Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2015, Síða 41
12.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Núna er meira pláss í stofunni hennar og hún sparar tíma því hún þarf ekki að þurrka rykið af bókunum eða hugsa um hana á neinn hátt. Þegar þær byrjuðu á þessum lífsstíl og með hópinn voru margir meðlimir mæður ungra barna rétt eins og þær. Þar var viðkvæðið; af hverju er ég alltaf að taka til? Af hverju er ég alltaf að þvo föt. Eilífðarverkefni sem aðeins virðist vinda upp á sig. Þær útskýra að börn þurfi ekki að eiga 40 nærbuxur og 20 nærboli. „Þetta snýst um að hugsa hvað vil ég eiga og hvað nenni ég að eiga,“ segir Magnea. Þær segja að oft höldum við upp á ýmsa hluti af því að þeir voru gjafir og taka sem dæmi peysu á barn sem hefur ef til vill aldrei passað almennilega eða passi ekki við annað sem barnið á. „Á þá að halda upp á hana af því að Sigga frænka gaf peysuna. Kannski passar hún einhverjum öðrum betur,“ segir Magnea, sem undrar sig líka á því af hverju flestir eigi mörg sett af rúmfötum. „Dugar ekki bara að eiga tvö sett? Og svo þegar gestir koma þá geta þeir fengið aukasettið.“ Ekki það sama og að skipuleggja sig Það er mikill munur á því að tileinka sér mínimalískan lífs- stíl og því að vera ofurskipulagður með marga glæra plast- kassa í skápum og geymslum. „Það er oft mikil umræða um að byrja að skipuleggja sig og þá er fyrsta skrefið að kaupa plastbox,“ segir Magnea en þessi plastbox eru þá í raun að- eins enn einn hluturinn. „En ef þú átt ekki allt þetta drasl þá þarftu ekki að skipuleggja þig. Til hvers að vera að taka allt út úr skápum til þess að raða inn í þá aftur?“ Opinská umræða um gjafir hjálpar til við að fækka óþarfa hlutum eða eignast eitthvað gagnlegt. Þær eru báðar fylgjandi óskalistum og því að gefa bæði börnum og full- orðnum óhefðbundna hluti og upplifun frekar en hluti og benda á að það megi alveg gefa ekki neitt. Það angrar að minnsta kosti hvoruga þeirra. Í Facebook-hópnum er ein- mitt að finna hugmyndir um gjafir til og frá mínimalistum. „Þórhildur gaf dóttur minni plöntu og það hefur gefið henni svo miklu meira en einhver dúkka hefði gert,“ segir Magnea. Ég er búin að breyta núna til, allar veislur sem ég hef haldið síðustu tvö ár hef ég sagt „gjafir afþakkaðar“,“ segir Þórhildur. Fólk tekur því misvel. Magnea hélt veislu í fyrra í tilefni útskriftar sinnar því hana langaði að hitta fólkið sitt. Hún tilkynnti að gjafir væru afþakkaðar en varð vör við að sum- um þætti hálf hallærislegt að gefa ekki neitt og tilkynntu henni vandræðalegir að þeir hefðu nú bara ekki komið með neitt. Magnea svaraði bara: „Æðislegt! Mig vantar ekkert.“ Hún fékk reyndar mjög gott og gagnlegt hnífasett en þá tók hún gömlu hnífana og gaf þá áfram. „Ég þarf ekki að eiga tvö sett af hnífum. Það er svo mikill misskilningur að maður þurfi að eiga allt í heiminum.“ Tiltekt í fataskápnum fylgir þessum lífsstíl. Magnea á fimm skópör og segist ekki þurfa fleiri. „Ég á háhælaða skó, strigaskó, stígvél, millifína skó og vetrarskó,“ segir Magnea, sem fékk kjól frá manninum í jólagjöf sem hún er búin að nota við öll tilefni síðan, fyrir utan vinnu. Hún skellir sér í hæla ef hún vill vera fínni. „Ég þarf ekki að eiga fimmtán kjóla,“ segir hún og bætir við að enginn hafi gert at- hugasemd um að hún sé alltaf í sama kjólnum. Hún rétt eins og Þórhildur og margir í hópnum er búin að fara í gegnum Verkefni 333, sem lýst er nánar hér síðar. „Þetta snýst um að eiga 33 hluti í fataskápnum fyrir utan íþróttaföt, nærföt, sokka og sokkabuxur,“ segir hún og bætir við að þá sé mjög auðvelt að velja sér föt, það sparist orka og tími sem áður hafi jafnvel farið í að máta eitthvað sem kannski passar ekki lengur. „Ef þig vantar eitthvað nýtt, fáðu lánað hjá öðrum eða kauptu eitthvað notað,“ segir Magnea, en henni finnst það vera hluti af þessum lífsstíl að eyða ekki alltaf í nýja hluti. Sömuleiðis á Þórhildur kjól og samfesting sem hún notar við fín tilefni. Hún segir að það fylgi að hugsa betur um föt- in þegar þeim fækki. Hún segir jafnframt að þau slitni sömuleiðis meira við meiri notkun og langaði þá að fara að kaupa föt úr betra efni til þess að þau endist lengur. Hún Morgunblaðið/Styrmir Kári Magnea og Þórhildur synda gegn straumnum og ríkjandi neysluhyggju. Vitað er að margir eiga of mikið af hlutum í hinum vestræna heimi en Joshua Becker hefur safnað saman upplýsingum úr ýmsum áttum á be- comingminimalist.com/clutter-stats um þetta og er hluti þeirra birtur hér.  Það eru 300.000 hlutir á með- alstóru bandarísku heimili, allt frá bréfaklemmum til bílstóla.  Meðalstærð bandarísks heimilis hefur nærri því þrefaldast á síðustu 50 árum.  Þrátt fyrir það leigir einn af hverj- um tíu Bandaríkjamönnum geymslu- pláss.  25% Bandaríkjamanna með tvöfald- an bílskúr hafa ekki pláss fyrir bílana sína í þeim og 32% hafa pláss fyrir einn bíl.  Það eru 50.000 geymsluleigur í Bandaríkjunum, fimm sinnum fleiri en Starbucks þar í landi.  Meðal tíu ára breskt barn á 238 leikföng en leikur sér að meðaltali með 12 á dag.  3,1% allra barna eru búsett í Bandaríkjunum en þau eiga 40% allra leikfanga í heiminum.  Meðal konan í Bandaríkjunum á 30 alklæðnaði, einn fyrir hvern dag mánaðarins. Árið 1930 var þessi tala níu.  Meðal bandarísk fjölskylda eyðir um 230.000 krónum í föt á ári.  Meðal Bandaríkjamaðurinn hendir um 30 kg af fatnaði árlega.  Þau 12% heimsins sem búa í Norð- ur-Ameríku og Vestur-Evrópu eru ábyrg fyrir um 60% af einkaneyslu heimsins á meðan einn þriðji heimsins sem býr í Suður-Asíu og Afríku sunn- an Sahara er ábyrgur fyrir 3,2%.  Bandaríkjamenn eyða meira í skó, skartgripi og úr en í háskólamenntun.  Verslanamiðstöðvar eru fleiri en gagnfræðaskólar. 93% táningsstúlkna segir verslunarferðir vera eitt helsta áhugamál sitt.  Á ævinni eyðir manneskja um 3.680 klukkustundum eða 153 dögum í að leita að hlutum sem hún hefur lagt frá sér á vitlausan stað og finnast ekki. Það sem helst týnist er síminn, lyklar, sólgleraugu og pappírar.  Skipulagningariðnaðurinn hefur tvöfaldast að stærð frá því um árið 2000 og stækkar um 10% á hverju ári. 300.000 hlutir á heimili

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.