Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 Tíska B logg er miklu meira en bara áhugamál. Stórir bloggarar eru ekki bara að græða á því að fá ókeypis „tískugóss“ heldur ná þeir oft að skapa sér tækifæri með skrifum sínum og verða ákveðnar stjörnur eða tískufyrirmyndir. Þá hafa bloggarar aflað sér tekna og tækifæra sem fel- ast meðal annars í því að sitja fyrir í auglýsinga- herferðum, gefa út bækur, stjórna sjónvarpsþáttum og jafnvel hanna eigin tískulínur. Vaxandi fjöldi lesenda skapar tækifæri fyrir bloggara til þess að afla tekna af bloggum sínum og eru blogg að verða sífellt vin- sælli vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að kynna vörur sínar. Með því að auglýsa á bloggum eru fyrirtæki ekki eingöngu að vekja athygli á sér heldur geta þau selt beint af síðunum og fylgst vel með umferðinni í gegn- um bloggin. Og allir græða. Smáforritin skila sínu Í viðtali við Harpers Bazaar greindi hin 22 ára Dani- elle Bernstein, hjá Who Wore What, frá því að ein mynd af vöru á smáforritinu Instagram kostaði 5.000 til 15.000 dollara, eða frá 600.000 upp í tvær milljónir íslenskra króna. Þá er fjöldi fylgjenda afar mikilvægur og hækkar verð á myndum í samræmi við hann. Verðið fer þá eftir samkomulagi, hvort viðkomandi fyrirtæki verður á ákveðnum samningi hjá blogg- aranum eða hvort um eitt skipti er að ræða. Þó senda tískuhúsin gjarnan varning til bloggara með kross- lagða fingur um að vörurnar verði birtar á samfélags- miðlum. Skapa augnablik Þá er gríðarlega mikilvægt að góð framsetning og áhugi sé fyrir hendi, enda snúast bloggin ekki um tískuþætti heldur að skapa ákveðin augnablik sem fá fólk til þess að dreyma um hönnunarvörur og fram- andi lífsstíl. Þá gera ekki einungis tískuhúsin samning við bloggarana heldur einnig heilu fyrirtækin, svo sem hótel og skemmtistaðir. Mikilvægi þess að tengja Ýmsar leiðir hafa verið gerðar til þess að efla sam- vinnu bloggara við fyrirtækin sem auglýsa hjá þeim og þar eru tenglar afskaplega mikilvægir. Ef bloggari mælir með ákveðinni vöru og tengir sölusíðu vörunnar inn á bloggið græðir bloggarinn í hvert skipti sem kúnni fer inn á síðuna og kaupir eitt- hvað, þótt það sé ekki endilega sama varan og blogg- arinn mælti með. Að sjálfsögðu mala ekki allir blogg- arar gull með skrifum sínum. Þetta snýst allt um fylgjendur og tölur og hvort bloggarinn hefur nægi- lega áhugaverða sýn og skarar fram úr í framsetn- ingu. Bloggarinn vinsæli Hanneli Mustaparta í opnun í New York fyrr á árinu. Vörum stillt fallega upp á smáforritinu Instagram. ALLT SNÝST UM FYLGJENDUR OG TÖLUR Bylting tískubloggara Á SÍÐASTLIÐNUM ÁRUM HAFA TÍSKUBLOGGARAR GJÖRBYLT TÍSKUHEIMINUM EINS OG HANN LEGGUR SIG. UMFJALLANIR OG AUGLÝSINGAR Á TÍSKUBLOGGUM VERÐA SÍFELLT VINSÆLLI OG MEÐ VAXANDI HÓPI FYLGJENDA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM HAFA BLOGGARAR YFIR MILLJÓN DOLLARA Í ÁRSLAUN FYRIR ÞAÐ EITT AÐ BLOGGA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Einn vinsælasti tískubloggari heims, Chiara Ferragni, heldur úti tískublogginu The Blonde Salad. Óbein auglýsing á skópari. Öfundsverður lífsstíll er vinsælt myndefni bloggara á Instagram.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.