Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Fjölskyldan Manstu eftir því þegar öryggisbelti voru ekki notuð eða hunsuð?Börn stóðu gjarnan í baksætinu á milli framsæta á meðan foreldrar reyktu sígarettur. Og það mátti ekki opna gluggann af ótta við ryk- mengun af malarvegunum. Að maður skuli hafa lifað af bernskuna. Manstu í gamla daga? Þú værir ekki að lesa þessagrein ef móðir þín hefði ekkiborið þig undir belti í níu mánuði. Að fjölga sér er auðvitað eina leiðin til að viðhalda mannkyn- inu og er hlutskiptið foreldri það sem flestir kjósa sér einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Það kemur svo auðvitað í hlut konunnar að ganga með og fæða barnið og eru það vissulega forréttindi kvenna. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni. Konur upplifa meðgönguna á mjög mismunandi hátt. Sumar sigla í gegnum þetta tímabil með bros á vör en aðrar líða kvalir, bæði lík- amlegar og andlegar. Mýturnar um óléttu konuna Margar mýtur um óléttu konuna koma upp í hugann og birtast gjarnan í kvikmyndum. Ein er sú að konur verði algerlega galnar á meðgöngu, sígrenjandi og öskrandi á eiginmenn sína. Önnur mynd sem dregin er upp í kvikmyndum er af þessari berfættu fallegu konu í blómakjól, rjóðri í kinnum og strjúkandi á sér bumbuna við elda- vélina. Þetta eru öfgarnar en á auð- vitað við sumar konur. Hin „venju- lega“ kona er bara að hugsa um að lifa af þessa níu mánuði og reyna að njóta þeirra í leiðinni. Koma barninu í heiminn og taka við því ábyrgðarhlutverki sem bíður ásamt allri þeirri gleði og ást sem nýju lífi fylgir. Langur listi af kvillum Meðgangan sjálf felur í sér gífur- legar breytingar fyrir móðurina en bæði líkami og sál verða heltekin af þessu ferli sem það er að ganga með barn. Mörgum konum líður vel á meðgöngu og njóta þess að finna fyrir litla krílinu vaxa inni í bumb- unni. Öðrum konum líður ekki eins vel. Þeir líkamlegu verkir og kvillar sem geta fylgt óléttu eru fjölmarg- ir. Margar konur fá bakverk, bjúg, brjóstsviða, hægðatregðu, ógleði, kláða í húð, sinadrátt, togverk í nára, útferð, þreytu, æðahnúta og eru sípissandi. Sumar þjást líka af grindargliðnum sem er mjög sárs- aukafull. Og þetta eru bara líkam- legu kvillarnir því andlega hliðin getur líka farið úr skorðum. Sumar konur þjást af kvíða, áhyggjum, þunglyndi, depurð, tilfinninga- sveiflum, eiga erfitt með svefn og finna fyrir almennri vanlíðan. Stundum gott að kvarta Það er ýmislegt lagt á konuna á MEÐGANGA GETUR TEKIÐ Á Er tabú að kvarta á meðgöngu? ÓLÉTTUM KONUM LÍÐUR EKKI ÖLLUM VEL EN ÝMSIR KVILLAR GETA FYLGT MEÐGÖNGU. SITT SÝNIST HVERJUM UM HVORT KONUR MEGI KVARTA EÐA EIGI AÐ BÍTA Á JAXLINN OG VERA ÞAKKLÁTAR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Upplifun kvenna af með- göngu er mjög ólík frá einni konu til annarrar. Getty Images/iStockphoto Steinunn Edda er förðunarfræð- ingur og býr í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum sem stundar þar háskólanám. Hún er nú í fæðingarorlofi en þau hjónaleysin eiga von á sínu fyrsta barni um miðjan sept- ember. Steinunn skrifar reglu- lega pistla á krom.is og birti í síðustu viku pistil sem bar yf- irskriftina: 31 vika af óléttu og þetta er hætt að vera fyndið. ,,Mig langar bara að vera í Converse-skóm! Sökuð um vanþakklæti og vanvirðingu Pistillinn er skrifaður í hæðni og gríni þó að ekki hafi allir túlkað hann svo. Hér má lesa brot úr pistlinum: Ég vil bara hnerra án þess að líða eins og ég sé ekki með grindarbotnsvöðva og ef mig langar út í mínum Converse- skóm sem þarf að reima þá vil ég geta það án þess að svitna á efri vörinni af áreynslu eftir að hafa prófað fimm mismunandi stellingar til að ná niður í tærn- ar þar sem að það er allt í einu ofvaxin ístra að hindra það að þú náir að leggja þig saman. Pistillinn vakti strax hörð við- brögð þar sem hún var sökuð um vanþakklæti og ásökuð um að sýna fólki sem ætti erfitt með að eignast börn vanvirð- ingu. „Það komu strax mjög nei- kvæð komment frá fólki og þessu var deilt á Facebook- statusum þar sem þetta var rætt þar á þráðum,“ segir Stein- unn sem var fljót að birta af- sökunarbréf til þeirra sem hún hefði mögulega sært. „Þeir sem PISTILL UM ÓLÉTTU VAKTI ATHYGLI „Var í algjöru sjokki“ Steinunn Edda bjóst ekki við hörðum viðbrögðum við grein sinni á netinu. Úr einkasafni. STEINUNN EDDA STEINGRÍMSDÓTTIR Á VON Á SÍNU FYRSTA BARNI Í SEPTEMBER. HÚN SKRIFAÐI PISTIL Á NETIÐ UM SÍNA UPPLIFUN AF ÓLÉTTUNNI. VIÐ- BRÖGÐIN LÉTU EKKI Á SÉR STANDA.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.