Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 35
26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ „...en myndirðu í alvörunni setja skærbleika húfu á nýfæddan son þinn?“ spurði samstarfskona mín þegar við ræddum efni þessa pistils – bleika litinn. Sá litur er í hugum flestra tengdur kvenleikan- um nær órjúfanlegum böndum en ég komst að því í vikunni að sú hefur ekki alltaf verið raunin. Á 18. öld klæddust jafnt karlar sem konur bleikum fötum. Ekkert þótti heldur athugavert við að karlmenn gengju í rósóttum föt- um með blúndum og pífum og bleiki liturinn var jafnvel tengdur krafti og karlmennsku, enda skyldur rauðum, sem var stríðs- litur. Þekkt er að í dag eru bleik og blá föt notuð til að greina kyn nýbura í sundur en ef bleiki lit- urinn var notaður til einhverrar aðgreiningar fyrr á tímum, þá var það til að greina yngra fólk frá eldra – bleikur var litur hreysti og æsku. Í bókinni In A Journey Around My Room, sem gefin var út árið 1794, ráðleggur höfundur bókarinnar, hinn franski Xavier de Maistre, karlmönnum að mála svefnherbergi sín bleik og hvít til að bæta skapið. Árið 1918 mælti barnafatavörulisti með því að klæða stúlkur í blátt – því blár væri „fíngerður“ litur – en drengi í bleikt því í bleikum byggi meiri ástríða. Hvað svo sem fólki þykir um þessa röksemdafærslu, er greinilegt að bleika litnum hefur ekki alltaf verið haldið að stúlk- um í þeim mikla mæli sem nú er gert. Svo enn eitt dæmið sé tek- ið, má nefna bleik jakkaföt herra- mannsins Gatsby, einnar söguhetj- unnar úr bók F. Scott Fitzgerald, The Great Gatsby, sem kom út árið 1925. Þar bendir hinn kokk- álaði eiginmaður, Tom Buchanan, á fataval Gatsbys, ekki til að vega að karlmennsku hans, heldur til að draga gáfnafar hans og æðri menntun í efa – bleikur þótti litur verkamanna. Af öllu ofantöldu má því ljóst vera að sú bleika árátta sem grípur mörg stúlkubörn um fjög- urra ára aldur er ekki meðfædd tilhneiging heldur lærð. Af því leiðir að tilhneigingunni má breyta með breyttu hugarfari. Ekkert er að því að vera hrifin/n af bleiku – en þegar gys er gert að drengjum á barnsaldri fyrir að langa að mæta í bleikum buxum í leikskólann, þá þarf að athuga hugsanaganginn. Góð byrjun er að sleppa kynaðgreinandi fötum fyrir ungbörn – og í leiðinni að spyrja sig hver tilgangurinn með slíkri aðgreiningu gæti eiginlega verið. Til að svara spurningu sam- starfskonunnar, þá á sjálfskipuð, barnlaus piparjónka, sem rétt er skriðin yfir tvítugt dálítið erfitt með að sjá fyrir sér hvers kyns klæðnað hún veldi barni sínu, ef til þess kæmi. Kettinum mínum myndi ég hins vegar umhugs- unarlaust skella í bleikt – eða blátt – alls óháð kyni. SAGA BLEIKA LITARINS Bleikt er lært, ekki meðfætt KARLAR JAFNT SEM KONUR GENGU Í BLEIKUM FÖTUM FYRR Á ÖLDUM OG VAR BLEIKUR JAFNVEL KARLMENNSKU- LITUR. EINUNGIS NÝLEGA, Í SÖGULEGU TILLITI, HEFUR BLEIKT VERIÐ SVO STERKLEGA TENGT KVENLEIKANUM. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Bleikt er vinsælt þema í stúlkuaf- mælum. Áhugavert er að velta fyrir sér hvers vegna. Leonardo Di- Caprio leikur herrann Gatsby og klæðist bleiku.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.