Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Fjölskyldan Manstu eftir því þegar öryggisbelti voru ekki notuð eða hunsuð?Börn stóðu gjarnan í baksætinu á milli framsæta á meðan foreldrar reyktu sígarettur. Og það mátti ekki opna gluggann af ótta við ryk- mengun af malarvegunum. Að maður skuli hafa lifað af bernskuna. Manstu í gamla daga? Þú værir ekki að lesa þessagrein ef móðir þín hefði ekkiborið þig undir belti í níu mánuði. Að fjölga sér er auðvitað eina leiðin til að viðhalda mannkyn- inu og er hlutskiptið foreldri það sem flestir kjósa sér einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Það kemur svo auðvitað í hlut konunnar að ganga með og fæða barnið og eru það vissulega forréttindi kvenna. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni. Konur upplifa meðgönguna á mjög mismunandi hátt. Sumar sigla í gegnum þetta tímabil með bros á vör en aðrar líða kvalir, bæði lík- amlegar og andlegar. Mýturnar um óléttu konuna Margar mýtur um óléttu konuna koma upp í hugann og birtast gjarnan í kvikmyndum. Ein er sú að konur verði algerlega galnar á meðgöngu, sígrenjandi og öskrandi á eiginmenn sína. Önnur mynd sem dregin er upp í kvikmyndum er af þessari berfættu fallegu konu í blómakjól, rjóðri í kinnum og strjúkandi á sér bumbuna við elda- vélina. Þetta eru öfgarnar en á auð- vitað við sumar konur. Hin „venju- lega“ kona er bara að hugsa um að lifa af þessa níu mánuði og reyna að njóta þeirra í leiðinni. Koma barninu í heiminn og taka við því ábyrgðarhlutverki sem bíður ásamt allri þeirri gleði og ást sem nýju lífi fylgir. Langur listi af kvillum Meðgangan sjálf felur í sér gífur- legar breytingar fyrir móðurina en bæði líkami og sál verða heltekin af þessu ferli sem það er að ganga með barn. Mörgum konum líður vel á meðgöngu og njóta þess að finna fyrir litla krílinu vaxa inni í bumb- unni. Öðrum konum líður ekki eins vel. Þeir líkamlegu verkir og kvillar sem geta fylgt óléttu eru fjölmarg- ir. Margar konur fá bakverk, bjúg, brjóstsviða, hægðatregðu, ógleði, kláða í húð, sinadrátt, togverk í nára, útferð, þreytu, æðahnúta og eru sípissandi. Sumar þjást líka af grindargliðnum sem er mjög sárs- aukafull. Og þetta eru bara líkam- legu kvillarnir því andlega hliðin getur líka farið úr skorðum. Sumar konur þjást af kvíða, áhyggjum, þunglyndi, depurð, tilfinninga- sveiflum, eiga erfitt með svefn og finna fyrir almennri vanlíðan. Stundum gott að kvarta Það er ýmislegt lagt á konuna á MEÐGANGA GETUR TEKIÐ Á Er tabú að kvarta á meðgöngu? ÓLÉTTUM KONUM LÍÐUR EKKI ÖLLUM VEL EN ÝMSIR KVILLAR GETA FYLGT MEÐGÖNGU. SITT SÝNIST HVERJUM UM HVORT KONUR MEGI KVARTA EÐA EIGI AÐ BÍTA Á JAXLINN OG VERA ÞAKKLÁTAR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Upplifun kvenna af með- göngu er mjög ólík frá einni konu til annarrar. Getty Images/iStockphoto Steinunn Edda er förðunarfræð- ingur og býr í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum sem stundar þar háskólanám. Hún er nú í fæðingarorlofi en þau hjónaleysin eiga von á sínu fyrsta barni um miðjan sept- ember. Steinunn skrifar reglu- lega pistla á krom.is og birti í síðustu viku pistil sem bar yf- irskriftina: 31 vika af óléttu og þetta er hætt að vera fyndið. ,,Mig langar bara að vera í Converse-skóm! Sökuð um vanþakklæti og vanvirðingu Pistillinn er skrifaður í hæðni og gríni þó að ekki hafi allir túlkað hann svo. Hér má lesa brot úr pistlinum: Ég vil bara hnerra án þess að líða eins og ég sé ekki með grindarbotnsvöðva og ef mig langar út í mínum Converse- skóm sem þarf að reima þá vil ég geta það án þess að svitna á efri vörinni af áreynslu eftir að hafa prófað fimm mismunandi stellingar til að ná niður í tærn- ar þar sem að það er allt í einu ofvaxin ístra að hindra það að þú náir að leggja þig saman. Pistillinn vakti strax hörð við- brögð þar sem hún var sökuð um vanþakklæti og ásökuð um að sýna fólki sem ætti erfitt með að eignast börn vanvirð- ingu. „Það komu strax mjög nei- kvæð komment frá fólki og þessu var deilt á Facebook- statusum þar sem þetta var rætt þar á þráðum,“ segir Stein- unn sem var fljót að birta af- sökunarbréf til þeirra sem hún hefði mögulega sært. „Þeir sem PISTILL UM ÓLÉTTU VAKTI ATHYGLI „Var í algjöru sjokki“ Steinunn Edda bjóst ekki við hörðum viðbrögðum við grein sinni á netinu. Úr einkasafni. STEINUNN EDDA STEINGRÍMSDÓTTIR Á VON Á SÍNU FYRSTA BARNI Í SEPTEMBER. HÚN SKRIFAÐI PISTIL Á NETIÐ UM SÍNA UPPLIFUN AF ÓLÉTTUNNI. VIÐ- BRÖGÐIN LÉTU EKKI Á SÉR STANDA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.