Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 11
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Hjónin eiga soninn Jakob, nafna langafa Sonju, bróður Rannveigar sem gerði skautbúninginn. „Jakob þessi byggði gamla bæinn þar sem við búum núna, 1929. Jörðin hefur verið ættinni í að minnsta kosti 200 ár. Það má kalla þetta ættaróðal.“ Sonja er dýralæknir í Húnaþingi og hefur sinnt starfinu í eitt ár. „Ég er fædd og uppalin á Lækja- móti og við erum að taka við hrossabúskapnum þar. Friðrik er reiðkennari og kynbótadómari jafn- framt því að sinna bóndastörfum. Hann á ættir að rekja í Skagafjörð og vill gjarnan láta kenna sig við hann, þótt hann sé úr Reykjavík, segir eiginkonan. „Hann er svo mikill bóndakarl...“ Tvíbýlt er á Lækjamóti og var veislan í nýlegri, glæsilegri reiðhöll sem bróðir Sonju, Ísólfur Líndal Þórisson og kona hans, Vigdís Gunnarsdóttir, tóku í gagnið í fyrra. „Við urðum í þrígang að fara yf- ir ána til að komast leiðar okkar en það var bara gaman að því; ég var í reiðbuxum og reiðstígvélum inn- anundir pilsinu þannig að ég blotn- aði ekki neitt.“ Yndislegur dagur Sonja segir brúðkaupsdaginn hafa verið yndislegan. „Það er okkar bragur að gera þetta svona og gaman að fá gestina með okkur í það sem við elskum; að fara ríð- andi um sveitina. Þetta var full- kominn dagur og brúðkaupsveislan breyttist síðan í hálfgert réttarball þegar á leið!“ Hjónin fluttu heim í janúar 2014 eftir að Sonja nam dýralækningar í Kaupmannahöfn. „Ég skrifaði loka- verkefnið mitt hér heima, kláraði síðasta sumar og hef verið sjálf- stætt starfandi dýralæknir hér á svæðinu síðan.“ Prjónakjóllinn er einstakt hand- verk í sjálfu sér, segir Sonja, sér- staklega pilsið. „Við vorum ekki með neina uppskrift heldur skáld- uðum þetta og ég var ekkert smá- ræðis fegin þegar ég mátaði kjól- inn þegar styttast fór í brúðkaupið og hann passaði. Það var nefnilega mikið að gera hjá mér á þessum tíma við að aðstoða bændur í sauð- burðinum!“ Sonja, Friðrik Már Sigurðsson og sonurinn Jakob, sem er fjögurra ára. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir Fríður flokkur, með Sonju og Friðrik Má í broddi fylkingar, ríður meðfram bökkum Víðidalsár á leið heim í Lækjarmót. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir Á næstu árum veður hægt að afla 23.400 rúmmetra af timbri úr skóg- um bænda á Fljótsdalshéraði. Þetta kemur fram í spá sérfræðinga á rannsóknarstöð Skógræktarinnar að Mógilsá í Kollafirði sem birt er á vef- setrinu skogur.is. Á tímabilinu 2035-2044 er útlit fyrir að magnið verði ríflega 120 þúsund rúmmetrar. Nýtanlegt magn viðar margfaldast því næstu þrjátíu árin. Lagt var mat á það viðarmagn sem mögulegt er að grisja næstu þrjátíu ár í nytjaskógum á Héraði. Við greininguna á viðarmagni voru notaðar skógmælingar og þær svo framreiknaðar, en til þess nota skóg- ræktarmenn sérstök tölvuforrit sem reynst hafa vel. Einungis voru teknar með mæl- ingar úr skógum þar sem tegund- irnar lerki, stafafura, sitkagreni, hvítgreni og alaskaösp uxu og þar sem meðalhæð trjáa var komin yfir 1,3 metra hæð. Það svæði sem tekið var til greiningar er 40% þess svæð- is sem klætt hefur verið skógi á Hér- aði á síðustu áratugum. Fyrir tíma- bilið 2025 til 2034 verður grisjunarmagn komið upp í rösklega 100 rúmmetra og fyrir tímabilið 2035 til 2044 verður magnið, með öll- um fyrirvörum sagt, orðið 120 þús- und rúmmetrum meira. FLJÓTSDALSHÉRAÐ Viðarstaflar við gróðrarstöð Skógræktarinnar austur á Hallormsstað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mikils viðar er að vænta Unnið er að því að þróa Austurland sem búsetukost og því að móta „Áfangastaðinn Austurland“. Er fólk hvatt til að taka þátt í könnun vegna þess á síðunni https://www.surveymonkey.com/r/MR8SGJ2. Framtíð Austurlands mótuð Ekki er leyfilegt að reka hross á Grímstungu- og Hauka- gilsheiði í Húnavatnssýslu í sumar skv. ákvörðun fjall- skilanefndar. Hrossasmölun fer fram í Víðidalsfjalli 25. september og réttað verður í Undirfellsrétt. Af hrossum í Húnaþingi Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD Láttu sólina ekki trufla þig í sumar og þú sefur vært

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.