Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 14
Heilsa og hreyfing Ljúffengu grænu eggin Morgunblaðið/Árni Sæberg *Þreytt/ur á hefðbundinni eggjahræru? Próf-aðu að blanda grænu pestói saman við eggineftir að hræran hefur verið steikt. Blandaðuþessu saman þar til eggjahræran verðurgræn. Fyrir þá sem nenna því ekki, er hægt aðkaupa græn egg ásamt kartöflum og beikoni íCoocoo’s Nest í Grandagarði en þeir bjóða upp á alls kyns girnilega brunch-platta. Kjör- inn staður til að heimsækja um helgina. M ikil íþróttaiðkun kallar á aukna næringu og hæfilega hvíld, sérstaklega þegar um börn og unglinga er að ræða. Sé þörfum lík- amans illa sinnt, kann það að hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Stúlkur og konur sem æfa mjög mikið eiga á hættu að þróa með sér einkenni of- þjálfunar. Þrjú einkenni eru líklegri en önnur í tilviki kvenkyns íþróttamanna, en saman heita þau „ofþjálf- unarþrenna kvenna“ (e. The Female Athlete Triad) Þau eru eftirfarandi: 1. Ójafnvægi í fæðuinntöku, sem getur verið með eða án átröskunar. Flestar stúlkur sem þjást af þrennunni reyna að léttast til að auka getu sína í íþróttum, stundum hvatt- ar áfram af þjálfara. Þetta ójafnvægi getur verið allt frá því að innbyrða færri hitaeiningar en orkuþörf lík- amans segir til um eða að forðast vissar fæðutegundir, svo sem fituríkan mat, í að þróa með sér hættulegar átraskanir á borð við lystarstol og lotugræðgi. 2. Blæðingar hætta eða koma ekki. Óhæfileg líkamsrækt og ónæg fæðuinntaka getur minnkað magn þeirra hormóna sem koma reglu á tíða- hringinn. Þetta gerir það að verkum að blæðingar verða óreglulegar eða hætta jafnvel alveg. Vissulega er eðlilegt að táningsstúlkur missi úr blæðingar suma mánuði, sérstaklega fyrsta árið eftir að þær byrja á blæðingum. Óreglulegar blæðingar þurfa því ekki endi- lega að þýða að um ofþjálfun sé að ræða. Aftur á móti getur ofþjálfun gert það að verkum að stúlkur byrja ekki á blæðingum yfirhöfuð. 3. Beinþynning. Kvenhormónið estrógen er lægra í íþróttakonum en öðrum konum. Lágt estrógenmagn og takmörkuð nær- ing, sérstaklega takmörkuð kalkinntaka, getur leitt til beinþynningar. Beinþynning gerir beinin veikari þar sem þau verða óþéttari og vaxa ekki á réttan hátt. Þetta eykur líkur á brákun beina og slysum, sem getur í einhverjum tilvikum bundið enda á íþróttaferil við- komandi stúlku. Táningsárin eru sá tími sem stúlkur eiga að byggja upp sem mestan beinmassa og kalk er nauðsynlegt til að auka beinþéttni.Íþróttastúlkur á borð við stúlkurnar í fimleikaliði Gerplu verða að gæta þess að nærast vel, hvílast og taka inn kalk. Morgunblaðið/Styrmir Kári OFÞJÁLFUN KVENNA OG STÚLKNA Vond þrenna HREYFING ER AF HINU GÓÐA EN KALLAR Á AÐ ÞÖRFUM LÍKAMANS SÉ SINNT. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Í Bandaríkjunum ríkir svokallað BulletProof™ æði en fjölmargir kjósa að byrja daginn á að hella upp á kaffi í pressukönnu, skella því í blandara ásamt góðri klípu af ósöltuðu smjöri og MCT-olíu, sem inniheldur öll virku efnin í kókosolíu. Þessi lýsing kann að hljóma ólystug en um leið og blandarinn fer af stað fer blandan að freyða og fær á sig sama útlit og bolli af cafe latte. Bragðið verð- ur rjómakennt og kaffið veitir mun meiri seddutilfinn- ingu en hefðbundið kaffi. Hugmyndin að skothelda kaffinu varð til þegar Dave nokkur Aspey fór í fjallgöngu í Ölpunum. Hann tók eftir því að sjerparnir sem fóru með honum notuðu jakuxa- smjör í teið sitt og fengu af því gríðarlega orku. Hann ákvað að setja smjörið í kaffi frekar en te og hefur svo þróað hugmyndina áfram, til dæmis með því að bæta við MCT-olíu sem skerpir einbeitingu. Olían sem almennt er notuð í BulletProof™ kaffið er kölluð Brain Octain Oil, sem er lýsandi fyrir virkni hennar. Að sögn Ómars Ágústssonar, sjúkraflutningamanns og eiganda Fjölhreysti.is, á BulletProof™ kaffi að gefa eit- ilskarpa einbeitingu, meiri og jafnari orku, minni nart- þörf og hafa jákvæð áhrif á fitubrennslu líkamans. Þá fylgja ekki aukaverkanir á borð við hausverk, skjálfta og nartþörf sem getur stundum fylgt kaffidrykkju. Hann gefur lesendum SunnudagsMoggans uppskrift að daglegum skotheldum kaffibolla en hægt er að kaupa BulletProof-vörurnar í gegnum fjölhreysti.is. Skotheldur kaffibolli 3 skeiðar af nýmöluðu lífrænu kaffi frá Te&Kaffi (Sollu) eða BulletProof™ kaffi 25-30 g ósaltað smjör (í grænu pökkunum) Aðferð: 1 msk. BulletProof™ Brain Octain Oil 1. Helltu upp á með 1 ½ matskeið af nýmöluðu kaffi með 250 ml af sjóðandi vatni. 2. Bættu við 1 teskeið eða allt að 1-2 matskeiðum af BulletProof™ Brain Octain Oil. 3. Bættu við 1-2 matskeiðum af ósöltuðu smjöri. 4. Blandaðu í 20-30 sektúndur þar til kaffið freyðir. Opna á sérstakt BulletProof™ kaffihús í Santa Monica í Kaliforníu í sumar. Ljósmynd/www.bulletproofexec.com SMJÖR OG OLÍU Í KAFFIÐ Byrjaðu daginn á skotheldum kaffibolla

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.