Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Síða 41
sjálf hefur gefið mér alveg feikilega mikið. Ég þjáðist af minnimáttarkennd áður og hún er náttúrlega alltaf til staðar, en ég er miklu sterkari,“ segir hann. „Fantagangan“ erfiðust Gangan tók 32 daga. Reynir Pétur man ekki eftir neinum erfiðleikum. „Dagarnir voru auðvitað misjafnir og það er ekki neitt sem ég vil kalla erfitt, það gengur ekki. En eina göngu kalla ég fantagöngu, þá er ég segja það af því að mörgum hefði þótt hún of löng dagleið en það var frá Vík og í áttina að Kirkjubæjarklaustri. Það voru 60 kílómetrar sem ég gekk þann daginn. Mörgum hefði þótt hún heldur strembin ganga og ég kalla hana í gríni fantagöngu, svona: bölvaður fantur ertu!“ segir hann og sýpur hveljur yfir tilhugs- uninni. Veðrið segir hann hafa verið ágætt. „Ég fékk ágætisveður, ég fékk stundum sudda, það var ekkert til að væla yfir. Það var fylgdarbíll með mér og ég gat alltaf feng- ið fleiri flíkur ef þurfti,“ segir hann. Börnin voru besta fólkið Tilgangur göngunnar var að safna fé til Fjöldi manns tók á móti Reyni Pétri þegar hann lauk göngunni í júní 1985. Hann segir tilganginn ekki einungis hafa verið að safna fé heldur einn- ig að vekja fólk til umhugsunar um stöðu fólks sem býr við einhvers konar fötlun. Einnig söfnuðust sjö milljónir til byggingar Íþróttaleikhúss. Reynir Pétur stillir sér upp við hliðina á „sjálfum sér“. Búið er að setja upp nokkra papp- írs Reyni Pétra í tilefni sýning- arinnar en þeir blasa við frá veginum að Sólheimum. Úr myndasafni Sólheima 26.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.