Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Qupperneq 33
GÖNGULEIÐIN TÆKNIVÆDD Nettenging í skýjunum Í fyrra klifu 285 þúsund manns fjallið Fuji í Japan án nettengingar. árið 2014. „Við vonum að fólkið noti þessa þjónustu. Ekki aðeins til þess að deila upplifuninni með um- heiminum heldur einnig til þess að athuga með veður og aðra þætti til þess að auka öryggið,“ sagði ferða- málafrömuður við japanska fjöl- miðla. Einstaklingar geta verið tengdir netinu ókeypis í 72 klukkustundir, eða þrjá sólarhringa eftir að þeir tengjast netinu en einnig hyggjast ferðaþjónustuaðilar á svæðinu bjóða upp á búnað sem gerir göngugörpum kleift að vera net- tengdir allan tímann meðan á göng- unni stendur. Göngugarpar sem ganga upp fjallið Fuji í Japan geta nú tengst netinu meðan á göngunni stendur, en fjar- skiptafyrirtæki þar í landi hefur boðið upp á nettengingu síðan 10. júlí sl. í samstarfi við sveitarstjórnir Yamanashi og Shizuoka, þar sem fjallið stendur. Settir hafa verið upp átta heitir reitir (e. hot spots) á jafn mörgum stöðum í fjallinu og vonast ferða- málayfirvöld á svæðinu til þess að með þessu uppátæki muni ferða- mönnum sem klífa fjallið fjölga en samkvæmt því sem Dailydot hefur eftir umhverfisráðuneyti Japans klifu um 285 þúsund manns fjallið Það þykir ljóst að Facebook ætlar að freista þess að fá hluta af þeirri risa- stóru köku sem myndbandssíðan YouTube situr nú nánast ein að. Fyrr á árinu hóf Facebook að bjóða notendum sínum upp á að „em- bedda“ myndbönd frá Facebook yfir á aðrar síður, rétt eins og YouTube hefur gert. Nú hefur Facebook tilkynnt að þeim tekjum sem verða til vegna myndbanda sem sett eru inn á samfélagsmiðilinn verður deilt með rétthöfum myndband- anna, en það hefur YouTube einnig gert. Wall Street Journal greindi frá þessu en þar segir ennfremur að til að byrja með yrði hluta tekna Facebook vegna myndbandanna deilt með nokkr- um útvöldum aðilum, m.a. Funny Or Die, NBA, College Humor og fleirum sem hafa notið mikilla vinsælda á meðal notenda YouTube. Samkvæmt því sem fram kemur í frétt Wall Street Journal mun Facebook greiða þeim rétthöfum sem verða í samstarfinu 55 prósent þeirra auglýs- ingatekna sem verða til vegna myndbandanna, líkt og YouTube gerir, og fá rétthafar greitt í samræmi við það hversu margir Facebook-notendur horfa á myndböndin frá þeim. Tæplega einn og hálfur milljarður manna notaði Facebook reglulega á fyrsta fjórðungi þessa árs og því ekki ósennilegt að stjórnendur YouTube og móðurfélagsins, Google, súpi hveljar yfir þessum tíðindum. TEKJUM DEILT MEÐ MYNDBANDSRÉTTHÖFUM Facebook vill sneið af köku YouTube 26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Þú ert álitinn furðulegur ef þú lifir án síma.Samt er öllum sama þótt þú lifir án til-gangs. Eitthvað rangt við þá heildarmynd? Ray N. Kuili Ef þér líkar ekki við að segja frá því hvar þú hefur verið með því að „stimpla þig inn“ á samfélagsmiðlum en þig langar samt til þess að muna eftir þeim stöðum sem þú heimsækir, þá er ný uppfærsla í smáforritinu Google Maps eitthvað sem þú ættir að kíkja á. Google greindi frá því í vikunni sem leið að með nýrri uppfærslu ættu notendur þess kost að fylgjast með ferðum sínum með svokallaðri tímalínu. Þar geta notendur fylgst með ferðum sínum eftir dögum, mánuðum og jafnvel árum en tímalínan gerir notendum kleift að skoða hvaða leið þeir fóru að ákveðnum stöðum og hvar þeir stoppuðu, svo eitt- hvað sé nefnt. Augljóslega hefur þetta ýmsa kosti í för með sér. Hvort sem það þarf að rifja upp hvernig sunnudags- bíltúr síðustu viku hafi verið, eða hvar góði pitsustað- urinn í Toscana hafi verið, þegar á að rifja það upp nokkrum árum síðar. Eins verður hægt að keyra þessa nýjung saman við Google Photos, fyrir þá sem nýta sér myndaþjónustuna, með því að para saman myndir og daga en Google lítur á það sem leið fyrir notendur til að eiga auðveldara með að rifja upp minningar. Þrátt fyrir þægindin sem þessi nýjung kann að hafa í för með sér, er óneitanlega óþægilegt að hugsa til þess að tæknirisinn sem gerir út á það að fylgjast með þér á netinu og selur auglýsingar sem sérstaklega eru mið- aðar að þér, ætli að fylgjast með ferðum þínum utan internetsins. Blaðamaður Wired hefur nokkrar áhyggj- ur af þessu og segist ekki viss um það hvort þetta sé aukinn lúxus, eða hvort þetta sé nær því að vera óþægilegt. Uppfærslunni mun þó fylgja sá möguleiki að „eyða ferðum þínum“ yfir ákveðið tímabil eða fyrir fullt og allt, rétt eins og hægt er að gera á netinu. NÝ UPPFÆRSLA Í SMÁFORRITINU GOOGLE MAPS Fylgst með ferðum þínum Skjáskot af Google Maps sem sýnir Ísland. Nú geta snjallsímaeigendur keyrt hringinn og látið símann muna leiðina. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Rannsakendur á vegum Which komust yfir kortaupplýsingar tíu snertilausra korta með ódýrum búnaði. Þó að vantað hafi CVV númerið tókst þeim t.d. að kaupa dýrt sjónvarp. Snertilaust óöryggi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.