Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Ég ætla að fara upp í sumarbústað með fjölskyldunni. Sara Mjöll Stefánsdóttir Örugglega fara í útilegu með mömmu og pabba og tengdó þar sem sólin verður. Erla Rán Jóhannsdóttir og Sóley Oscarsdóttir. Ég verð bara að vinna í Gullkúnst Helgu. Hallgrímur Th. Sveinsson Ég ætla að fara til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð. Ég fór í fyrra en þá hafði ég ekki farið síðan árið 2000. En það var mjög ánægjulegt í fyrra og ég ákvað að fara aftur. Sturla Sighvatsson Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM VERSLUNARMANNAHELGINA? Hjörtur Pálsson, þýðandi og skáld, hlýtur heiðursvið- urkenningu fyrir norrænar þýðingar. Hann segir þýð- ingar oft ekki vera metnar að verðleikum og vera lægra skrifaðar en nýjan skáldskap en spyr hvar við værum hefði ekkert nokkurn tíma verið þýtt. Menning 46 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Eggert KATRÍNA MOGENSEN SITUR FYRIR SVÖRUM Eins og ein stór flétta Hvernig kom hljómsveitin Mammút sam- an? Við vorum svona stelputríó til að byrja með og kölluðum okkur þá ROK, en urðum fljótlega Mammút út frá því. Við vorum þrettán ára og allar saman í skóla þegar við byrjuðum. Síðan vissum við af Arnari og Andra sem voru hálfgert strákadúó og við sameinuðumst í þessa fimm manna hljómsveit. Þeir vissu af okkur og við vissum af þeim og það var ekki mikið skapandi að eiga sér stað í Laugardalnum á þessum tíma, þannig að þetta lá einhvern veginn beinast við. Hvernig völduð þið nafnið Mammút? Mamma valdi það eiginlega. Okkur var eiginlega alveg sama, ég bar þetta undir hljómsveitina og einhvern veginn festist það. Hvernig myndirðu lýsa tónlistinni ykkar? Þetta er tilviljunarkennd samsuða af okkur fimm. Við höfum aldrei rætt hvernig tónlist við viljum spila. Stundum er skrýtið hvað við eigum erfitt með að slíta okkur hvert frá öðru, við erum eins og ein stór flétta að því leyti. Við erum bara búin að alast upp við að spila hvert með öðru og maður kann einhvern veginn ekkert annað en að vera í Mammút. Þetta er eins og fjölskylda. Ég hefði ekki sagt þegar ég var þrettán ára að ég myndi vera í tólf ár í þessari hljómsveit. Hvað er á döfinni hjá ykkur? Við spilum í druslugöngunni á laugardaginn. Síðan erum við á fullu að undirbúa nýja plötu, sem kemur næsta vor. Svo ætlum við að túra mikið í haust. Er málstaður druslugöngunnar ykkur sér- staklega hugfólginn? Já, algjörlega. Þetta er mjög áríðandi málefni og algjör sprengja sem er í gangi. Allar þessar ólíku hreyfingar eins og á Beauty Tips-síðunni, druslugangan, „free the nipple“ og allt þetta. Þessi kynslóð er rosalega óhrædd og hugrökk, ég man ekki eftir svona berskjölduðum og beinskeyttum umræðum um þessi mál þegar ég var yngri. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ungar konur og stúlkur sem æfa mjög mikið þurfa að hlusta á líkam- ann og sinna þörf- um hans, annars getur hvimleiðra ofþjálfunar- einkenna gætt. Heilsa og hreyfing 14 Meðganga er ekki alltaf tekin út með sældinni og margt getur komið upp á. Má kvarta á með- göngunni eða eiga konur bara að bíta á jaxlinn? Fjölskyldan 30 Farartæki eru mörg hver orðin tölvuvædd og því fylgja viss öryggisvandamál og það getur skapað verulega hættu, til dæmis þegar einhver hakkar sig inn í stjórnkerfi bifreiða. Græjur og tækni 32 Katrína Mogensen, oft kölluð Kata, er söngvarinn í hljómsveitinni Mammút, sem er meðal þeirra hljómsveita sem spila í druslugöngunni í dag, laugardag. Gengið er frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og verða tónleikar og ræðuhöld á Austurvelli. Kata segir málefni druslugöngunnar áríðandi og fagnar bein- skeyttri umræðu um kynferðisofbeldi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.