Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.07.2015, Page 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.7. 2015 byggingar á Íþróttaleikhúsi sem síðar var reist á Sólheimum. „Það gekk bara ágæt- lega og það söfnuðust í það heila svona sjö milljónir og þótti það bara voða fínt,“ segir hann. „Það var gott fólkið sem kom á bílunum og spjallaði og rétti mér pen- ing. Þau voru vingjarnleg en albesta fólkið voru krakkarnir sem komu frá bæjunum. Þau löbbuðu á móti mér,“ segir hann og brosir að minningunni. „Það þótti mér vænt um. Það var nándin sem skipti að- allega máli, að finna nálægðina við börn- in.“ Slapp fyrir horn Reynir Pétur hefur búið á Sólheimum nánast alla ævi eða frá fjögurra ára aldri. Hann byrjar á byrjuninni. „Fyrst þú ert að spyrja mig, þá kem ég til Sólheima 1952 og af hverju ég kem hingað er vegna þess að þegar ég er 3-4 mánaða kemur veiki sem mörg börn fengu og þessi veiki skilaði mörgum börnum misvel út í þjóðfélagið en gleypti sum. Semsagt þau dóu. En það er það skrítnasta við það að ég átti að hafa verið mjög veikur og ég ætti að vera mjög skaddaður en ég held að ég hafi sloppið rétt fyrir horn. Það er lyginni líkast,“ segir hann en sjúk- dómurinn sem um ræðir er heilahimnu- bólga. Dellurnar gefa lífinu lit „Það voru plúsar og mínusar á mínum farvegi. Plúsarnir mínir eru flottu dell- urnar mínar. Þær hafa gefið lífinu mikið gildi og gefið mér tilgang í lífinu. Ég var dellumaður. Ég var með fánadellu og margar skrítnar dellur sem hafa með yndisleika sínum haldið mér á floti og haldið mér í góðri tilveru,“ segir hann. Þegar hann er inntur eftir því hvort hann þekki alla fána, svarar hann: „Ég þekki marga fána en alls ekki alla, ekki alla fylkisfánana, þeir skipta fleiri þús- undum, ertu alveg snargeggjuð,“ segir hann og brosir sínu breiða brosi. „Þess- ar dellur hafa bjargað minni tilveru. Ég væri nú ekkert að tala við þig hér því án þeirra væri lífið tilgangslaust,“ segir hann. Einnig hefur hann mikinn áhuga á stærðfræði, geimvísindum og flugvélum og nýtur hann þess að grúska í tölvunni sinni heima hjá sér. Hann segist kunna vel við sig á Sólheimum og telur vinskap sem þar hefur myndast einna mikilvæg- astan. „Þegar ég var í dellugeiranum þá náttúrlega rakst ég á vini sem vildu tala um dellumálin. Maður verður stundum að deila með öðrum, til dæmis við þann sem hefur gaman af fánum eða flugvélum. Þá er gaman að eiga vin, einhvern sem getur hlustað á þig,“ segir Reynir Pétur. Týrólatónlist í uppáhaldi Tónlist er einnig áhugamál hjá Reyni Pétri en hann hlustar mikið á þjóðlaga- tónlist og semur jafnvel sjálfur en í uppá- haldi er kántrítónlist, harmonikkutónlist og týrólatónlist frá Austurríki. „Ég hef fengið innblástur frá þessu og ég hef verið að leika á munnhörpu og tek upp og klippi og set á vefinn. Bara gaman að því, þá get ég klippt bútana og svo hef ég stund- um talað inn á og haft svona millirödd. Og ég hef þennan innblástur úr fortíðinni en hér voru margir Þjóðverjar í gamla daga og mikil músík frá Þýskalandi. Svo var ein fósturdóttir Sesselju sem heitir Hulda og hún átti það til að vera að syngja með krökkunum en hún var sko snillingur að gera millirödd og þetta er í minningunni og hefur veitt mér innblástur seinna meir,“ segir hann. Beið eftir kærustunni „Þetta eru plúsarnir en mínusarnir eru reglur, fáránlegar reglur. Jú, gott að hafa reglur en sumar geta gengið of langt. Reglurnar gengu svo langt að ég mátti ekki hitta stelpur! Svona lagað var ekki „Ég var mjög feginn að koma í mark en þú sérð það á mynd sem var tekin þar sem ég sit á malbiki að það eru ekki þreytu- merki á andlitinu, heldur gleði að hafa gert þetta. Það var ekk- ert „guði sé lof“ heldur bara gleði. Ég hugsaði frekar: ÉG GAT ÞETTA, ég trúi þessu ekki.“ Umfjöllun Morgunblaðsnis hinn 25. júní 1985 sýnir þann fjölda fólks sem tók á móti Reyni Pétri á Lækjartorgi. Úr myndasafni Sólheima

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.