvað tíska er mótandi kapítalískt valdakerfi á svo magnaðan hátt og dýrka hvað hún er rokkgjörn og síbreytileg. Áttu þér uppáhalds-hönnuð? Ég á nokkra uppáhalds hönnuði, þar á meðal eru Alexander McQueen, Ann Demeulemeester, Dion Lee og Rick Owens. Hvað er þitt uppáhalds-tískutrend þetta sumarið? Hvítt fra toppi til táar, svo koma sólarvörn, hattar og sólgler- augu sterk inn hjá mér. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur fatakaupum? Að kaupa „stuff“ sem þér líður vel í. Kaupa færri flíkur og kaupa frekar vandaðra og einnig vera meðvitaðri um hvaðan fötin koma. Hvert er þitt eftirlætis-tískutímabil og hvers vegna? Bara nútíminn og það sem er að gerast núna. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Svört, „basic“ föt og sokka. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Til dæmis Michèle Lamy, Olsen twins, fka twigs, Hanne Gaby og Willow Smith. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Aldrei að segja aldrei, í fyrra myndi ég segja crocs, en get ekki sagt það núna því vinkona mín gaf mér svo- leiðis í djók-gjöf og ég „guilt pleasure‘a“ þá einstaka sinnum. Áttu þér uppáhalds flík? Já, einn „pimpin“ dökkgrænan pels. Áttu þér uppáhalds-búð? Já, IKEA. HVÍTT FRÁ TOPPI TIL TÁAR Í SUMAR Ljósmynd/Katrín Bragadóttir Aldrei að segja aldrei ANNA MAGGÝ VINNUR HJÁ SKAPANDI SUMARSTÖRFUM Í SUMAR VIÐ LJÓSMYNDUN EN HÚN HEFUR MEÐAL ANNARS GERT TÍSKUÞÆTTI FYRIR THE LAB MAGAZINE, NÝTT LÍF, EYGLO, ASOS BOUTIQUES OG BAST MAGAZINE. ANNA ER MEÐ EINSTAKAN STÍL OG HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ KLÆÐA SIG Í EITTHVAÐ SKRAUTLEGT OG SKEMMTILEGT. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ann Demeule- meester er einn eftirlætishönnuður Önnu Maggýar. Anna Maggý er með- vituð um hvaðan fötin sem hún kaupir koma. Anna Maggý held- ur upp á hönnun tískuhússins Alex- ander McQueen. FKA twigs er með flottan fatastíl. Fyrirsætan Hanne Gaby Odiele er ávallt flott til fara. AFP Anna segir hatta koma sterka inn í sumar. Tíska *Hin 12 ára gamla Lila Grace, dóttir ofurfyrirsætunnar KateMoss, segir mömmu sína oft afskaplega neyðarlega. Lila tókþátt í Q&A spjalli við Ask.fm þar sem hún var spurð að þvíhvort Moss væri átrúnaðargoðið hennar. „Nei, eins og allaraðrar mömmur er hún neyðarleg og óþolandi en maðurelskar þær alveg kjánalega mikið,“ svaraði Lila en hún sagðieinnig í viðtalinu að hún hefði áhuga á því að leggja fyrir sig fatahönnun í framtíðinni. Mamman hefur því greinilega haft einhver áhrif á dótturina. Dóttir Kate Moss segir mömmu sína neyðarlega AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.