Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Page 37
Schiaparelli Hönnuðurinn Bertrand Guyon hefur nýverið tekið við sem yfirhönnuður tískuhúss Elsa Schiaparelli. Fyrsta lína hans fyrir húsið bar heitið „Le Théâtre d’Elsa,“ og var það óður til Elsu Schiaparelli sem vann súrrealíska hönnun sína á árunum 1930/40 og hefur haft gífurleg áhrif á tískuheiminn allar götur síðan. Línan var vel heppnuð og náði hönnuðurinn að fanga adrúmsloft fyrrvera síns, Elsu, á einstakan og áhrifaríkan hátt, bæði í sniðum og textíl. Altier Versace Á hátískusýningu ítalska tískuhússins Versace fyrir veturinn 2015/2016 sýndi yfirhönnuðurinn, Donnatella Versace, örlítið mýkri hlið á merkinu. Silki- og siffonkjólar með hárri klauf og blóma- kransar vöktu athygli. Línan var ekki eins djörf og aðrar línur tísku- hússins en engu að síður mátti sjá margar fallegar flíkur á sýningunni. Giambattista Valli Hátískulína Giambattista Valli var að vonum stórglæsileg. Í ár fagnaði tískuhúsið 10 ára afmæli sínu. Lit- rík blóm, víðir kjólar og und- ursamleg snið fullkomnuðu þessa fáguðu línu tískuhússins. 12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Styr var skráður hjá fyrirsætuskrifstofu í París fyrr á þessu ári og síðan þá hefur hann fengið tvö stór verkefni fyrir tískuvikuna. ALLTAF MEIRI LÖNGUN Í LEIKLISTINA É g var nú bara heppinn. Ég var úti fyrir sýningarnar og var síðan í sím- tali beðinn um að kíkja til New York og vinna að myndatöku fyrir Balen- ciaga,“ segir Styr Júlíusson sem sat fyrir í myndatöku fyrir nýjustu herralínu tískuhúss- ins. Styr var skráður hjá fyrirsætuskrifstofu í París fyrr á þessu ári og síðan þá hefur hann fengið tvö stór verkefni fyrir tískuvik- una en hann gekk einnig pallinn fyrir tísku- húsið Sacai. Spurður um tískubransann segist Styr taka þessu öllu með ró og segist helst ekki vilja detta alveg heill inn í þennan bransa og kemur hann því fram við þetta meira eins og hliðarverkefni. „Ég hef nú bara fengið lítið bragð af bransanum og er heppinn að vera með gott fólk í kringum mig á skrifstofunni og hef kynnst góðum vinum. Mín upplifun af tísku- bransanum er mjög skemmtileg og mín fyrstu skref í honum hafa verið ósköp róleg og næs. En ég hef ekki fengið mikið bragð af þessum svokallaða „bransa,“ svo ég geti lýst honum.“ Styr er ekki ókunnugur því að vera fyrir framan myndavélar en hann lék aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Falskur fugl. Að- spurður hvort leiklistin og fyrirsætustörfin séu svipuð störf segir Styr svo ekki vera. „Þetta er tvennt ólíkt og því meira sem ég er að vinna við fyrirsætustörf því meira langar mig að fara að leika. Þótt ég hafi al- veg gaman að því að vera módel, hitta skemmtilega ljósmyndara og fleira fólk þá hef ég alltaf meiri löngun í leiklistina.“ Geggjað að hitta Alexander Wang Styr segist ekki hafa vitað mikið um tísku- húsið áður en hann sat fyrir hjá þeim. „Mér finnst Balenciaga mjög flott merki. Ég reyndar hafði ekki mikla þekkingu á tískuhúsinu til að byrja með en fljótt fékk ég að vita margt um það eftir að ég var bókað- ur í verkefnið. Ég hitti yfirhönnuðinn, Alex- ander Wang, sem er með sitt eigið merki líka, Alexander Wang, hann var á staðnum. Það var frekar geggjað.“ Aðspurður hvert sé eftirlætistískuhús Styrs segist hann ekki alveg nógu vel að sér í tískubransanum til þess að geta nefnt sér- stök merki. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekki með hausinn inni í tískunni og hef ekki mikið vit á þessu, þrátt fyrir að ég ætti að vera það út af móður minni (Lindu Björgu Árnadóttur) en ég er ekki enn kom- inn með uppáhaldshönnuð eða merki,“ út- skýrir Styr en bætir við að sér þyki margt flott og skemmtilegt til að mynda Commes des garcon. Styr Júlíusson var myndaður í New York fyrir herralínu Balenciaga. STYR JÚLÍUSSON FÉKK ÞAÐ VERKEFNI Á DÖGUNUM AÐ SITJA FYRIR FYRIR EITT VIRTASTA TÍSKUMERKI HEIMS, BALENCIAGA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Skemmtilegt hliðarverkefni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.